Þetta varð staðfest eftir 2-1 sigur Bröndby á Horsens á útivelli í dag en Bröndby er með 27 stig á toppi deildarinnar. Midtjylland á leik til góða gegn Nordsjælland á morgun og getur jafnað Bröndby að stigum.
Mikael Uhre kom Bröndby yfir úr vítaspyrnu á 20. mínútu og Jesper Lindström tvöfaldaði forystuna á 63. mínútu. Hjörtur Hermannsson kom inn á sem varamaður hjá Bröndby er um fimm mínútur voru eftir.
Ágúst Eðvald Hlynsson kom inn af bekknum er hálftími var eftir og skömmu fyrir leikslok þrumaði hann í slá. Kjartan Henry Finnbogason minnkaði svo muninn í 2-1 á 92. mínútu en nær komst Horsens ekki.
Sejr!!
— BrondbyIF (@BrondbyIF) December 20, 2020
Det ender med en 2-1-sejr over AC Horsens i årets sidste kamp i 3F Superligaen #Brøndby pic.twitter.com/vdiqyOj1hU
Horsens er í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig og ljóst að erfitt verkefni bíður Horsens árið 2021; að halda sér í deild þeirra bestu.