Örlítill grenjandi minnihluti Steingríms er mikill minnihluti Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2020 10:08 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis birti snakillan pistil í Morgunblaðinu í dag. visir/vilhelm Athyglisverðar orðskýringar Steingríms J. Sigfússonar vekja athygli. „Ekki stendur hugur minn til þess að hefja ritdeilu við Guðna Ágústsson,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. En að því sögðu hellir forseti þingsins sér yfir Guðna, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, þannig að ólíklegt er annað en Guðni vilji láta við svo búið standa. Steingrímur segir téða grein Guðna sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni, sem snýst um umdeilt frumvarp um hálendið, í upphöfnum alhæfingastíl. Meintur þvættingur Guðna „Þó er það kannski ábyrgðarhlutur að láta ómótmælt slíku samsafni af rökleysum og þvættingi sem fram kemur í greininni þegar nafn manns kemur þar fyrir innan um í hrærigrautnum,“ skrifar Steingrímur gramur og heldur áfram að hella úr skálum reiði sinnar yfir Guðna: „Guðni hefur í skrifum sínum að undanförnu erfiðað nokkuð við að selja mönnum þá kenningu að hann sé sérstakur verndari bænda og landbúnaðarins. Eigum við þá kannski að skoða við tækifæri arfleifð hans sem landbúnaðarráðherra og breytingar á jarðalögum í hans tíð? Nóg um það en víkjum að því sem sannleikans vegna verður að lágmarki að leiðrétta í grein Guðna.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hellir sér yfir Guðna Ágústsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og segir jafnframt að misskilnings gæti varðandi umdeild ummæli hans um örlítinn grenjandi minnihluta.skjáskot Morgunblaðið En þó Steingrímur beini spjótum sínum að Guðna virðist tilgangur hans með greinarskrifunum ekki síst sá að reyna að hella olíu á öldur er varða ummæli hans um þá sem hafa lýst yfir andstöðu sinni við hið umdeilda hálendisfrumvarp. En grein hans gæti allt eins reynst olía á eldinn. Menn ekki að skilja þetta með minnihlutann rétt Þar talaði Steingrímur um að þar færi örlítill grenjandi minnihluti en þau ummæli féllu vægast sagt og víða í afar grýttan jarðveg. Fjölmargir hafa notað sérstakan ramma við einkennismyndir sínar á Facebook þar sem segir „Örlítill grenjandi minnihluti“ og svo mjög fór þetta fyrir brjóst fólks um land allt að stofnuð hefur verið sérstök síða undir þeirri yfirskrift. Steingrímur segir þetta örlítinn og smávægilegan misskilning. Hann hafi alls ekki verið að meina það eins og menn skilja: „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það.“ Guðni Ágústsson fær það óþvegið frá forseta Alþingis.Alþingi Steingrímur segist alls ekki hafa verið að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu ... „þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minnihluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa aðila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til. Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóðgarðs.“ Hvort þeir aðrir en Guðni sem furðuðu sig á ræðu Steingríms og töldu orð hans blöskranleg taki þessar orðskýringar Steingríms góðar og gildar, eða hvort forseti Alþingis nær að beina athyglinni frá ræðu sinni og að Guðna, verður að koma í ljós. Alþingi Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
„Ekki stendur hugur minn til þess að hefja ritdeilu við Guðna Ágústsson,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. En að því sögðu hellir forseti þingsins sér yfir Guðna, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, þannig að ólíklegt er annað en Guðni vilji láta við svo búið standa. Steingrímur segir téða grein Guðna sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni, sem snýst um umdeilt frumvarp um hálendið, í upphöfnum alhæfingastíl. Meintur þvættingur Guðna „Þó er það kannski ábyrgðarhlutur að láta ómótmælt slíku samsafni af rökleysum og þvættingi sem fram kemur í greininni þegar nafn manns kemur þar fyrir innan um í hrærigrautnum,“ skrifar Steingrímur gramur og heldur áfram að hella úr skálum reiði sinnar yfir Guðna: „Guðni hefur í skrifum sínum að undanförnu erfiðað nokkuð við að selja mönnum þá kenningu að hann sé sérstakur verndari bænda og landbúnaðarins. Eigum við þá kannski að skoða við tækifæri arfleifð hans sem landbúnaðarráðherra og breytingar á jarðalögum í hans tíð? Nóg um það en víkjum að því sem sannleikans vegna verður að lágmarki að leiðrétta í grein Guðna.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hellir sér yfir Guðna Ágústsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og segir jafnframt að misskilnings gæti varðandi umdeild ummæli hans um örlítinn grenjandi minnihluta.skjáskot Morgunblaðið En þó Steingrímur beini spjótum sínum að Guðna virðist tilgangur hans með greinarskrifunum ekki síst sá að reyna að hella olíu á öldur er varða ummæli hans um þá sem hafa lýst yfir andstöðu sinni við hið umdeilda hálendisfrumvarp. En grein hans gæti allt eins reynst olía á eldinn. Menn ekki að skilja þetta með minnihlutann rétt Þar talaði Steingrímur um að þar færi örlítill grenjandi minnihluti en þau ummæli féllu vægast sagt og víða í afar grýttan jarðveg. Fjölmargir hafa notað sérstakan ramma við einkennismyndir sínar á Facebook þar sem segir „Örlítill grenjandi minnihluti“ og svo mjög fór þetta fyrir brjóst fólks um land allt að stofnuð hefur verið sérstök síða undir þeirri yfirskrift. Steingrímur segir þetta örlítinn og smávægilegan misskilning. Hann hafi alls ekki verið að meina það eins og menn skilja: „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það.“ Guðni Ágústsson fær það óþvegið frá forseta Alþingis.Alþingi Steingrímur segist alls ekki hafa verið að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu ... „þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minnihluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa aðila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til. Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóðgarðs.“ Hvort þeir aðrir en Guðni sem furðuðu sig á ræðu Steingríms og töldu orð hans blöskranleg taki þessar orðskýringar Steingríms góðar og gildar, eða hvort forseti Alþingis nær að beina athyglinni frá ræðu sinni og að Guðna, verður að koma í ljós.
Alþingi Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira