Al-Arabi leikur til úrslita í fyrsta skipti í 27 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2020 18:00 Aron Einar Gunnarsspon fær vonandi næg tækifæri til að fagna í úrslitaleik morgundagsins. Al-Arabi Íslendingalið Al-Arabi leikur til úrslita í Emír bikarnum á morgun. Þó gengið í deildinni hafi ekki verið gott þá hefur liðinu gengið vel í bikarnum og er leikurinn besti möguleiki liðsins til að komast í Meistaradeild Asíu. Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar eiga erfiðan leik fyrir höndum á Al Rayyan-vellinum á morgun. Verið er að vígja völlinn sem verður notaður fyrir HM 2022. Liðin hafa mæst í bikarúrslitum áður á þessu ári en að þessu sinni er það aðalbikarkeppnin í Katar. Emírinn af Katar, Tamim bin Hamad Al Thani, verður meðal áhorfenda og mun veita verðlaunin. Fyrir fram er mótherji morgundagsins talinn líklegri til afreka en Al-Sadd. Spænska goðsögnin Xavi er við stjórnvölin þar og hefur liðið ekki enn tapað leik í deildinni. Það er svo annar Spánverji sem stýrir spili liðsins inn á vellinum en Santi Cazorla, fyrrum leikmaður Arsenal og Villareal, gekk í raðir Al-Sadd fyrir tímabilið. Það kemur því ekki á óvart að þegar níu umferðum er lokið trónir liðið á toppi deildarinnar með átta sigra og eitt jafntefli. Heimir þekkir það vel að fara inn í leiki gegn liðum sem eru talin betri á pappír og það sama má segja um landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson. # 18 2020 7:00 # _ # _ # _ @QFA @roadto2022 pic.twitter.com/o2p9nR3Mpz— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 17, 2020 Það má því vonandi reikna með hörkuleik en eins og áður sagði þá er mikið undir þar sem sigurvegarinn vinnur sér inn sæti Meistaradeild Asíu. Þangað hefur Al-Arabi ekki komist á þessari höld. Ásamt Heimi eru þeir Freyr Alexandersson og Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi Al-Arabi. Það má því reikna með íslensku yfirbragði á leik liðsins á morgun. Fótbolti Katarski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar eiga erfiðan leik fyrir höndum á Al Rayyan-vellinum á morgun. Verið er að vígja völlinn sem verður notaður fyrir HM 2022. Liðin hafa mæst í bikarúrslitum áður á þessu ári en að þessu sinni er það aðalbikarkeppnin í Katar. Emírinn af Katar, Tamim bin Hamad Al Thani, verður meðal áhorfenda og mun veita verðlaunin. Fyrir fram er mótherji morgundagsins talinn líklegri til afreka en Al-Sadd. Spænska goðsögnin Xavi er við stjórnvölin þar og hefur liðið ekki enn tapað leik í deildinni. Það er svo annar Spánverji sem stýrir spili liðsins inn á vellinum en Santi Cazorla, fyrrum leikmaður Arsenal og Villareal, gekk í raðir Al-Sadd fyrir tímabilið. Það kemur því ekki á óvart að þegar níu umferðum er lokið trónir liðið á toppi deildarinnar með átta sigra og eitt jafntefli. Heimir þekkir það vel að fara inn í leiki gegn liðum sem eru talin betri á pappír og það sama má segja um landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson. # 18 2020 7:00 # _ # _ # _ @QFA @roadto2022 pic.twitter.com/o2p9nR3Mpz— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 17, 2020 Það má því vonandi reikna með hörkuleik en eins og áður sagði þá er mikið undir þar sem sigurvegarinn vinnur sér inn sæti Meistaradeild Asíu. Þangað hefur Al-Arabi ekki komist á þessari höld. Ásamt Heimi eru þeir Freyr Alexandersson og Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi Al-Arabi. Það má því reikna með íslensku yfirbragði á leik liðsins á morgun.
Fótbolti Katarski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira