Carlo Ancelotti skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við Everton 21. desember 2019. Fimm dögum síðan stýrði hann Everton til 1-0 sigurs á Burnley.
Ancelotti tók við starfi Marco Silva sem var rekinn 5. desember 2019 eða sextán dögum fyrr. Duncan Ferguson stýrði Everton liðinu í þremur leikjum áður en Ítalinn tók við.
Það hefur mikið breyst á þessum 366 dögum sem eru liðnir síðan að Carlo Ancelotti settist í stjórastólinn á Goodison Park.
One year ago today, Carlo Ancelotti became Everton manager with the club in 15th.
— B/R Football (@brfootball) December 21, 2020
Today, they re in fourth. pic.twitter.com/cG1CMgyPVo
Síðasti leikur Everton undir stjórn Marco Silva var 5-2 tapleikur á móti nágrönnunum í Liverpool en það var þriðja deildartap liðsins í röð. Liðið sat þá í fallsæti deildarinnar eða því átjánda.
Everton tapaði ekki leik undir stjórn Duncan Ferguson, vann 3-1 sigur á Chelsea og gerði jafntefli við bæði Manchester United og Arsenal. Á þessum rúmu tveimur vikum þá hækkaði liðið sig upp í fimmtánda sætið.
Everton fékk 1,5 stig í leik eftir að Ancelotti tók við og endaði í tólfta sæti deildarinnar í lok tímabilsins sem var ekki fyrr en í júlílok vegna kórónuveirunnar.
Everton byrjaði síðan nýtt tímabil frábærlega og er í fjórða sætinu eftir leiki helgarinnar, með 26 stig í 14 leikjum eða 1,86 stig að meðaltali í leik.
Gylfi Þór Sigurðsson lenti út í kuldanum hjá Ancelotti en hefur komið sterkur inn í síðustu þremur deildarleikjum sem hafa allir unnist, á móti Chelsea, Leicester City og Arsenal.