Bubbi sendir Seyðfirðingum kveðju og býður þeim öllum á Þorláksmessutónleikana Stefán Árni Pálsson skrifar 21. desember 2020 11:04 Bubbi flutti brot úr laginu Regnbogans stræti. Bubbi Morthens sendir kveðju til Seyðfirðinga eftir atburði síðustu daga og býður þorpsbúum á tónleika. Hann segir að lag hans Regnbogans stræti hafi orðið til einmitt þegar hann gekk um Regnbogans stræti á Seyðisfirði. Sagði þá við vin sinn Davíð Kristinsson athafnamann þar eystra, að einn dag myndi hann semja lag sem héti þetta. „Á sínum tíma tók hann mig með í gönguferð, fyrir mörg ár, og sýndi mér Regnbogans stræti,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann segir þetta löngu áður en Skólavörðuholtið kom inn með sín lituðu stræti. Kveikjan að Regnbogans stræti á Seyðisfirði „Og ég var svo uppnuminn, var með tónleika í kirkjunni og Regnbogans stræti lá eiginlega bara inn í kirkjuna. Mér fannst þetta svo stórfenglegt að eitthvað fólk hafi farið að mála þetta sólarhring áður en gleðigangan var á Seyðisfirði. Þú varst að gefa mér hugmynd að lagi sem ég hef beðið lengi eftir.“ Bubbi segir erindi í þessu lagi eiga vel við nú eftir hinar hræðilegu hremmingar sem vatnsviðrið og aurskriðurnar hafa kallað yfir bæinn og bæjarbúa. Bubbi birtir myndband á Facebook þar sem hann flytur brot úr laginu og segist vitaskuld hafa hugsað til Seyðfirðinga og fallega bæjarins sem er einn af fallegustu bæjum landsins. Hann bauð svo öllum Seyðfirðingum á Þorláksmessutónleika sína sem verða í beinu streymi á myndlyklum Vodafone, Símans og í streymi í gegnum Tix.is. „Svo sá ég þessa yfirgengilegu hörmungar sem þeir Seyðfirðingar eru að lenda í og Davíð í viðtölum. Mér þótti glatað að hann skyldi missa allt vínilsafnið áritað, Bubbasafnið, ég verð að reyna að sefa þetta og bjóða honum og öllu þorpinu frítt streymi.“ Og húsin þau hverfa í aurinn Bubbi er nú að vinna í að Davíð vinur hans fái aðrar plötur í stað þeirra sem fóru. „Hvort það væri ekki hægt að færa honum þetta að gjöf. Við verðum að bregðast við og sýna samhug. Og kærleika.“ Bubbi hefur alltaf haft til að bera ríkulega samkennd með þeim sem eru í vanda, eiga undir högg að sækja sem svo birtist í lögum hans. Eitt allra áhrifaríkasta lag Bubba var til dæmis samið um snjóflóðin fyrir vestan og heitir Með vindinum kemur kvíðinn. Bubbi segir þetta lag eiga vel við núna: Fjallið það öskrar, svo fellur öll hlíðin, og húsin þau hverfa í kófið. Eða aurinn núna. „Já, þetta er hrikalegt. Erfitt að setja sig í þessar stellingar. Þó ég búi undir fjalli eins og er.“ Aurskriður á Seyðisfirði Tónlist Jól Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hann segir að lag hans Regnbogans stræti hafi orðið til einmitt þegar hann gekk um Regnbogans stræti á Seyðisfirði. Sagði þá við vin sinn Davíð Kristinsson athafnamann þar eystra, að einn dag myndi hann semja lag sem héti þetta. „Á sínum tíma tók hann mig með í gönguferð, fyrir mörg ár, og sýndi mér Regnbogans stræti,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann segir þetta löngu áður en Skólavörðuholtið kom inn með sín lituðu stræti. Kveikjan að Regnbogans stræti á Seyðisfirði „Og ég var svo uppnuminn, var með tónleika í kirkjunni og Regnbogans stræti lá eiginlega bara inn í kirkjuna. Mér fannst þetta svo stórfenglegt að eitthvað fólk hafi farið að mála þetta sólarhring áður en gleðigangan var á Seyðisfirði. Þú varst að gefa mér hugmynd að lagi sem ég hef beðið lengi eftir.“ Bubbi segir erindi í þessu lagi eiga vel við nú eftir hinar hræðilegu hremmingar sem vatnsviðrið og aurskriðurnar hafa kallað yfir bæinn og bæjarbúa. Bubbi birtir myndband á Facebook þar sem hann flytur brot úr laginu og segist vitaskuld hafa hugsað til Seyðfirðinga og fallega bæjarins sem er einn af fallegustu bæjum landsins. Hann bauð svo öllum Seyðfirðingum á Þorláksmessutónleika sína sem verða í beinu streymi á myndlyklum Vodafone, Símans og í streymi í gegnum Tix.is. „Svo sá ég þessa yfirgengilegu hörmungar sem þeir Seyðfirðingar eru að lenda í og Davíð í viðtölum. Mér þótti glatað að hann skyldi missa allt vínilsafnið áritað, Bubbasafnið, ég verð að reyna að sefa þetta og bjóða honum og öllu þorpinu frítt streymi.“ Og húsin þau hverfa í aurinn Bubbi er nú að vinna í að Davíð vinur hans fái aðrar plötur í stað þeirra sem fóru. „Hvort það væri ekki hægt að færa honum þetta að gjöf. Við verðum að bregðast við og sýna samhug. Og kærleika.“ Bubbi hefur alltaf haft til að bera ríkulega samkennd með þeim sem eru í vanda, eiga undir högg að sækja sem svo birtist í lögum hans. Eitt allra áhrifaríkasta lag Bubba var til dæmis samið um snjóflóðin fyrir vestan og heitir Með vindinum kemur kvíðinn. Bubbi segir þetta lag eiga vel við núna: Fjallið það öskrar, svo fellur öll hlíðin, og húsin þau hverfa í kófið. Eða aurinn núna. „Já, þetta er hrikalegt. Erfitt að setja sig í þessar stellingar. Þó ég búi undir fjalli eins og er.“
Aurskriður á Seyðisfirði Tónlist Jól Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira