Á vefsíðunni Newsweek er búið að taka saman hundrað bestu einstöku sjónvarpsþættina og komst þáttur af Latabæ á listann.
Um er að ræða þátt sem fór í loftið árið 2014 og ber heitið Draumalið Glanna Glæps. Þátturinn er með 9,9 í einkunn á IMDB en allir þættirnir á listanum þurftu að vera með yfir fimm þúsund umsagnir til að komast á listann.
Eins og alþjóð veit var það Stefán Karl Stefánsson sem fór með hlutverk Glanna Glæps og hitti hann heldur betur í mark sem sá karakter. Stefán féll frá í ágúst árið 2018 eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Latibær er sköpunarverk Magnúsar Scheving og voru þættirnir í loftinu á árunum 2002-2014.
Besti einstaki þáttur sögunnar er úr Breaking Bad þáttunum og er það 14. þátturinn í fimmtu seríunni. Alls voru 16 þættir í þeirri lokaþáttaröð en þátturinn sjálfur heitir Ozymandias.
Næstbesti þáttur sögunnar er þátturinn Battle of the Bastards sem er næstsíðasti þátturinn í sjötti þáttaröðinni af Game of Thrones. Alls voru framleiddar átta seríur af Game of Thrones á árunum 2011-2019.
Bæði Breaking Bad og Game of Thrones eiga fjölmarga þætti á listanum.