Geggjað að draumafélagið sé að fylgjast með Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2020 17:30 Phil Foden og Ísak Bergmann í baráttunni í fyrsta A-landsleik Skagamannsins unga. Chloe Knott/Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson segist lítið vera að velta sér upp úr framtíð sinni. Hann segir þó að það sé ánægjulegt að vita að draumafélag hans, Manchester United, sé að fylgjast með gangi mála. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði en hann stökk fram á sjónvarsviðið er hann greip tækifærið og stimplaði sig inn sem byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Skagamaðurinn átti frábært tímabil og skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur tíu. Hann er almennt talinn með efnilegri leikmönnum sem hafa komið upp í sænsku deildinni undanfarin ár. Ég fann gull! Ég geymi frumrit af öllum ljósmyndum sem ég tek og var að fletta í þeim. Þessar tók ég í jan 2014. Ísak Bergmann með ÍA í 5. flokki karla. Ísak er í dag í viðtali við strákana í Ungstirnunum í podcasti https://t.co/HfAoxn1dyE. Mæli með geggjuðum þætti. #fotboltinet pic.twitter.com/i2fsSPHmLN— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) December 14, 2020 Hann ræddi við hlaðvarpsþáttinn Ungstirnin sem finna má á Fótbolta.net í dag þar sem hann fór meðal annars yfir áhuga stórliða og hvað framtíðin ber í skauti sér. „Það er fyrst og fremst mjög gaman að það sé að gerast. Ég spái voðalega lítið í því. Þegar leikurinn byrjar er ég ekki að spá í því hvað er að gerat en þegar maður sér fréttirnar eftir leikinn sér maður að þetta er svolítið flott. Það er geggjað að draumafélagið [Manchester] United séð að fylgjast með manni. Það eru forréttindi en ég reyni að spá lítið í þessu,“ sagði Ísak Bergmann í viðtalinu. Þá var Ísak spurður út í hvaða þjálfarar heilla hann mest. „Jurgen Klopp og Pep Guardiola eru tveir af þeim bestu. Svo er ég einnig mjög hrifinn af því hvernig liðin hans Julian Nagelsmann spila. Hversu mikil hlaupagetan er, hvernig þau spila og pressa er geggjað. Maurico Pochettino er líka flottur sem og margir aðrir,“ sagði Ísak Bergmann að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna inn á Fótbolti.net. Ísak Bergmann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og þá lék hann sinn fyrsta A-landsleik er Ísland tapaði fyrir Englendingum á Wembley í nóvember. Fótbolti Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sjá meira
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði en hann stökk fram á sjónvarsviðið er hann greip tækifærið og stimplaði sig inn sem byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Skagamaðurinn átti frábært tímabil og skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur tíu. Hann er almennt talinn með efnilegri leikmönnum sem hafa komið upp í sænsku deildinni undanfarin ár. Ég fann gull! Ég geymi frumrit af öllum ljósmyndum sem ég tek og var að fletta í þeim. Þessar tók ég í jan 2014. Ísak Bergmann með ÍA í 5. flokki karla. Ísak er í dag í viðtali við strákana í Ungstirnunum í podcasti https://t.co/HfAoxn1dyE. Mæli með geggjuðum þætti. #fotboltinet pic.twitter.com/i2fsSPHmLN— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) December 14, 2020 Hann ræddi við hlaðvarpsþáttinn Ungstirnin sem finna má á Fótbolta.net í dag þar sem hann fór meðal annars yfir áhuga stórliða og hvað framtíðin ber í skauti sér. „Það er fyrst og fremst mjög gaman að það sé að gerast. Ég spái voðalega lítið í því. Þegar leikurinn byrjar er ég ekki að spá í því hvað er að gerat en þegar maður sér fréttirnar eftir leikinn sér maður að þetta er svolítið flott. Það er geggjað að draumafélagið [Manchester] United séð að fylgjast með manni. Það eru forréttindi en ég reyni að spá lítið í þessu,“ sagði Ísak Bergmann í viðtalinu. Þá var Ísak spurður út í hvaða þjálfarar heilla hann mest. „Jurgen Klopp og Pep Guardiola eru tveir af þeim bestu. Svo er ég einnig mjög hrifinn af því hvernig liðin hans Julian Nagelsmann spila. Hversu mikil hlaupagetan er, hvernig þau spila og pressa er geggjað. Maurico Pochettino er líka flottur sem og margir aðrir,“ sagði Ísak Bergmann að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna inn á Fótbolti.net. Ísak Bergmann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og þá lék hann sinn fyrsta A-landsleik er Ísland tapaði fyrir Englendingum á Wembley í nóvember.
Fótbolti Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sjá meira