Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 13:45 Bresk stjórnvöld hafa þráast við að viðhafa hertar reglur yfir jól. epa/Andy Rain Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. Í ritstjórnargreininni segir að margir muni deyja ef stjórnvöld halda óbreyttri stefnu og heimila þremur fjölskyldum að hittast yfir fimm daga, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. 64.402 hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi og tilkynnt var í gær að Lundúnir hefðu verið færðar upp á hæsta viðbúnaðarstig vegna aukins fjölda greindra. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur einnig kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þær reglur sem eiga að gilda yfir jólin en ráðherrar hafa hingað til gert lítið úr áköllum þess efnis og sagt að það sé undir einstaklingum komið að hegða sér með ábyrgum hætti. Aukinn fjöldi smita komi verst niður á öðrum sjúklingum British Medical Journal og Health Service Journal segja að Bretar ættu að fara að fordæmi Þjóðverja, Ítala og Hollendinga, sem hafa nýtilkynnt um hertar aðgerðir. Þeir sem skrifa fyrir tímaritin segja að öðrum kosti muni heilbrigðistþjónustan standa frammi fyrir því eftir jól að fresta öllum valkvæðum aðgerðum eða bugast undan þunga álagsins vegna Covid-19. „Þeir sem þjást af öðrum sjúkdómum munu að öllum líkindum verða fyrir mestum áhrifum vegna aukins fjölda Covid tilvika,“ segja þeir meðal annars. Þá segir í greininni að stjórnvöld hefðu verið sein til að fyrirskipa takmarkanir í vor og aftur í haust og að peningum hefði verið sóað í gallað rakningakerfi. „[Stjórnvöld] ættu að snúa skyndiákvörðun sinni að leyfa einstaklingum af ólíkum heimilum að hittast og framlengja þess í stað viðvörunarkerfið yfir á hið fimm daga jólatímabil til þess að ná fjölda tilfella niður áður en líkleg þriðja bylgja gengur yfir.“ Steve Barcley, undirráðherra í fjármálaráðuneytinu, sagði hins vegar í samtali við útvarpsstöðina LBC að um væri að ræða erfitt tímabil og að stjórnvöld vildu ekki refsa fjölskyldum fyrir að koma saman á jólum. Reuters greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. 14. desember 2020 22:38 Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. 14. desember 2020 12:40 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Í ritstjórnargreininni segir að margir muni deyja ef stjórnvöld halda óbreyttri stefnu og heimila þremur fjölskyldum að hittast yfir fimm daga, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. 64.402 hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi og tilkynnt var í gær að Lundúnir hefðu verið færðar upp á hæsta viðbúnaðarstig vegna aukins fjölda greindra. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur einnig kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þær reglur sem eiga að gilda yfir jólin en ráðherrar hafa hingað til gert lítið úr áköllum þess efnis og sagt að það sé undir einstaklingum komið að hegða sér með ábyrgum hætti. Aukinn fjöldi smita komi verst niður á öðrum sjúklingum British Medical Journal og Health Service Journal segja að Bretar ættu að fara að fordæmi Þjóðverja, Ítala og Hollendinga, sem hafa nýtilkynnt um hertar aðgerðir. Þeir sem skrifa fyrir tímaritin segja að öðrum kosti muni heilbrigðistþjónustan standa frammi fyrir því eftir jól að fresta öllum valkvæðum aðgerðum eða bugast undan þunga álagsins vegna Covid-19. „Þeir sem þjást af öðrum sjúkdómum munu að öllum líkindum verða fyrir mestum áhrifum vegna aukins fjölda Covid tilvika,“ segja þeir meðal annars. Þá segir í greininni að stjórnvöld hefðu verið sein til að fyrirskipa takmarkanir í vor og aftur í haust og að peningum hefði verið sóað í gallað rakningakerfi. „[Stjórnvöld] ættu að snúa skyndiákvörðun sinni að leyfa einstaklingum af ólíkum heimilum að hittast og framlengja þess í stað viðvörunarkerfið yfir á hið fimm daga jólatímabil til þess að ná fjölda tilfella niður áður en líkleg þriðja bylgja gengur yfir.“ Steve Barcley, undirráðherra í fjármálaráðuneytinu, sagði hins vegar í samtali við útvarpsstöðina LBC að um væri að ræða erfitt tímabil og að stjórnvöld vildu ekki refsa fjölskyldum fyrir að koma saman á jólum. Reuters greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. 14. desember 2020 22:38 Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. 14. desember 2020 12:40 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59
Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. 14. desember 2020 22:38
Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. 14. desember 2020 12:40
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna