Skoski miðjumaðurinn er ekki vanur því að vera raða inn mörkum en hann var búinn að skora tvisvar er þrjár mínútur voru komnar á klukkuna á Old Trafford í dag.
Þetta er í fyrsta skipti sem leikmaður í enska boltanum er búinn að skora í tvígang eftir svo stuttan tíma. Magnaður áfangi skoska miðjumannsins.
Scott McTominay is the first player in Premier League history to score twice in the first three minutes pic.twitter.com/xGYff4sstS
— B/R Football (@brfootball) December 20, 2020
Það var annars lítið um varnarleik hjá báðum liðum á Old Trafford í dag en bæði lið skutu samtals 43 sinnum í átt að marki.
43 shots is the most in a PL game at Old Trafford since October 2016, when there were 45 attempts in Man Utd s 0-0 draw against Burnley (38-7) pic.twitter.com/fsrM6GO7G1
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 20, 2020
Leikir Leeds eru yfirleitt fjörugir og það sést á tölfræðinni. Sex af þeim tíu leikjum í enska boltanum, það sem af er tímabili, þar sem skotið hefur verið oftar en 34 sinnum, hefur verið í leikjum Leeds.
6 of the 10 PL games with 34+ shots this season have involved Leeds pic.twitter.com/4I9KSR4gdP
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 20, 2020
United er komið í þriðja sætið, með 26 stig, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool en á þó leik til góða. Leeds er í fjórtánda sætinu með sautján stig.