Rob Green fann til með Rúnari Alex Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2020 22:31 Rúnar Alex varði meistaralega frá Gabriel Jeuss í fyrri hálfleik. Því miður voru það mistök hans í þeim síðari sem stálu fyrirsögnunum. Vísir/Getty Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. Hinn fertugi Green vinnur í dag fyrir breska ríkisútvarpið [BBC] meðal annars og var að fjalla um leik Arsenal gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Gestirnir frá Manchester-borg unnu 4-1 sigur þar sem annað mark þeirra skrifast nær algjörlega á íslenska landsliðsmarkvörðinn. Riyad Mahrez átti þá aukaspyrnu af stuttu færi sem fór beint á Rúnar Alex en markvörðurinn virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið í netið. „Þetta er martröð fyrir Alex Rúnarsson. Ég vorkenni honum. Hendurnar á honum eru komnar upp að andlitinu en hann setur þær alltof hratt niður. Hann verður að halda þeim þarna uppi því ef þú nærð ekki að grípa boltann nægilega vel þá viltu ekki missa hann fram fyrir þig,“ sagði Green um mark Mahrez. Rúnar Alex óð út til að mæta Phil Foden en Green taldi að markvörðurinn hefði frekar átt að halda stöðu sinni.Vísir/Getty Þá taldi markvörðurinn fyrrverandi að Rúnar Alex hefði átt að halda stöðu lengur er Phil Foden slapp í gegn í þriðja marki City – sem reyndist vera rangstaða en myndbandstæknin er ekki notuð í deildabikarnum. „Hann þarf ekki að koma út úr marki sínu þarna. Þetta er skoppandi bolti og hann tekur ákvörðun um að koma út en er aldrei að fara ná boltanum. Frábærlega klárað hjá Foden en hann hefur tíma til að meta aðstæður og lyfta boltanum yfir markvörðurinn.“ Hin tvö mörk City voru skallar af stuttu færi og þó Rúnar hefði átt að gera betur þá var varnarleikur Arsenal einfaldlega í molum í þessum leik. Þegar kemur að því að missa boltann klaufalega í netið þá þekkir Rob Green það betur en flestir en hann missti máttlaust skot Clint Dempsey undir sig er England gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin á HM 2010. Green var í kjölfarið bekkjaður og David nokkur James kom í markið í stað hans. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Hinn fertugi Green vinnur í dag fyrir breska ríkisútvarpið [BBC] meðal annars og var að fjalla um leik Arsenal gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Gestirnir frá Manchester-borg unnu 4-1 sigur þar sem annað mark þeirra skrifast nær algjörlega á íslenska landsliðsmarkvörðinn. Riyad Mahrez átti þá aukaspyrnu af stuttu færi sem fór beint á Rúnar Alex en markvörðurinn virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið í netið. „Þetta er martröð fyrir Alex Rúnarsson. Ég vorkenni honum. Hendurnar á honum eru komnar upp að andlitinu en hann setur þær alltof hratt niður. Hann verður að halda þeim þarna uppi því ef þú nærð ekki að grípa boltann nægilega vel þá viltu ekki missa hann fram fyrir þig,“ sagði Green um mark Mahrez. Rúnar Alex óð út til að mæta Phil Foden en Green taldi að markvörðurinn hefði frekar átt að halda stöðu sinni.Vísir/Getty Þá taldi markvörðurinn fyrrverandi að Rúnar Alex hefði átt að halda stöðu lengur er Phil Foden slapp í gegn í þriðja marki City – sem reyndist vera rangstaða en myndbandstæknin er ekki notuð í deildabikarnum. „Hann þarf ekki að koma út úr marki sínu þarna. Þetta er skoppandi bolti og hann tekur ákvörðun um að koma út en er aldrei að fara ná boltanum. Frábærlega klárað hjá Foden en hann hefur tíma til að meta aðstæður og lyfta boltanum yfir markvörðurinn.“ Hin tvö mörk City voru skallar af stuttu færi og þó Rúnar hefði átt að gera betur þá var varnarleikur Arsenal einfaldlega í molum í þessum leik. Þegar kemur að því að missa boltann klaufalega í netið þá þekkir Rob Green það betur en flestir en hann missti máttlaust skot Clint Dempsey undir sig er England gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin á HM 2010. Green var í kjölfarið bekkjaður og David nokkur James kom í markið í stað hans.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira