Norðmaðurinn hefur verið duglegur að tjá sig um brottreksturinn eftir að hann fyrst tjáði sig en hann tjáði sig fyrst í samtali við TV3 Sport í síðasta mánuði.
Ståle fékk sparkið í október og sló það marga en Ragnar Sigurðsson og samherjar í FCK höfðu ekki byrjað tímabilið vel í Danmörku. Aðspurður hver hafði stungið hann í bakið svaraði Ståle:
„Ég veit hver gerði það. Ég er með góða mynd af því - hver svo sem hefur tekið loka ákvörðunina. Þetta truflar mig ekki og er ekki vandamál fyrir mig,“ sagði Ståle.
Ståle: Ved vel godt hvem der stak mig i ryggen https://t.co/EmyAxAC1p0
— bold.dk (@bolddk) December 17, 2020
„Vandamálið er að við höfðum unnið daga og nætur með eitt verkefni í svona langan tíma og það var ekki tími fyrir hálft ár í viðbót. Þetta endaði þó með silfri og átta liða úrslitum í Evrópudeildinni með liði frá Skandinavíu.“
„Við höfðum byrjað tímabilið illa en það eru góðar skýringar þar á. Kórónuveirufaraldurinn, við höfðum ekkert undirbúningstímabil því við spiluðum í Köln og byrjuðum svo strax annað tímabil,“ sagði Norðmaðurinn.
Hann bætti því svo við að hann muni sakna þess að þjálfa í Parken á sunnudögum sem og búa til „Evrópu minningar“ með FCK. Hann sé þó nú einbeittur á verkefnið með Noregi þar sem hann er arftaki Lars Lagerback.