Thorsen er samherji Kjartans Henry Finnbogasonar og Ágústs Eðvalds Hlynssonar hjá danska úrvalsdeildarliðinu en hann er þrítugur miðjumaður.
Hann gekkst nefnilega undir aðgerð 27. nóvember vegna eistnakrabbameins. Hann segir í samtali við fjölmiðla að hann hafi það gott eftir aðgerðina.
Hann bætti einnig við að þetta hafi tekið meira á hans nánustu ættingja en hann sjálfan. Hann mun gangast reglulega undir skoðun næstu fimm árin vegna meinsins.
Thorsen hefur spilað níu leiki á þessari leiktíð en óvíst er hvenær hann snýr aftur út á völlinn með Íslendingaliðinu. Horsens er í 11. sætinu í Danmörku, næst neðsta dönsku úrvalsdeildarinnar, með sex stig.
Jonas Thorsen blev opereret for testikelkræft den 27. november, og alt gik planmæssigt #sldk https://t.co/KLRPOn9ME7 pic.twitter.com/fbHToCa899
— AC Horsens (@AC_Horsens) December 18, 2020