Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2020 15:22 Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum króónuveirufaraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Vilhelm/Þorkell Þorkellsson Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum. Niðurstöður rannsóknarinnar um líðan íslensks heilbrigðisstarfsfólks stingur nefnilega í stúf við sambærilegar rannsóknir erlendis. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar sýna að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og jafnvel það sem stóð í framlínunni, kemur vel undan fyrstu bylgju faraldursins. Þetta sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands sem fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna en um 23 þúsund manns tóku þátt í rannsókninni. Unnur Anna var gestur upplýsingafundar þríeykisins í dag og ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá nánar: Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu „Okkar heilbrigðisstarfsfólk virðist koma vel undan þessari fyrstu bylgju. Það er kannski því að þakka hversu vel gekk að hafa stjórn á faraldrinum. Við höfum vísbendingar um hið gagnstæða frá löndum þar sem verr gekk og faraldurinn var stjórnlaus. Þær niðurstöður benda til þess að það heilbrigðisstarfsfólk, sem starfaði á þeim vettvangi, hafi ekki verið í góðu andlegu standi eftir slík átök þannig að það er mjög jákvætt að sjá það að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og meira að segja það sem vann í framlínunni, er ekki í aukinni áhættu á andlegum einkennum.“ Þegar útbreiðsla kórónuveirunnar náði hæstu hæðum í ýmsum löndum, á borð við Ítalíu í fyrstu bylgju faraldursins og Bandaríkin, mátti gjarnan sjá ráðþrota, dauðþreytt og vondauft heilbrigðisstarfsfólk í fréttum sem vart gat sinnt vinnunni sinni vegna álags. „Það er nákvæmlega þetta sem þau, sem hafa stjórnað hér ferðinni, hafa verið að ítreka til að reyna að vernda heilbrigðiskerfið þannig að það myndi ekki sligast undan álagi. Þetta eru allavega vísbendingar um að okkur hafi tekist vel til í vor.“ Unnur bendir á að þeir sem þegar hafa tekið þátt í rannsókninni eru beðnir um að svara nýjum spurningalista svo hægt sé að fylgja eftir líðan og stöðu heilsufars þeirra í annarri og þriðju bylgju faraldursins. Þá er einnig búið að opna rannsóknina gagnvart nýjum þátttakendum en fólk getur skráð sig til þátttöku á heimasíðunni www.lidanicovid.is. Hér að ofan er hægt að sjá framsögu Unnar Önnu prófessors á upplýsingafundi almannavarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar um líðan íslensks heilbrigðisstarfsfólks stingur nefnilega í stúf við sambærilegar rannsóknir erlendis. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar sýna að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og jafnvel það sem stóð í framlínunni, kemur vel undan fyrstu bylgju faraldursins. Þetta sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands sem fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna en um 23 þúsund manns tóku þátt í rannsókninni. Unnur Anna var gestur upplýsingafundar þríeykisins í dag og ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá nánar: Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu „Okkar heilbrigðisstarfsfólk virðist koma vel undan þessari fyrstu bylgju. Það er kannski því að þakka hversu vel gekk að hafa stjórn á faraldrinum. Við höfum vísbendingar um hið gagnstæða frá löndum þar sem verr gekk og faraldurinn var stjórnlaus. Þær niðurstöður benda til þess að það heilbrigðisstarfsfólk, sem starfaði á þeim vettvangi, hafi ekki verið í góðu andlegu standi eftir slík átök þannig að það er mjög jákvætt að sjá það að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og meira að segja það sem vann í framlínunni, er ekki í aukinni áhættu á andlegum einkennum.“ Þegar útbreiðsla kórónuveirunnar náði hæstu hæðum í ýmsum löndum, á borð við Ítalíu í fyrstu bylgju faraldursins og Bandaríkin, mátti gjarnan sjá ráðþrota, dauðþreytt og vondauft heilbrigðisstarfsfólk í fréttum sem vart gat sinnt vinnunni sinni vegna álags. „Það er nákvæmlega þetta sem þau, sem hafa stjórnað hér ferðinni, hafa verið að ítreka til að reyna að vernda heilbrigðiskerfið þannig að það myndi ekki sligast undan álagi. Þetta eru allavega vísbendingar um að okkur hafi tekist vel til í vor.“ Unnur bendir á að þeir sem þegar hafa tekið þátt í rannsókninni eru beðnir um að svara nýjum spurningalista svo hægt sé að fylgja eftir líðan og stöðu heilsufars þeirra í annarri og þriðju bylgju faraldursins. Þá er einnig búið að opna rannsóknina gagnvart nýjum þátttakendum en fólk getur skráð sig til þátttöku á heimasíðunni www.lidanicovid.is. Hér að ofan er hægt að sjá framsögu Unnar Önnu prófessors á upplýsingafundi almannavarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira