Óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til Seyðisfjarðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. desember 2020 11:45 Eitt húsanna sem varð fyrir skriðu í gær. Vísir/Egill Ekki liggur fyrir hvenær íbúar Seyðisfjarðar geta snúið aftur til síns heima eftir að bærinn var rýmdur í gærkvöldi. Stórar aurskriður féllu á bæinn og skemmdu minnst tíu hús. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að verið sé að meta aðstæður. Íbúar Seyðisfjarðar haldi því áfram til þar sem þeim var komið fyrir í gærkvöldi, en stærstur hluti þeirra var á Egilsstöðum í nótt. „Sérfræðingar Veðurstofunnar eru þarna á svæðinu að vinna og það eru drónar þarna sem við notum sem hjálpartæki til að geta rýnt í hlíðarnar. Þetta mun taka smá tíma en ætti að fara að skýrast um eða upp úr hádegi,“ segir Rögnvaldur. Meta þurfi horfur á svæðinu og taka ákvarðanir út frá þeim. Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Vilhelm Samstaða og skilningur einkenndu aðgerðir Rögnvaldur segir þá að miðað við aðstæður á Seyðisfirði í gær hafi aðgerðir viðbragðsaðila gengið mjög vel. „Það var mikill skilningur á svæðinu og allir viðbragðsaðilar stóðu sig gríðarlega vel og líka allir íbúar. Það voru allir samstíga um aðgerðir og hvað þyrfti að gera. Þetta eru ótrúlegar aðstæður sem þetta fólk er í, að þurfa að yfirgefa heimili sín við svona aðstæður. Ég tala nú ekki um svona rétt fyrir jól. Hugur okkar er hjá íbúum fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Búið var að gera grein fyrir öllum sem voru á svæðinu sem þurfti að rýma og segir Rögnvaldur að einskis sé saknað. Hann sendir sérstakar þakkir til viðbragðsaðila. „Það er mikið þakklæti fyrir að það hafi enginn slasast í þessu. Það er mikil mildi, og hugur okkar er hjá þeim fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Hann minnir þá fólk á að sinna áfram sóttvörnum, þrátt fyrir allt. „Ekki gleyma þeim. Þó að þetta sé í gangi þá þurfum við að muna eftir sóttvörnunum, ofan í þetta allt saman.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Sér fyrir endann á úrkomu en áfram skriðuhætta Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum. 19. desember 2020 07:18 Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 „Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að verið sé að meta aðstæður. Íbúar Seyðisfjarðar haldi því áfram til þar sem þeim var komið fyrir í gærkvöldi, en stærstur hluti þeirra var á Egilsstöðum í nótt. „Sérfræðingar Veðurstofunnar eru þarna á svæðinu að vinna og það eru drónar þarna sem við notum sem hjálpartæki til að geta rýnt í hlíðarnar. Þetta mun taka smá tíma en ætti að fara að skýrast um eða upp úr hádegi,“ segir Rögnvaldur. Meta þurfi horfur á svæðinu og taka ákvarðanir út frá þeim. Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Vilhelm Samstaða og skilningur einkenndu aðgerðir Rögnvaldur segir þá að miðað við aðstæður á Seyðisfirði í gær hafi aðgerðir viðbragðsaðila gengið mjög vel. „Það var mikill skilningur á svæðinu og allir viðbragðsaðilar stóðu sig gríðarlega vel og líka allir íbúar. Það voru allir samstíga um aðgerðir og hvað þyrfti að gera. Þetta eru ótrúlegar aðstæður sem þetta fólk er í, að þurfa að yfirgefa heimili sín við svona aðstæður. Ég tala nú ekki um svona rétt fyrir jól. Hugur okkar er hjá íbúum fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Búið var að gera grein fyrir öllum sem voru á svæðinu sem þurfti að rýma og segir Rögnvaldur að einskis sé saknað. Hann sendir sérstakar þakkir til viðbragðsaðila. „Það er mikið þakklæti fyrir að það hafi enginn slasast í þessu. Það er mikil mildi, og hugur okkar er hjá þeim fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Hann minnir þá fólk á að sinna áfram sóttvörnum, þrátt fyrir allt. „Ekki gleyma þeim. Þó að þetta sé í gangi þá þurfum við að muna eftir sóttvörnunum, ofan í þetta allt saman.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Sér fyrir endann á úrkomu en áfram skriðuhætta Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum. 19. desember 2020 07:18 Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 „Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sér fyrir endann á úrkomu en áfram skriðuhætta Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum. 19. desember 2020 07:18
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06
„Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47