Sara Sigmunds með góð ráð fyrir íþróttafólk yfir jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 09:30 Sara Sigmundsdóttir er með þrjá svindldaga yfir jólahátíðina. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur búið sér til reglur til að komast í gegnum jólahátíðina án þess að rugla of mikið í mataræði sínu. Það er ekki auðvelt fyrir íþróttafólk að standast allar freistingarnar sem bjóðast yfir hátíðirnar í desember. Þetta er sá tími sem fólk sleppir af sér beislinu í mat og kræsingum og þetta er líka sá tími sem fjölskyldan borðar mikið saman. Það er því ekkert auðvelt fyrir íþróttafólk að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að mataræði um jól og áramót. Sara Sigmundsdóttir þekkir þetta vel sjálf og hún undirbýr sig fyrir komandi hátíðardagskrá með því að setja sér ákveðnar vinnureglur. „Jólahátíðin er að renna í hlað og það getur orðið mjög erfitt að halda sér á réttri braut ekki síst þegar maður er að reyna að passa upp á hátíðarmatinn og jólakræsingarnar,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína og gaf fylgjendum sínum síðan upp sínar reglur. Sara fylgir eftirtöldum vinnureglum yfir hátíðirnar. Jóla og áramótareglur Söru Sigmundsdóttur: 1. Æfa venjulega. 2. Drekka eitt vatnsglas fyrir hverja máltíð. 3. Borða 500 grömm af grænmeti á hverjum degi. 4. Ekki mæla matinn ofan í þig á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag en fylgja mataræðinu þínu alla aðra daga. 5. Ekki sleppa máltíðum til að eiga mat inni seinna. 6. Aldrei vera með samviskubit vegna þess sem maður borðaði á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag. Sara Sigmundsdóttir endar síðan á því að fullvissa fylgjendur sína um það að þessi eina vika skiptir ekki svo mikli máli fyrir heildarmyndina heldur miklu frekar allar hinar. „Það er miklu betra að borða óhollt á milli jóla og áramóta en á milli áramóta og jóla,“ skrifaði Sara á Instagram. Það má sjá færslu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Það er ekki auðvelt fyrir íþróttafólk að standast allar freistingarnar sem bjóðast yfir hátíðirnar í desember. Þetta er sá tími sem fólk sleppir af sér beislinu í mat og kræsingum og þetta er líka sá tími sem fjölskyldan borðar mikið saman. Það er því ekkert auðvelt fyrir íþróttafólk að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að mataræði um jól og áramót. Sara Sigmundsdóttir þekkir þetta vel sjálf og hún undirbýr sig fyrir komandi hátíðardagskrá með því að setja sér ákveðnar vinnureglur. „Jólahátíðin er að renna í hlað og það getur orðið mjög erfitt að halda sér á réttri braut ekki síst þegar maður er að reyna að passa upp á hátíðarmatinn og jólakræsingarnar,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína og gaf fylgjendum sínum síðan upp sínar reglur. Sara fylgir eftirtöldum vinnureglum yfir hátíðirnar. Jóla og áramótareglur Söru Sigmundsdóttur: 1. Æfa venjulega. 2. Drekka eitt vatnsglas fyrir hverja máltíð. 3. Borða 500 grömm af grænmeti á hverjum degi. 4. Ekki mæla matinn ofan í þig á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag en fylgja mataræðinu þínu alla aðra daga. 5. Ekki sleppa máltíðum til að eiga mat inni seinna. 6. Aldrei vera með samviskubit vegna þess sem maður borðaði á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag. Sara Sigmundsdóttir endar síðan á því að fullvissa fylgjendur sína um það að þessi eina vika skiptir ekki svo mikli máli fyrir heildarmyndina heldur miklu frekar allar hinar. „Það er miklu betra að borða óhollt á milli jóla og áramóta en á milli áramóta og jóla,“ skrifaði Sara á Instagram. Það má sjá færslu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
Jóla og áramótareglur Söru Sigmundsdóttur: 1. Æfa venjulega. 2. Drekka eitt vatnsglas fyrir hverja máltíð. 3. Borða 500 grömm af grænmeti á hverjum degi. 4. Ekki mæla matinn ofan í þig á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag en fylgja mataræðinu þínu alla aðra daga. 5. Ekki sleppa máltíðum til að eiga mat inni seinna. 6. Aldrei vera með samviskubit vegna þess sem maður borðaði á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag.
CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira