Ein af stjörnum norska liðsins grét eftir að gullið var í höfn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 08:00 Camilla Herrem og Stine Bredal Oftedal lyfta hér EM-bikarnum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna. EPA-EFE/HENNING BAGGER Camilla Herrem hefur verið í öllum meistaraliðum Þóris Hergeirssonar og fór á kostum á Evrópumótinu í ár. Viðbrögð hennar í verðlaunaafhendingunni vöktu athygli. Ein stærsta stjarnan í norska kvennalandsliðinu gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hafa tekið á móti Evrópumeistararbikarnum ásamt fyrirliðanum Stine Bredal Oftedal. Á meðan allar landsliðskonur Noregs brostu út að eyrum með gullið um hálsinn þá mátti sjá tárin renna hjá vinstri hornamanninum Camilla Herrem. Camilla Herrem, sem er orðin 34 ára gömul og hefur spilað með landsliðinu frá árinu 2006, var spurð út í tárin á blaðamannafundi eftir leikinn. Man lander liksom ikke etter enn sånn idrettsprestasjon som de norske jente leverer i dag og ta en spiller som @CamillaHerrem da som nå har tatt 8 gull på 10 finaler - er jo helt vilt også må vi takke @ViaplayDaniel for en nydelig formidling av håndballen nok et mesterskap — Tobias Løke (@TobiasLke1) December 20, 2020 „Ég ætla að reyna að gráta ekki en það verður erfitt,“ sagði Camilla Herrem áður en hún útskýrði tárin. TV2 sagði frá. „Tárin voru vegna föður míns sem ég missti fyrir tveimur árum síðan. Hann hafði komið á öll stórmótin mín. Ég hugsaði til hans og hvað hann hefði verið stoltur af mér og liðinu mínu,“ sagði Herrem. Faðir hennar hét Carl Otto Herrem og lést 63 ára að aldri í febrúar á síðasta ári. Camilla Herrem hefur verið með í öllum sjö meistaraliðum norska kvennalandsliðsins í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hún var valin í úrvalslið EM í ár og var það í fjórða sinn sem hún komst í úrvalslið á stórmóti. Here they are - the #ehfeuro2020 All-star Team! #handballispassion pic.twitter.com/p1bBvHPAq3— EHF EURO (@EHFEURO) December 20, 2020 Camilla Herrem endaði sem fimmti markahæsti leikmaður Evrópumótsins í ár með 33 mörk í 8 leikjum. Herrmen nýtti sjötíu prósent skota sinna og það var aðeins einn leikmaður á öllu mótinu sem skoraði fleiri mörk utan af velli en hún. Camilla Herrem er mikil hraðaupphlaupsmanneskja en 21 af 33 mörkum hennar komu úr hraðaupphlaupum eða 2,6 að meðaltali í leik. Ingen gull uten at @CamillaHerrem synger Tore Tang for full hals? https://t.co/ZUGpT2bFaU— TV 2 Sporten (@2sporten) December 20, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Ein stærsta stjarnan í norska kvennalandsliðinu gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hafa tekið á móti Evrópumeistararbikarnum ásamt fyrirliðanum Stine Bredal Oftedal. Á meðan allar landsliðskonur Noregs brostu út að eyrum með gullið um hálsinn þá mátti sjá tárin renna hjá vinstri hornamanninum Camilla Herrem. Camilla Herrem, sem er orðin 34 ára gömul og hefur spilað með landsliðinu frá árinu 2006, var spurð út í tárin á blaðamannafundi eftir leikinn. Man lander liksom ikke etter enn sånn idrettsprestasjon som de norske jente leverer i dag og ta en spiller som @CamillaHerrem da som nå har tatt 8 gull på 10 finaler - er jo helt vilt også må vi takke @ViaplayDaniel for en nydelig formidling av håndballen nok et mesterskap — Tobias Løke (@TobiasLke1) December 20, 2020 „Ég ætla að reyna að gráta ekki en það verður erfitt,“ sagði Camilla Herrem áður en hún útskýrði tárin. TV2 sagði frá. „Tárin voru vegna föður míns sem ég missti fyrir tveimur árum síðan. Hann hafði komið á öll stórmótin mín. Ég hugsaði til hans og hvað hann hefði verið stoltur af mér og liðinu mínu,“ sagði Herrem. Faðir hennar hét Carl Otto Herrem og lést 63 ára að aldri í febrúar á síðasta ári. Camilla Herrem hefur verið með í öllum sjö meistaraliðum norska kvennalandsliðsins í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hún var valin í úrvalslið EM í ár og var það í fjórða sinn sem hún komst í úrvalslið á stórmóti. Here they are - the #ehfeuro2020 All-star Team! #handballispassion pic.twitter.com/p1bBvHPAq3— EHF EURO (@EHFEURO) December 20, 2020 Camilla Herrem endaði sem fimmti markahæsti leikmaður Evrópumótsins í ár með 33 mörk í 8 leikjum. Herrmen nýtti sjötíu prósent skota sinna og það var aðeins einn leikmaður á öllu mótinu sem skoraði fleiri mörk utan af velli en hún. Camilla Herrem er mikil hraðaupphlaupsmanneskja en 21 af 33 mörkum hennar komu úr hraðaupphlaupum eða 2,6 að meðaltali í leik. Ingen gull uten at @CamillaHerrem synger Tore Tang for full hals? https://t.co/ZUGpT2bFaU— TV 2 Sporten (@2sporten) December 20, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira