Sérstök nefnd hefur verið skipuð til að rannsaka atburðinn. Talsmaður lögreglu segir að fimmtán manns hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og hafi fjórum tekist að komast út að sjálfsdáðum.
Þegar búið var að slökkva eldinn fundust lík ellefu einstaklinga.
Rússneskir fjölmiðlar segja heimilið hafa verið skráð á velgjörðarsamtök og ætlað fyrir eldri borgara, en ekki sé ljóst hvort að leyfi hafi verið fyrir hendi að bjóða upp á gistingu.