Hvetja Evrópubúa til grímunotkunar í jólaboðum Sylvía Hall skrifar 16. desember 2020 18:39 WHO hvetur til frekari grímunotkunar. AP/Cecilia Fabiano Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir útlit fyrir aðra bylgju í Evrópu snemma árs 2021 ef áfram heldur sem horfir, enda fari smitum ört fjölgandi. Stofnunin hvetur því fólk til þess að auka grímunotkun og nota grímur einnig í jólaboðum með fjölskyldu yfir hátíðirnar. Fjöldi Evrópuríkja hefur tilkynnt hertar aðgerðir vegna stöðu kórónuveirufaraldursins. Þýskaland kynnti hertari aðgerðir í dag og hefur nú verið lokað fyrir alla verslun og þjónustu, að matvöruverslunum og bönkum undanskildum. Veitingastaðir, barir og aðrir samkomusalir hafa verið lokaðir síðan í nóvember en skólum verður einnig lokað nú eftir að aðgerðir voru hertar. Þá kynnti Danmörk einnig hertar aðgerðir í dag og er verslunum, öðrum en matvörubúðum og apótekum, gert að loka fram yfir áramót. Mest mega tíu manns koma saman en þó biðlaði Mette Frederiksen forsætisráðherra til fólks að líta ekki á það sem viðmið. Fólk ætti heilt yfir að umgangast sem fæsta. Halda fjölskyldusamkomur utandyra ef mögulegt Í yfirlýsingu frá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru einstaklingar, fjölskyldur og samfélög í heild sinni beðin um að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fólk eigi að forðast samkomur innandyra, enda hafi það ýtt undir frekari útbreiðslu yfir vetrarmánuðina. Því er biðlað til fólks að halda fjölskyldusamkomur utandyra ef slíkur möguleiki er fyrir hendi. Ef fólk hittist innandyra eigi það helst að nota grímur og huga að fjarlægðartakmörkunum. „Ykkur gæti fundist vandræðalegt að nota grímur og halda fjarlægð með vinum og fjölskyldu, en slíkt eykur líkurnar á því að allir verði öruggir og heilbrigðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Viðkvæmir hópar eða eldri vinir og ættingjar gætu átt erfitt með að biðja ástvini um að halda fjarlægð, sama þó þeir upplifi kvíða eða áhyggjur. Sýnið tillit til þess sem aðrir gætu verið að upplifa og þeirra erfiðu ákvarðana sem þau gætu þurft að taka.“ Jólin verða óvenjuleg í ár.Getty Bóluefni í augsýn Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í morgun að öll aðildarríki sambandsins ættu að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni sama daginn. Ekki er þó ljóst hvaða dag það verður. Með þessu myndu ríkin sýna fram á samstöðu sín á milli, en bólusetningar eru þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að fundi, þar sem afstaða verði tekin um hvort að veita skuli markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer, yrði flýtt til 21. desember. Upphaflega stóð til að fundur stofnunarinnar yrði haldinn 29. desember. Á Þorláksmessu, 23. desember, mun framkvæmdastjórn ESB svo taka endanlega ákvörðun um markaðsleyfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja hefur tilkynnt hertar aðgerðir vegna stöðu kórónuveirufaraldursins. Þýskaland kynnti hertari aðgerðir í dag og hefur nú verið lokað fyrir alla verslun og þjónustu, að matvöruverslunum og bönkum undanskildum. Veitingastaðir, barir og aðrir samkomusalir hafa verið lokaðir síðan í nóvember en skólum verður einnig lokað nú eftir að aðgerðir voru hertar. Þá kynnti Danmörk einnig hertar aðgerðir í dag og er verslunum, öðrum en matvörubúðum og apótekum, gert að loka fram yfir áramót. Mest mega tíu manns koma saman en þó biðlaði Mette Frederiksen forsætisráðherra til fólks að líta ekki á það sem viðmið. Fólk ætti heilt yfir að umgangast sem fæsta. Halda fjölskyldusamkomur utandyra ef mögulegt Í yfirlýsingu frá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru einstaklingar, fjölskyldur og samfélög í heild sinni beðin um að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fólk eigi að forðast samkomur innandyra, enda hafi það ýtt undir frekari útbreiðslu yfir vetrarmánuðina. Því er biðlað til fólks að halda fjölskyldusamkomur utandyra ef slíkur möguleiki er fyrir hendi. Ef fólk hittist innandyra eigi það helst að nota grímur og huga að fjarlægðartakmörkunum. „Ykkur gæti fundist vandræðalegt að nota grímur og halda fjarlægð með vinum og fjölskyldu, en slíkt eykur líkurnar á því að allir verði öruggir og heilbrigðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Viðkvæmir hópar eða eldri vinir og ættingjar gætu átt erfitt með að biðja ástvini um að halda fjarlægð, sama þó þeir upplifi kvíða eða áhyggjur. Sýnið tillit til þess sem aðrir gætu verið að upplifa og þeirra erfiðu ákvarðana sem þau gætu þurft að taka.“ Jólin verða óvenjuleg í ár.Getty Bóluefni í augsýn Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í morgun að öll aðildarríki sambandsins ættu að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni sama daginn. Ekki er þó ljóst hvaða dag það verður. Með þessu myndu ríkin sýna fram á samstöðu sín á milli, en bólusetningar eru þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að fundi, þar sem afstaða verði tekin um hvort að veita skuli markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer, yrði flýtt til 21. desember. Upphaflega stóð til að fundur stofnunarinnar yrði haldinn 29. desember. Á Þorláksmessu, 23. desember, mun framkvæmdastjórn ESB svo taka endanlega ákvörðun um markaðsleyfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07