Geta fagnað tveimur sigrum í lokamóti ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2020 14:00 Jin Young Ko endaði tímabilið frábærlega á lokamótinu í fyrra og þurfti hjálp til að halda á öllum verðlaununum sínum eftir að hafa unnið Group Tour Championship mótið og tryggt sér titilinn kylfingur ársins. Getty/Sam Greenwood Lokamót ársins á LPGA mótaröðinni í golfi hefst í dag en það verður ekki aðeins keppt um sigur á mótinu heldur einnig um það að verða kylfingur ársins. Það er stórt stórra högga á milli í kvennagolfinu því aðeins þremur dögum eftir hið æsispennandi opna bandaríska meistaramót er komið að öðru stóru móti. Bestu kvenkylfingar heimsins enda árið með keppni á Group Tour Championship mótinu á næstu dögum en fyrsti keppnisdagurinn er í dag. Á mótinu keppa þeir kylfingar sem hafa náð bestum árangri á árinu og sigurvegarinn fær eina og hálfa milljón Bandaríkjadala eða meira en 190 milljónir íslenskra króna. Mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Golf stöðinni en útsendingin hefst klukkan 18.00. Mótið er spilað hjá Tiburón golfklúbbnum í Naples á Flórída. #Rolex WWGR Updated Top :1 Jin Young Ko2 @SY_KIM_lpga3 @InbeePark 4 @daniellekang5 @NellyKorda 6 @BrookeHenderson7 @nasagolf73558 @minjeegolf9 Hyo Joo Kim Sung Hyun ParkThe top eight are all in this week's @CMEGroupLPGA. pic.twitter.com/waCsejomZF— LPGA Media (@LPGAMedia) December 15, 2020 Það verður örugglega mikil athygli á einum ákveðnum ráshópi á þessu móti en þar spila tvær öflugar konur sem eiga möguleika að fagna tveimur sigrum í lokamóti ársins. Suður-kóresku kylfingarnir Inbee Park og Sei Young Kim munu ekki aðeins keppa um sigurinn á CME Group Tour Championship mótinu á næstu dögum því gengi þeirra þar mun ráða því hvor þeirra veður Rolex kylfingur ársins. Inbee Park vann sitt síðasta mót í febrúar eða fyrir kórónuveirufaraldurinn en hún er samt sem áður efst á stigalistanum í baráttunni um CME Globe verðlaunin. Park hefur ekki unnið mótin en hún hefur sýnt mikinn stöðugleika með því að komast sjö sinnum á topp tíu á mótum ársins. Park átti líka flottan lokahring á opna bandaríska á mánudaginn sem kom henni upp í sjötta sætið. Inbee Park, the only LPGA Hall of Famer currently playing full-time on tour, said being 2020's Rolex Player of the Year would be a nice souvenir." https://t.co/M5SwfKKWVZ— Golfweek (@golfweek) December 16, 2020 Park er með sex stiga forskot á löndu sína Sei Young Kim. Sei Young Kim vann vann PGA-risamótið í október og Pelíkanmótið strax á eftir. Árangur þeirra á Group Tour Championship mótinu mun ráða því hvor endar ofar í baráttunni um að verða besti Rolex kylfingur ársins. Kim má ekki enda neðar en í fimmta sætið ætli hún að ná Park en það eru einnig möguleiki á að þær endi jafnar og deili verðlaunum. Þær yrðu þannig jafnar ef Kim yrði í öðru sæti og Park í því fimmta. Alveg eins ef Park yrði áttunda en Kim tæki þriðja sætið og eða Park verður í tíunda sæti og Kim endar í því fjórða. "It's not really about the results. Just the opportunity that we get is very special."@InbeePark | @CMEGroupLPGA pic.twitter.com/ZdnhZqTN2U— LPGA (@LPGA) December 17, 2020 Danielle Kang á reyndar líka möguleika en hún er í þriðja sæti á stigalistanum, 25 stigum á eftir Park. Kang tæki titilinn kylfingur ársins ef hún nær að vinna lokamótið á sama tíma og Kim enda í þriðja sætið eða neðar og Park endar í sjötta sæti eða neðar. Inbee Park hefur unnið þennan titil áður en það gerði hún árið 2013. The $1.5 million putt @SY_KIM_lpga won the 2019 @CMEGroupLPGA with this clutch birdie putt on the 72nd hole #LPGALookback pic.twitter.com/JXPXAbrIki— LPGA (@LPGA) December 17, 2020 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það er stórt stórra högga á milli í kvennagolfinu því aðeins þremur dögum eftir hið æsispennandi opna bandaríska meistaramót er komið að öðru stóru móti. Bestu kvenkylfingar heimsins enda árið með keppni á Group Tour Championship mótinu á næstu dögum en fyrsti keppnisdagurinn er í dag. Á mótinu keppa þeir kylfingar sem hafa náð bestum árangri á árinu og sigurvegarinn fær eina og hálfa milljón Bandaríkjadala eða meira en 190 milljónir íslenskra króna. Mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Golf stöðinni en útsendingin hefst klukkan 18.00. Mótið er spilað hjá Tiburón golfklúbbnum í Naples á Flórída. #Rolex WWGR Updated Top :1 Jin Young Ko2 @SY_KIM_lpga3 @InbeePark 4 @daniellekang5 @NellyKorda 6 @BrookeHenderson7 @nasagolf73558 @minjeegolf9 Hyo Joo Kim Sung Hyun ParkThe top eight are all in this week's @CMEGroupLPGA. pic.twitter.com/waCsejomZF— LPGA Media (@LPGAMedia) December 15, 2020 Það verður örugglega mikil athygli á einum ákveðnum ráshópi á þessu móti en þar spila tvær öflugar konur sem eiga möguleika að fagna tveimur sigrum í lokamóti ársins. Suður-kóresku kylfingarnir Inbee Park og Sei Young Kim munu ekki aðeins keppa um sigurinn á CME Group Tour Championship mótinu á næstu dögum því gengi þeirra þar mun ráða því hvor þeirra veður Rolex kylfingur ársins. Inbee Park vann sitt síðasta mót í febrúar eða fyrir kórónuveirufaraldurinn en hún er samt sem áður efst á stigalistanum í baráttunni um CME Globe verðlaunin. Park hefur ekki unnið mótin en hún hefur sýnt mikinn stöðugleika með því að komast sjö sinnum á topp tíu á mótum ársins. Park átti líka flottan lokahring á opna bandaríska á mánudaginn sem kom henni upp í sjötta sætið. Inbee Park, the only LPGA Hall of Famer currently playing full-time on tour, said being 2020's Rolex Player of the Year would be a nice souvenir." https://t.co/M5SwfKKWVZ— Golfweek (@golfweek) December 16, 2020 Park er með sex stiga forskot á löndu sína Sei Young Kim. Sei Young Kim vann vann PGA-risamótið í október og Pelíkanmótið strax á eftir. Árangur þeirra á Group Tour Championship mótinu mun ráða því hvor endar ofar í baráttunni um að verða besti Rolex kylfingur ársins. Kim má ekki enda neðar en í fimmta sætið ætli hún að ná Park en það eru einnig möguleiki á að þær endi jafnar og deili verðlaunum. Þær yrðu þannig jafnar ef Kim yrði í öðru sæti og Park í því fimmta. Alveg eins ef Park yrði áttunda en Kim tæki þriðja sætið og eða Park verður í tíunda sæti og Kim endar í því fjórða. "It's not really about the results. Just the opportunity that we get is very special."@InbeePark | @CMEGroupLPGA pic.twitter.com/ZdnhZqTN2U— LPGA (@LPGA) December 17, 2020 Danielle Kang á reyndar líka möguleika en hún er í þriðja sæti á stigalistanum, 25 stigum á eftir Park. Kang tæki titilinn kylfingur ársins ef hún nær að vinna lokamótið á sama tíma og Kim enda í þriðja sætið eða neðar og Park endar í sjötta sæti eða neðar. Inbee Park hefur unnið þennan titil áður en það gerði hún árið 2013. The $1.5 million putt @SY_KIM_lpga won the 2019 @CMEGroupLPGA with this clutch birdie putt on the 72nd hole #LPGALookback pic.twitter.com/JXPXAbrIki— LPGA (@LPGA) December 17, 2020 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira