Verður 2021 ár byltingar kvenna á landsbyggðinni? Annas Jón Sigmundsson skrifar 19. desember 2020 09:00 Nú eru að birtast fréttir um töluvert af frambærilegum konum sem eru að sækjast eftir sætum ofarlega á lista hjá stjórnmálaflokkum á höfuðborgarsvæðinu. Minna er hins vegar af fréttum um konur sem ætla að bjóða sig fram á landsbyggðinni. Eina fréttin reyndar um tilkynnt framboð á landsbyggðinni er að Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði sækist eftir oddvitasæti Viðreisnar í norðvesturkjördæmi og óska ég honum velfarnaðar. Jónas Hlíðar Vilhelmsson, frændi minn og Bolvíkingur líkt og Guðmundur, setti fram þá kenningu við mig nýlega að höfuðborginni sé stjórnað af velmenntuðum konum á aldrinum 30-50 ára. Landsbyggðinni sé hins vegar stjórnað af karlmönnum á aldrinum 50 til 70 ára. Ég held að það sé margt til í þessu hjá honum. Þetta er að minnsta kosti áhugaverð kenning fyrir áhugafólk um stjórnmál. Tölfræði varðandi þingmenn í norðvestur, norðaustur og suðurkjördæmi. 18 karlmenn (meðalaldur 54 ára) og 10 konur (meðalaldur 52 ára). Það myndu flestir telja þetta töluverðan kynjahalla? Átta af þessum 18 karlkyns þingmönnum eru á sjötugs eða áttræðisaldri. Þessi kjördæmi eru með 4 ráðherra. Þrír þeirra eru karlkyns og aðeins ein kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Aðsend Konur geta samt huggað sig við það að það er einn staður sem toppar þetta kynjahlutfall allverulega og er nátengdur helstu atvinnugrein þessara kjördæma. Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er skipuð 19 karlmönnum og ENGRI konu. Já. Þetta er dagsatt. Þeim til happs er SFS þó með frábæra konu sem framkvæmdastjóra sem hefur staðið sig vel í krefjandi starfi. Líklega myndi það ekki skaða ásýnd félagsins út á við að jafna kynjahlutfallið eitthvað aðeins. Ég hvet hér með konur til að bjóða sig fram í þessum kjördæmum og koma með áhersluatriði er varðar þeirra þarfir. Þær munu tryggja þessum kjördæmum betri búsetuskilyrði á næstu áratugum – öllum til hagsbóta. Það vantar td fleiri vel borguð störf fyrir konur á landsbyggðinni hjá hinu opinbera – þá vantar líka fjölbreyttari einkafyrirtæki sem bjóða upp á velborguð störf fyrir konur. Líklega munu þær nefna eitthvað fleira en sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og álver þó þetta séu vissulega frábærar grunnatvinnustoðir. Allir stjórnmálaflokkar munu hagnast á þessu þegar talið verður upp úr kjörkössunum næsta haust – jöfn kynjahlutföll hljóta að vera skýr krafa. Þegar íbúafjöldi í þessum kjördæmum er skoðaður þá teljast konur 48% af íbúum þar sem eru alls 130 þúsund. Ég myndi vilja sjá að konur á landsbyggðinni myndu gera byltingu árið 2021 til þess að bæta kynjahlutfall í þessum kjördæmum. Hér eru td listi yfir 15 konur sem mér dettur í fljótu bragði í hug sem myndu allar verða FRÁBÆRIR þingmenn í þessum kjördæmum. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Nú eru að birtast fréttir um töluvert af frambærilegum konum sem eru að sækjast eftir sætum ofarlega á lista hjá stjórnmálaflokkum á höfuðborgarsvæðinu. Minna er hins vegar af fréttum um konur sem ætla að bjóða sig fram á landsbyggðinni. Eina fréttin reyndar um tilkynnt framboð á landsbyggðinni er að Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði sækist eftir oddvitasæti Viðreisnar í norðvesturkjördæmi og óska ég honum velfarnaðar. Jónas Hlíðar Vilhelmsson, frændi minn og Bolvíkingur líkt og Guðmundur, setti fram þá kenningu við mig nýlega að höfuðborginni sé stjórnað af velmenntuðum konum á aldrinum 30-50 ára. Landsbyggðinni sé hins vegar stjórnað af karlmönnum á aldrinum 50 til 70 ára. Ég held að það sé margt til í þessu hjá honum. Þetta er að minnsta kosti áhugaverð kenning fyrir áhugafólk um stjórnmál. Tölfræði varðandi þingmenn í norðvestur, norðaustur og suðurkjördæmi. 18 karlmenn (meðalaldur 54 ára) og 10 konur (meðalaldur 52 ára). Það myndu flestir telja þetta töluverðan kynjahalla? Átta af þessum 18 karlkyns þingmönnum eru á sjötugs eða áttræðisaldri. Þessi kjördæmi eru með 4 ráðherra. Þrír þeirra eru karlkyns og aðeins ein kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Aðsend Konur geta samt huggað sig við það að það er einn staður sem toppar þetta kynjahlutfall allverulega og er nátengdur helstu atvinnugrein þessara kjördæma. Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er skipuð 19 karlmönnum og ENGRI konu. Já. Þetta er dagsatt. Þeim til happs er SFS þó með frábæra konu sem framkvæmdastjóra sem hefur staðið sig vel í krefjandi starfi. Líklega myndi það ekki skaða ásýnd félagsins út á við að jafna kynjahlutfallið eitthvað aðeins. Ég hvet hér með konur til að bjóða sig fram í þessum kjördæmum og koma með áhersluatriði er varðar þeirra þarfir. Þær munu tryggja þessum kjördæmum betri búsetuskilyrði á næstu áratugum – öllum til hagsbóta. Það vantar td fleiri vel borguð störf fyrir konur á landsbyggðinni hjá hinu opinbera – þá vantar líka fjölbreyttari einkafyrirtæki sem bjóða upp á velborguð störf fyrir konur. Líklega munu þær nefna eitthvað fleira en sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og álver þó þetta séu vissulega frábærar grunnatvinnustoðir. Allir stjórnmálaflokkar munu hagnast á þessu þegar talið verður upp úr kjörkössunum næsta haust – jöfn kynjahlutföll hljóta að vera skýr krafa. Þegar íbúafjöldi í þessum kjördæmum er skoðaður þá teljast konur 48% af íbúum þar sem eru alls 130 þúsund. Ég myndi vilja sjá að konur á landsbyggðinni myndu gera byltingu árið 2021 til þess að bæta kynjahlutfall í þessum kjördæmum. Hér eru td listi yfir 15 konur sem mér dettur í fljótu bragði í hug sem myndu allar verða FRÁBÆRIR þingmenn í þessum kjördæmum. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun