Opið bréf til Jon Bon Jovi Arna Pálsdóttir skrifar 15. desember 2020 09:30 Ég er einn mesti aðdáandi ´90 rokkballaða sem fyrir finnst. Einn af þeim sem trónir á toppnum þegar kemur að dramatískum slögurum frá níunda og tíunda áratugnum er Jon Bon Jovi. Það er eitthvað við dramatíkina sem ég gjörsamlega elska. Lögin eru heilu og hálfu handritin af örvæntingu og kvöl ungs manns sem grætur ástina sem hann eitt sinn átti en hefur nú misst. Svona tónlist er ekki lengur búin til. Í dag ná lög varla þremur heilum mínútum. Alvöru ´90 ballaða er rétt að byrja á þriðju mínútu. Við mægður förum oft í leik þegar við erum allar saman í bíl. Allir mega velja eitt lag og enginn má kvarta. Þegar þær eru allar búnar að velja sín lög er komið að mér. Að sjálfsögðu verður einhver sígild rokkballaða fyrir valinu sem nær góðum 6-10 mínútum. Það þýðir ekkert fyrir þær að kvarta, reglurnar eru skýrar. Ég á fjórar dætur og stundum þegar ég er alveg að bugast heima hjá mér segi ég við eldri dætur mínar að ég þurfti aðeins að skreppa og bið þær að passa þessar yngri. En ég þarf ekkert að fara neitt, ég er bara að fara að keyra um með tónlist í botni og öskursyngja. Þessum bílferðum hefur fjölgað á þessum síðustu og verstu tímum. Maður vinnur heima alla daga, mannleg samskipti fara flest fram í gegnum tölvuskjá og ofan á þetta allt saman koma unglingarnir heim úr skólanum fyrir hádegi og halda að ég sé þernan sem við höfum aldrei haft. Ég kemst ekki í ræktina! Get ekki farið í vinnuna! Fæ ekki tíma í klippingu! Ofan á þetta allt saman er ég ekki að borga af einni einustu utanlandsferð sem ég er þegar búin að gleyma því ég er að plana þá næstu! Þetta er bara allt svo erfitt. Ein af mínum uppáhalds ballöðum með Jon Bon Jovi er lagið I´ll be there for you frá árinu 1988. Það er eitthvað við dramatíkina og kvölina sem fær mig til að kikna í hnjánum. Það sem ég held þó mest upp á í laginu eru loforð mannsins um bót og betrun. Ég mæli með að þið keyrið lagið í gang áður en lengra er haldið. Þvílíkur moli. Ég sé týpuna svo vel fyrir mér. Síðhærður ungur maður (þetta var jú níundi áratugurinn), búinn að vera drukkinn frá því hann lauk grunnnámi, haldandi framhjá og eflaust ekki að velta fyrir sér aðstæðum á vinnumarkaði. Konan er farin og það er allt á niðurleið hjá okkar manni. Hann viðurkennir fúslega í laginu að hann hafi aldrei verið til staðar fyrir konuna sína og í raun verið alveg glataður í alla staði. En núna, núna (!), mun þetta allt breytast – af því núna, er hún farin. Við nánari skoðun er ekki að finna heila brú í þessum loforðum, hann skýtur langt yfir markið og manni finnst afskaplega hæpið að hann muni geta staðið við yfirlýst fyrirheit. Örvænting á það til að kosta okkur skynsemina. Við erum tilbúin að hugsa, segja og gera hvað sem er til að gera tilveruna betri. Við nálgumst þolmörkin í baráttu okkar við kórónuveiruna. Þetta er orðið svo ógeðsleg erfitt. Árið 2020 er orðin örvæntingafull og sjúklega löng ´90 rokkballaða. Þegar maður heldur að lagið sé að verða búið þá er bara næsti kafli að byrja sem er oftar en ekki dramatískari en sá sem var á undan (og gítarleikarinn er kominn upp á eitthvað fjall, ber að ofan, að spila sóló). Við erum Jon Bon Jovi og stelpan í laginu er lífið sem við áttum fyrir covid og tókum sem sjálfsögðu. Við eigum ekkert í hendi nema líðandi stund og ákvarðanir okkar. Förum vel með það sem við eigum. Týnum ekki skynseminni í örvæntingunni. Betri tíð er handan við hornið! Kæri Jon Bon Jovi. Þú þarft ekki að stela sólinni, breyta þér í vín eða deyja fyrir ástina. Vertu raunsær. Kona vill mann sem er heiðarlegur og til staðar. Fáðu þér vinnu, hættu að drekka og síðast en ekki síst, ekki vera deli. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er einn mesti aðdáandi ´90 rokkballaða sem fyrir finnst. Einn af þeim sem trónir á toppnum þegar kemur að dramatískum slögurum frá níunda og tíunda áratugnum er Jon Bon Jovi. Það er eitthvað við dramatíkina sem ég gjörsamlega elska. Lögin eru heilu og hálfu handritin af örvæntingu og kvöl ungs manns sem grætur ástina sem hann eitt sinn átti en hefur nú misst. Svona tónlist er ekki lengur búin til. Í dag ná lög varla þremur heilum mínútum. Alvöru ´90 ballaða er rétt að byrja á þriðju mínútu. Við mægður förum oft í leik þegar við erum allar saman í bíl. Allir mega velja eitt lag og enginn má kvarta. Þegar þær eru allar búnar að velja sín lög er komið að mér. Að sjálfsögðu verður einhver sígild rokkballaða fyrir valinu sem nær góðum 6-10 mínútum. Það þýðir ekkert fyrir þær að kvarta, reglurnar eru skýrar. Ég á fjórar dætur og stundum þegar ég er alveg að bugast heima hjá mér segi ég við eldri dætur mínar að ég þurfti aðeins að skreppa og bið þær að passa þessar yngri. En ég þarf ekkert að fara neitt, ég er bara að fara að keyra um með tónlist í botni og öskursyngja. Þessum bílferðum hefur fjölgað á þessum síðustu og verstu tímum. Maður vinnur heima alla daga, mannleg samskipti fara flest fram í gegnum tölvuskjá og ofan á þetta allt saman koma unglingarnir heim úr skólanum fyrir hádegi og halda að ég sé þernan sem við höfum aldrei haft. Ég kemst ekki í ræktina! Get ekki farið í vinnuna! Fæ ekki tíma í klippingu! Ofan á þetta allt saman er ég ekki að borga af einni einustu utanlandsferð sem ég er þegar búin að gleyma því ég er að plana þá næstu! Þetta er bara allt svo erfitt. Ein af mínum uppáhalds ballöðum með Jon Bon Jovi er lagið I´ll be there for you frá árinu 1988. Það er eitthvað við dramatíkina og kvölina sem fær mig til að kikna í hnjánum. Það sem ég held þó mest upp á í laginu eru loforð mannsins um bót og betrun. Ég mæli með að þið keyrið lagið í gang áður en lengra er haldið. Þvílíkur moli. Ég sé týpuna svo vel fyrir mér. Síðhærður ungur maður (þetta var jú níundi áratugurinn), búinn að vera drukkinn frá því hann lauk grunnnámi, haldandi framhjá og eflaust ekki að velta fyrir sér aðstæðum á vinnumarkaði. Konan er farin og það er allt á niðurleið hjá okkar manni. Hann viðurkennir fúslega í laginu að hann hafi aldrei verið til staðar fyrir konuna sína og í raun verið alveg glataður í alla staði. En núna, núna (!), mun þetta allt breytast – af því núna, er hún farin. Við nánari skoðun er ekki að finna heila brú í þessum loforðum, hann skýtur langt yfir markið og manni finnst afskaplega hæpið að hann muni geta staðið við yfirlýst fyrirheit. Örvænting á það til að kosta okkur skynsemina. Við erum tilbúin að hugsa, segja og gera hvað sem er til að gera tilveruna betri. Við nálgumst þolmörkin í baráttu okkar við kórónuveiruna. Þetta er orðið svo ógeðsleg erfitt. Árið 2020 er orðin örvæntingafull og sjúklega löng ´90 rokkballaða. Þegar maður heldur að lagið sé að verða búið þá er bara næsti kafli að byrja sem er oftar en ekki dramatískari en sá sem var á undan (og gítarleikarinn er kominn upp á eitthvað fjall, ber að ofan, að spila sóló). Við erum Jon Bon Jovi og stelpan í laginu er lífið sem við áttum fyrir covid og tókum sem sjálfsögðu. Við eigum ekkert í hendi nema líðandi stund og ákvarðanir okkar. Förum vel með það sem við eigum. Týnum ekki skynseminni í örvæntingunni. Betri tíð er handan við hornið! Kæri Jon Bon Jovi. Þú þarft ekki að stela sólinni, breyta þér í vín eða deyja fyrir ástina. Vertu raunsær. Kona vill mann sem er heiðarlegur og til staðar. Fáðu þér vinnu, hættu að drekka og síðast en ekki síst, ekki vera deli. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar