Bergrún og Hilmar valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 15:50 Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Hilmar Snær Örvarsson eru íþróttafólk ársins. Youtube/ ParaSport Iceland Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH og Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi eru íþróttafólk ÍF árið 2020 en þetta var tilkynnt í árlegu hófi Íþróttasambands fatlaða í dag. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir þekkir orðið þessi verðlaun orðið mjög vel en Hilmar Snær Örvarsson var að skrifa nýjan kafla í sögu verðlaunanna. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er útnefnd íþróttakona ársins en í fyrsta sinn sem Hilmar Snær verður fyrir valinu og jafnframt í fyrsta sinn sem skíðamaður hreppir hnossið. Þá voru Hvataverðlaunin einnig afhent við hófið í dag en þau hlutu feðginin Guðbjörg Ludvigsdóttir og Ludvig Guðmundsson. Fjölskylda Guðbjargar tók við verðlaununum en hún lést fyrr á þessu ári eftir erfið veikindi. Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir er íþróttakona ársins 2020. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er kjörin íþróttakona ársins hjá ÍF. Þrátt fyrir miklar æfinga- og keppnistakmarkanir á árinu setti Bergrún nýtt Íslandsmet í langstökki í sumar þegar hún stökk 4.30 metra og bætti þar með Íslandsmet Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í flokknum T37. Tekið skal fram að árangri ársins 2020 náði Bergrún sem félagsmaður hjá ÍR en nýverið skipti hún yfir til FH og munu þau félagsskipti taka fullt gildi um áramót. Bergrún komst ekki til keppni erlendis á árinu 2020 þar sem öllum stórmótum á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) var aflýst. Hún tók m.a. þátt í sameiginlegu Íslandsmóti ÍF og FRÍ en Íslandsmetið í langstökki setti hún á Origo móti FH í Kaplakrika. watch on YouTube Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er íþróttamaður ársins 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Hilmar Snær er útnefndur íþróttamaður ársins og í fyrsta sinn sem íþróttamaður í vetraríþróttum er útnefndur Íþróttamaður ársins hjá ÍF. Fyrr hafði Erna Friðriksdóttir skíðakona verið útnefnd íþróttakona ársins árið 2010. Hilmar varð fyrstur Íslendinga til að sigra Evrópumótaröð IPC í alpagreinum en það gerði hann á lokamótinu í Króatíu í febrúar á þessu ári. Hilmar hóf keppnisárið í Hollandi 2019 með silfri og bronsverðlaunum á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Á heimsbikarmótaröðinni landaði hann silfri á Ítalíu í svigi og þrenn gullverðlaun litu svo dagsins ljós í Slóvakíu á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Frá Slóvakíu lá leiðin til Króatíu þar sem Hilmar tryggði sér endanlega sigur á Evrópumótaröðinni með þrenn gullverðlaun og eitt í svigi. watch on YouTube Fréttir ársins 2020 Frjálsar íþróttir Skíðaíþróttir Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Sjá meira
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir þekkir orðið þessi verðlaun orðið mjög vel en Hilmar Snær Örvarsson var að skrifa nýjan kafla í sögu verðlaunanna. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er útnefnd íþróttakona ársins en í fyrsta sinn sem Hilmar Snær verður fyrir valinu og jafnframt í fyrsta sinn sem skíðamaður hreppir hnossið. Þá voru Hvataverðlaunin einnig afhent við hófið í dag en þau hlutu feðginin Guðbjörg Ludvigsdóttir og Ludvig Guðmundsson. Fjölskylda Guðbjargar tók við verðlaununum en hún lést fyrr á þessu ári eftir erfið veikindi. Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir er íþróttakona ársins 2020. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er kjörin íþróttakona ársins hjá ÍF. Þrátt fyrir miklar æfinga- og keppnistakmarkanir á árinu setti Bergrún nýtt Íslandsmet í langstökki í sumar þegar hún stökk 4.30 metra og bætti þar með Íslandsmet Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í flokknum T37. Tekið skal fram að árangri ársins 2020 náði Bergrún sem félagsmaður hjá ÍR en nýverið skipti hún yfir til FH og munu þau félagsskipti taka fullt gildi um áramót. Bergrún komst ekki til keppni erlendis á árinu 2020 þar sem öllum stórmótum á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) var aflýst. Hún tók m.a. þátt í sameiginlegu Íslandsmóti ÍF og FRÍ en Íslandsmetið í langstökki setti hún á Origo móti FH í Kaplakrika. watch on YouTube Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er íþróttamaður ársins 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Hilmar Snær er útnefndur íþróttamaður ársins og í fyrsta sinn sem íþróttamaður í vetraríþróttum er útnefndur Íþróttamaður ársins hjá ÍF. Fyrr hafði Erna Friðriksdóttir skíðakona verið útnefnd íþróttakona ársins árið 2010. Hilmar varð fyrstur Íslendinga til að sigra Evrópumótaröð IPC í alpagreinum en það gerði hann á lokamótinu í Króatíu í febrúar á þessu ári. Hilmar hóf keppnisárið í Hollandi 2019 með silfri og bronsverðlaunum á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Á heimsbikarmótaröðinni landaði hann silfri á Ítalíu í svigi og þrenn gullverðlaun litu svo dagsins ljós í Slóvakíu á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Frá Slóvakíu lá leiðin til Króatíu þar sem Hilmar tryggði sér endanlega sigur á Evrópumótaröðinni með þrenn gullverðlaun og eitt í svigi. watch on YouTube
Fréttir ársins 2020 Frjálsar íþróttir Skíðaíþróttir Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó