John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2020 09:01 K2 er næsthæsta fjall í heimi eftir Everestfjalli. Það er 8.611 metrar að hæð og er í Karakoram-fjallgarðinum á landamærum Kína og Pakistans. Getty/Uwe Steffens Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. Vakin er athygli á þessu á fjallamennskuvefnum Adventure Journal þar sem segir að hlíðar K2, næsthæsta fjalls heims, gætu orðið nokkuð fjölmennar á næstu vikum og mánuðum. Ýmsir hafa reynt við hinn 8.611 metra háa topp fjallsins að vetri til, án árangurs hingað til. Segir í frétt Adventure Journal að litið sé á þetta afrek sem síðasta afrekið í fjallamennsku í Himalaja-fjöllunum sem eftir eigi að vinna. John Snorri virðist lengst kominn Af þeim hópum sem ætla sér að reyna að klífa K2 þetta vetrartímabilið virðist John Snorri vera lengst kominn. Þar á eftir er hópur Mingma Gyalje, en í færslu á Facebook segir hann að það sé af og frá að einhvers konar keppni sé á milli hópanna fjögurra, það lýsi sér best í því að hóparnir stefni á tindinn á mismunandi tímum eftir eigin áætlunum. John Snorri á toppi K3 árið 2017.Lífsspor Fjölmennur hópur á vegum Seven Summit virðist einnig stefna á fjallið öðru hvorum megin við áramót, en óvíst er um tímalínu fjórða hópsins. Litið er á tímabilið frá byrjun desember til febrúarloka sem vetrartímabilið á K2 og er það sá gluggi sem garparnir hafa til þess að komast upp. En þrátt fyrir að undirbúningur John Snorra sé vel á veg kominn í fjallinu sjálfu segir það í raun lítið um hvort að hann sé þá „í fyrsta sæti“ af hópunum fjórum eins og staðan er núna, ef svo mætti að orði komast. Það er ekki í raun fyrr en um miðjan janúar sem reiknað er með að atlagan að tindinum hefjist. Þannig reiknar John Snorri með um mánuði í undirbúningsvinnu í fjallinu áður en reynt er við toppinn. Smám saman munu svo hinir hóparnir bætast við og miðað við stærð eins þeirra gæti orðið þröngt á þingi á fjallinu á næstu vikum og mánuðum. Er í grunnbúðunum John Snorri er nú staddur í grunnbúðum K2, í um 4.900 metra bæ þar sem bækistöðvarnar verða næstu vikur og mánuði á meðan þeir feta sig upp fjallið. Með John Snorra í för eru feðgar frá Pakistan, þrautreyndir fjallgöngumenn. Miðað við nýjustu uppfærslu Johns Snorra er næsta skref að komast í ABC-búðirnar svokölluðu í 5.400 metra hæð, en gluggi til að hefja þá vegferð opnast í dag. Um sextíu manns verða á fjallinu Sem fyrr segir kemur fram í umfjöllun Adventure Journal að John Snorri sé langt í frá sá eini sem ætli sér að vera fyrstur upp á topp K2 að vetrarlagi. Þannig sé 45 manna hópur á vegum Seven Summit Trek með ferð á dagskránni á næstunni. Sá hópur inniheldur 21 Sjerpa og 24 viðskiptavini en ef marka má Facebook-síðu fyrirtækisins er undirbúningur á ferðinni í fullum gangi. Sjerpar á vegum fyrirtækisins eru þegar mættir, búnaður kominn í grunnbúðirnar og reiknað með að viðskiptavinirnir mæti á svæðið fyrir áramót. Hinir hóparnir tveir eru öllu minni en samanlagt má reikna með að um 60 manns verði á fjallinu þetta vetrartímabilið. Þannig hyggst Sjerpinn Mingma Gyalje, leiðsögumaðurinn sem var með John Snorra fyrir um ári síðan þegar hann reyndi við K2 síðast, freista þess að komast upp á topp. Ósáttur við viðskiptin við Mingma eftir síðustu ferð Mingma er nú í Pakistan að undirbúa atlöguna en í viðtali sagðist hann reikna með að hefja fjallgönguna um miðjan desember. Hann er á ferð með tveimur öðrum Sjerpum. Í umfjöllun Adventure Journal segir að þeir þrír ætli sér að klifra upp fjallið án aðstoðar aukasúrefnis. Töluvert var fjallað um síðustu ferð Johns Snorra á K2 fyrir um ári síðan. Hætta þurfti við atlöguna að toppi fjallsins. Í fyrstu sagði John Snorri að ástæðan væri sú að tveir meðlima hópsins hafi ekki treyst sér til þess að halda áfram, sökum persónulegra ástæðna. Í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið nokkrum vikum síðar fór John Snorri nánar yfir ástæður þess að hætt var við að klífa upp á topp. Þar lýsti hann grun sínum á því að ekki hafi allir leiðangursmenn verið með í för af heilum hug, þar á meðal áðurnefndur Mingma. „Það vantaði allan kraft í hann, [Mingma] ég upplifði hann í ekki nógu góðu formi og þreyttan,“ var haft eftir John Snorra í Morgunblaðinu. Í bréfi sem Thomasz Rotar, félagi John Snorra í leiðangrinum birti, voru einnig settar spurningar við það af hverju vegabréfsáritun Mingma og félagi hafi gilt í styttri tíma en reiknað var með að þyrfti í alla ferðina. Auk þess sagði Tomasz frá því að í ljós hafi komið að matarbirgðirnar sem hópurinn hafði með sér í grunnbúðirnar dugðu einungis fyrir hópinn í einn mánuð, en það hafi verið Mingma G. sem sá um að panta matarbirgðirnar. Vel undirbúinn í þetta skiptið Í færslu á Facebook segist Mingma hafa dregið ýmsa lærdóma af síðustu vetrarferð á K2, og að nú verði snúið aftur eftir „fullan undirbúning“. Ef marka má orð Mimga í viðtali vegna ferðar sinnar nú er ljóst að hann og John Snorri munu hittast á nýjan leik á fjallinu, en þar sagði Mingma að allir hóparnir fjórir yrðu að vinna saman þegar á fjallið væri komið. Í færslu á Facebook-segist Mingma einnig reikna með að vera í grunnbúðunum þann 20. desember og hefja undirbúning og klifur eftir því sem veður leyfir. Mikill ævintýramaður stýrir þeim fjórða Leiðtogi fjórða og síðasta hópsins er Nirmal Purja sem var afar upptekinn á síðasta ári. Þá klifraði hann upp á topp þeirra fjórtán tinda sem ná átta þúsund metra eða meira yfir sjávarmál á rétt rúmlega hálfu ári. Í umfjöllun Adventure Journal segir reyndar að litlar upplýsingar hafi fengist um fyrirhugaða ferð Purja upp á K2, annað en það að hann ætli sér ekki að notast við aukasúrefni, auk þess sem að hann hafi hug á því fljúga niður af toppi fjallsins með svifvængjum. As I’m moving into the second year of my professional mountaineering career, I want to keep pushing the boundaries of human potential with another yet ultimate challenge: #K2winter expedition. I hope you are as excited as I am. Find more information on https://t.co/aCMzWSN9oD🙌🏽 pic.twitter.com/S2veShOjAw— Nirmal Purja MBE (@nimsdai) November 26, 2020 Ef marka má Facebook-síðu hans var hann staddur í Nepal við æfingar fyrir nokkrum dögum. Það gæti því stefnt í kapphlaup um það á næstu vikum hver fær titilinn fyrsti fjallagarpurinn til þess að klífa K2 að vetrarlagi. Fjallamennska Nepal Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Snælduvitlaust veður í grunnbúðunum hjá John Snorra „Veðrið var klikkað í nótt og sum tjöldin þar á meðal eldhústjaldið sprungu,“ segir John Snorri Sigurjónsson fjallgöngukappi. Hópur hans kom í grunnbúðir í gær og bar sig vel. Veðrið í nótt fór hins vegar illa með nýuppsettar búðir. 6. desember 2020 22:53 Lofar konunni sinni að koma heim Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson segist hafa gefið eiginkonu sinni loforð um að koma heim úr svaðilför sinni. Hann ætlar að taka ákvarðanir sínar í klifrinu út frá því. Það drífur hann áfram að sjá íslenska fánann á toppi K2. 23. nóvember 2020 11:27 John Snorri reynir aftur við K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson ætlar að verða fyrstur til að klífa næsthæsta fjall heims að vetrarlagi. 22. nóvember 2020 11:46 John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Vakin er athygli á þessu á fjallamennskuvefnum Adventure Journal þar sem segir að hlíðar K2, næsthæsta fjalls heims, gætu orðið nokkuð fjölmennar á næstu vikum og mánuðum. Ýmsir hafa reynt við hinn 8.611 metra háa topp fjallsins að vetri til, án árangurs hingað til. Segir í frétt Adventure Journal að litið sé á þetta afrek sem síðasta afrekið í fjallamennsku í Himalaja-fjöllunum sem eftir eigi að vinna. John Snorri virðist lengst kominn Af þeim hópum sem ætla sér að reyna að klífa K2 þetta vetrartímabilið virðist John Snorri vera lengst kominn. Þar á eftir er hópur Mingma Gyalje, en í færslu á Facebook segir hann að það sé af og frá að einhvers konar keppni sé á milli hópanna fjögurra, það lýsi sér best í því að hóparnir stefni á tindinn á mismunandi tímum eftir eigin áætlunum. John Snorri á toppi K3 árið 2017.Lífsspor Fjölmennur hópur á vegum Seven Summit virðist einnig stefna á fjallið öðru hvorum megin við áramót, en óvíst er um tímalínu fjórða hópsins. Litið er á tímabilið frá byrjun desember til febrúarloka sem vetrartímabilið á K2 og er það sá gluggi sem garparnir hafa til þess að komast upp. En þrátt fyrir að undirbúningur John Snorra sé vel á veg kominn í fjallinu sjálfu segir það í raun lítið um hvort að hann sé þá „í fyrsta sæti“ af hópunum fjórum eins og staðan er núna, ef svo mætti að orði komast. Það er ekki í raun fyrr en um miðjan janúar sem reiknað er með að atlagan að tindinum hefjist. Þannig reiknar John Snorri með um mánuði í undirbúningsvinnu í fjallinu áður en reynt er við toppinn. Smám saman munu svo hinir hóparnir bætast við og miðað við stærð eins þeirra gæti orðið þröngt á þingi á fjallinu á næstu vikum og mánuðum. Er í grunnbúðunum John Snorri er nú staddur í grunnbúðum K2, í um 4.900 metra bæ þar sem bækistöðvarnar verða næstu vikur og mánuði á meðan þeir feta sig upp fjallið. Með John Snorra í för eru feðgar frá Pakistan, þrautreyndir fjallgöngumenn. Miðað við nýjustu uppfærslu Johns Snorra er næsta skref að komast í ABC-búðirnar svokölluðu í 5.400 metra hæð, en gluggi til að hefja þá vegferð opnast í dag. Um sextíu manns verða á fjallinu Sem fyrr segir kemur fram í umfjöllun Adventure Journal að John Snorri sé langt í frá sá eini sem ætli sér að vera fyrstur upp á topp K2 að vetrarlagi. Þannig sé 45 manna hópur á vegum Seven Summit Trek með ferð á dagskránni á næstunni. Sá hópur inniheldur 21 Sjerpa og 24 viðskiptavini en ef marka má Facebook-síðu fyrirtækisins er undirbúningur á ferðinni í fullum gangi. Sjerpar á vegum fyrirtækisins eru þegar mættir, búnaður kominn í grunnbúðirnar og reiknað með að viðskiptavinirnir mæti á svæðið fyrir áramót. Hinir hóparnir tveir eru öllu minni en samanlagt má reikna með að um 60 manns verði á fjallinu þetta vetrartímabilið. Þannig hyggst Sjerpinn Mingma Gyalje, leiðsögumaðurinn sem var með John Snorra fyrir um ári síðan þegar hann reyndi við K2 síðast, freista þess að komast upp á topp. Ósáttur við viðskiptin við Mingma eftir síðustu ferð Mingma er nú í Pakistan að undirbúa atlöguna en í viðtali sagðist hann reikna með að hefja fjallgönguna um miðjan desember. Hann er á ferð með tveimur öðrum Sjerpum. Í umfjöllun Adventure Journal segir að þeir þrír ætli sér að klifra upp fjallið án aðstoðar aukasúrefnis. Töluvert var fjallað um síðustu ferð Johns Snorra á K2 fyrir um ári síðan. Hætta þurfti við atlöguna að toppi fjallsins. Í fyrstu sagði John Snorri að ástæðan væri sú að tveir meðlima hópsins hafi ekki treyst sér til þess að halda áfram, sökum persónulegra ástæðna. Í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið nokkrum vikum síðar fór John Snorri nánar yfir ástæður þess að hætt var við að klífa upp á topp. Þar lýsti hann grun sínum á því að ekki hafi allir leiðangursmenn verið með í för af heilum hug, þar á meðal áðurnefndur Mingma. „Það vantaði allan kraft í hann, [Mingma] ég upplifði hann í ekki nógu góðu formi og þreyttan,“ var haft eftir John Snorra í Morgunblaðinu. Í bréfi sem Thomasz Rotar, félagi John Snorra í leiðangrinum birti, voru einnig settar spurningar við það af hverju vegabréfsáritun Mingma og félagi hafi gilt í styttri tíma en reiknað var með að þyrfti í alla ferðina. Auk þess sagði Tomasz frá því að í ljós hafi komið að matarbirgðirnar sem hópurinn hafði með sér í grunnbúðirnar dugðu einungis fyrir hópinn í einn mánuð, en það hafi verið Mingma G. sem sá um að panta matarbirgðirnar. Vel undirbúinn í þetta skiptið Í færslu á Facebook segist Mingma hafa dregið ýmsa lærdóma af síðustu vetrarferð á K2, og að nú verði snúið aftur eftir „fullan undirbúning“. Ef marka má orð Mimga í viðtali vegna ferðar sinnar nú er ljóst að hann og John Snorri munu hittast á nýjan leik á fjallinu, en þar sagði Mingma að allir hóparnir fjórir yrðu að vinna saman þegar á fjallið væri komið. Í færslu á Facebook-segist Mingma einnig reikna með að vera í grunnbúðunum þann 20. desember og hefja undirbúning og klifur eftir því sem veður leyfir. Mikill ævintýramaður stýrir þeim fjórða Leiðtogi fjórða og síðasta hópsins er Nirmal Purja sem var afar upptekinn á síðasta ári. Þá klifraði hann upp á topp þeirra fjórtán tinda sem ná átta þúsund metra eða meira yfir sjávarmál á rétt rúmlega hálfu ári. Í umfjöllun Adventure Journal segir reyndar að litlar upplýsingar hafi fengist um fyrirhugaða ferð Purja upp á K2, annað en það að hann ætli sér ekki að notast við aukasúrefni, auk þess sem að hann hafi hug á því fljúga niður af toppi fjallsins með svifvængjum. As I’m moving into the second year of my professional mountaineering career, I want to keep pushing the boundaries of human potential with another yet ultimate challenge: #K2winter expedition. I hope you are as excited as I am. Find more information on https://t.co/aCMzWSN9oD🙌🏽 pic.twitter.com/S2veShOjAw— Nirmal Purja MBE (@nimsdai) November 26, 2020 Ef marka má Facebook-síðu hans var hann staddur í Nepal við æfingar fyrir nokkrum dögum. Það gæti því stefnt í kapphlaup um það á næstu vikum hver fær titilinn fyrsti fjallagarpurinn til þess að klífa K2 að vetrarlagi.
Fjallamennska Nepal Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Snælduvitlaust veður í grunnbúðunum hjá John Snorra „Veðrið var klikkað í nótt og sum tjöldin þar á meðal eldhústjaldið sprungu,“ segir John Snorri Sigurjónsson fjallgöngukappi. Hópur hans kom í grunnbúðir í gær og bar sig vel. Veðrið í nótt fór hins vegar illa með nýuppsettar búðir. 6. desember 2020 22:53 Lofar konunni sinni að koma heim Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson segist hafa gefið eiginkonu sinni loforð um að koma heim úr svaðilför sinni. Hann ætlar að taka ákvarðanir sínar í klifrinu út frá því. Það drífur hann áfram að sjá íslenska fánann á toppi K2. 23. nóvember 2020 11:27 John Snorri reynir aftur við K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson ætlar að verða fyrstur til að klífa næsthæsta fjall heims að vetrarlagi. 22. nóvember 2020 11:46 John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Snælduvitlaust veður í grunnbúðunum hjá John Snorra „Veðrið var klikkað í nótt og sum tjöldin þar á meðal eldhústjaldið sprungu,“ segir John Snorri Sigurjónsson fjallgöngukappi. Hópur hans kom í grunnbúðir í gær og bar sig vel. Veðrið í nótt fór hins vegar illa með nýuppsettar búðir. 6. desember 2020 22:53
Lofar konunni sinni að koma heim Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson segist hafa gefið eiginkonu sinni loforð um að koma heim úr svaðilför sinni. Hann ætlar að taka ákvarðanir sínar í klifrinu út frá því. Það drífur hann áfram að sjá íslenska fánann á toppi K2. 23. nóvember 2020 11:27
John Snorri reynir aftur við K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson ætlar að verða fyrstur til að klífa næsthæsta fjall heims að vetrarlagi. 22. nóvember 2020 11:46
John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43