Afbrigðið hefur verið í mikilli dreifingu í Bretlandi, enda talið um sjötíu prósent meira smitandi þó það sé ekki talið hættulegra eða leiða til þess að fólk veikist meir en ella. Áður hafði verið staðfest að það hefði fundist í Danmörku og Hollandi, en öll tilfellin má rekja til ferðalaga frá Bretlandi.
Þá hefur afbrigðið tvisvar greinst á landamærunum hér á landi.
Öll fjögur sem hafa greinst með afbrigðið á Spáni hafa þannig einhver tengsl við ferðalanga. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins eru þrír ættingjar manns sem kom frá Bretlandi smitaðir af afbrigðinu og annar maður sem kom nýlega þaðan.
Ekkert þeirra er sagt alvarlega veikt og engin ástæða til að óttast að mati yfirvalda. Grunur er um þrjú önnur tilfelli til viðbótar þó niðurstöður muni ekki liggja fyrir fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag.