Meðalmálsmeðferðartími var um tveir mánuðir á tímabilinu öllu en í ár hefur hann verið um fjórir mánuðir. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Kostnaður ráðuneytisins og undirstofnana þess á tímabilinu vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið hátt í 12 milljarðar króna. Kostnaður Útlendingastofnunar er mestur, eða um 9,3 milljarðar. Þá var kostnaður Kærunefndar útlendingamála vegna málaflokksins um 708 milljónir. Þjónustusamningur við Rauða kross Íslands kostaði ráðuneytið rúman milljarð.
Þá kemur fram í svari ráðherra að kostnaður vegna heimferða þeirra sem ekki fengu vernd hér á landi á þessu tímabili séu samtals 714 milljónir og kostnaður vegna móttöku umsækjenda rúmar 25 milljónir. Umsækjendum um alþjóðlega vernd hefur hins vegar fækkað á árinu vegna Covid-19.