Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2020 18:29 Uğur Şahin er forstjóri BioNTech. Andreas Arnold/picture alliance via Getty Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. Afbrigðið, sem hefur dreifst hratt um Bretland og er talið geta verið meira smitandi en önnur, hefur valdið því að margar þjóðir hafa takmarkað eða lokað á ferðalög frá Bretlandi. „Líkurnar á því að bóluefnið okkar virki eru talsvert miklar,“ sagði Şahin á fréttamannafundi á vegum BioNtech í dag. Sagði hann að 99 prósent af bindiprótíni (e. spike protein) breska afbrigðisins væri það sama og í öðrum afbrigðum veirunnar. Şahin bætti því þó við að BioNTech og Pfizer ynnu nú að prófunum til þess að sannreyna hvort efnið virkaði á afbrigðið. Sagði hann að niðurstöðu mætti vænta eftir um tvær vikur. Geta hafið dreifingu innan nokkurra daga Fyrstu sendingar af bóluefninu til Evrópu gætu verið sendar frá Belgíu á morgun. Þetta kom fram í máli Sean Marett, viðskiptastjóra BioNTech. Bætti hann því við að fyrirtækin tvö sem að bóluefninu standa vinni nú að því að klára pappírsvinnu áður en dreifing um Evrópu hefst. Bóluefnið er þegar komið í dreifingu í Bandaríkjunum og er bólusetning með því hafin vestanhafs. Fyrirtækin tvö eru bundin af loforði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún hefur ítrekað sagt að öll aðildarríki Evrópusambandsins muni fá fyrstu skammta bóluefnisins afhenta á sama tíma. Marett sagði einnig að Evrópusambandsríki fengju um tólf og hálfa milljón skammta fyrir árslok 2020. Verður bóluefninu skipt á milli ríkja eftir íbúafjölda, en ríkin ráða því sjálf hvernig forgangsröðun í bólusetningu verður háttað. Ísland er aðili að bóluefnasamningi Evrópusambandsins við BioNTech og Pfizer, og er því hluti af þessum tölum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58 Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Afbrigðið, sem hefur dreifst hratt um Bretland og er talið geta verið meira smitandi en önnur, hefur valdið því að margar þjóðir hafa takmarkað eða lokað á ferðalög frá Bretlandi. „Líkurnar á því að bóluefnið okkar virki eru talsvert miklar,“ sagði Şahin á fréttamannafundi á vegum BioNtech í dag. Sagði hann að 99 prósent af bindiprótíni (e. spike protein) breska afbrigðisins væri það sama og í öðrum afbrigðum veirunnar. Şahin bætti því þó við að BioNTech og Pfizer ynnu nú að prófunum til þess að sannreyna hvort efnið virkaði á afbrigðið. Sagði hann að niðurstöðu mætti vænta eftir um tvær vikur. Geta hafið dreifingu innan nokkurra daga Fyrstu sendingar af bóluefninu til Evrópu gætu verið sendar frá Belgíu á morgun. Þetta kom fram í máli Sean Marett, viðskiptastjóra BioNTech. Bætti hann því við að fyrirtækin tvö sem að bóluefninu standa vinni nú að því að klára pappírsvinnu áður en dreifing um Evrópu hefst. Bóluefnið er þegar komið í dreifingu í Bandaríkjunum og er bólusetning með því hafin vestanhafs. Fyrirtækin tvö eru bundin af loforði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún hefur ítrekað sagt að öll aðildarríki Evrópusambandsins muni fá fyrstu skammta bóluefnisins afhenta á sama tíma. Marett sagði einnig að Evrópusambandsríki fengju um tólf og hálfa milljón skammta fyrir árslok 2020. Verður bóluefninu skipt á milli ríkja eftir íbúafjölda, en ríkin ráða því sjálf hvernig forgangsröðun í bólusetningu verður háttað. Ísland er aðili að bóluefnasamningi Evrópusambandsins við BioNTech og Pfizer, og er því hluti af þessum tölum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58 Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54
Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58
Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20