Myndbandið var unnið fyrir Múlaþing og Veðurstofu Íslands en á myndbandinu má sjá Seyðisfjörð fyrir og eftir hamfarnarnir miklu í liðinni viku.
Starfsfólk EFLU hefur verið að störfum fyrir Veðurstofuna og Ofanflóðasjóð við gagnasöfnun og kortlagningu á svæðinu. Slík vinna felur í sér mælingar og vöktun á jarðlögum, athugun á vatnshæðum í fjallinu og mælingar á færslum á jarðvegi, að því er segir á vef Eflu.
Stóra skriðan hljóp úr Botnabrún, á milli Brúarár og Stöðvarlækjar, og olli hún gríðarlegu tjóni. Um er að ræða stærstu aurskriðu sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi.
Einnig flaug EFLA dróna yfir svæðið og setti fram kortalíkan í þrívídd til að hægt væri að greina betur ástand svæðisins. Gögnin eru nýtt til frekari ákvarðana varðandi rýmingu og hreinsun á rýmingarsvæðum.
Umrætt myndband má sjá hér að neðan.