KSÍ styrkir félögin í landinu um 70 milljónir: ÍBV og Þróttur R. fá mest samanlagt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 12:31 Íslandsmeistaralið Vals og Breiðabliks voru meðal þeirra liða sem fengu hvað mest frá Covid-framlags styrk KSÍ. Visir/Daniel Thor Knattspyrnusamband Íslands gaf það út í dag að sambandið myndi styrkja aðildarfélög landsins um 70 milljónir króna. Var þetta samþykkt á stjórnarfundi KSÍ þann 10. desember síðastliðinn. „Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk,“ segir í tilkynningu KSÍ. Ef styrkirnir eru lagðir saman fá ÍBV og Þróttur Reykjavík mestan pening eða tæplega 2.9 milljónir íslenskra króna. A f þeim liðum sem eiga lið í bæði Pepsi Max deild karla og kvenna fá Breiðablik, FH, KR, Stjarnan, Fylkir og Valur mest eða 2.75 milljónir króna. Þar á eftir koma Fjölnir, ÍA, Víkingur R., Þróttur R. og ÍBV með 2.475 milljónir. HK og Selfoss fá 2.2 milljónir og KA rétt yfir tvær milljónir í sinn hlut. Þá fær Þór Akureyri tæplega 1.8 milljón króna í styrk. Ekkert af ofantöldum liðum fær styrk úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. Í Lengjudeild karla og kvenna er upphæðin öllu lægri. Af tólf liðum fá öll nema fjögur yfir milljón króna í Covid-framlag styrk. Það eru Víkingur Ó., Leiknir R., Magni Grenivík og Vestri yfir milljón króna. Öll liðin fá þó yfir milljón ef styrkirnir eru lagðir saman. Á fundi stjórnar KSÍ 10. desember var samþykkt úthlutun á Covid-styrk til aðildarfélaga. Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. https://t.co/EJ7PRBeMnH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 „Skipting úthlutunar KSÍ er framkvæmd á grundvelli reiknilíkans sem notast var við fyrir útgreiðslu sérstaks EM-framlags 2016, HM-framlags 2018 og fyrra framlags KSÍ til félaganna vegna tekjutaps tengt Covid-19 með lítilsháttar lagfæringu.“ „Í því líkani er félögum skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög með barna- og unglingastarf og hins vegar félög án þess. Eingöngu félög með virkt barna- og unglingastarf hljóta framlag frá KSÍ,“ segir í tilkynningu sambandsins. Alls fá 46 félög styrk. Lægstan styrk fá fjögur lið í 4. deild karla sem eru með barna og unglingastarf. Um er að ræða 150 þúsund krónur í Covid-framlag og svo mismunandi upphæðir úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna og unglingastyrk. Það eru KFR, Snæfell, Skallagrímur og Kormákur/Hvöt. Hér má sjá fundargerðina í heild sinni, ásamt upphæðum og skiptingu milli félaga. KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík ÍBV Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira
„Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk,“ segir í tilkynningu KSÍ. Ef styrkirnir eru lagðir saman fá ÍBV og Þróttur Reykjavík mestan pening eða tæplega 2.9 milljónir íslenskra króna. A f þeim liðum sem eiga lið í bæði Pepsi Max deild karla og kvenna fá Breiðablik, FH, KR, Stjarnan, Fylkir og Valur mest eða 2.75 milljónir króna. Þar á eftir koma Fjölnir, ÍA, Víkingur R., Þróttur R. og ÍBV með 2.475 milljónir. HK og Selfoss fá 2.2 milljónir og KA rétt yfir tvær milljónir í sinn hlut. Þá fær Þór Akureyri tæplega 1.8 milljón króna í styrk. Ekkert af ofantöldum liðum fær styrk úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. Í Lengjudeild karla og kvenna er upphæðin öllu lægri. Af tólf liðum fá öll nema fjögur yfir milljón króna í Covid-framlag styrk. Það eru Víkingur Ó., Leiknir R., Magni Grenivík og Vestri yfir milljón króna. Öll liðin fá þó yfir milljón ef styrkirnir eru lagðir saman. Á fundi stjórnar KSÍ 10. desember var samþykkt úthlutun á Covid-styrk til aðildarfélaga. Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. https://t.co/EJ7PRBeMnH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 „Skipting úthlutunar KSÍ er framkvæmd á grundvelli reiknilíkans sem notast var við fyrir útgreiðslu sérstaks EM-framlags 2016, HM-framlags 2018 og fyrra framlags KSÍ til félaganna vegna tekjutaps tengt Covid-19 með lítilsháttar lagfæringu.“ „Í því líkani er félögum skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög með barna- og unglingastarf og hins vegar félög án þess. Eingöngu félög með virkt barna- og unglingastarf hljóta framlag frá KSÍ,“ segir í tilkynningu sambandsins. Alls fá 46 félög styrk. Lægstan styrk fá fjögur lið í 4. deild karla sem eru með barna og unglingastarf. Um er að ræða 150 þúsund krónur í Covid-framlag og svo mismunandi upphæðir úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna og unglingastyrk. Það eru KFR, Snæfell, Skallagrímur og Kormákur/Hvöt. Hér má sjá fundargerðina í heild sinni, ásamt upphæðum og skiptingu milli félaga.
KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík ÍBV Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira