Norðmaðurinn er þrátt fyrir ungan aldur búinn að skapa sér nafn sem stórstjarna í liði Dortmund. Hann kom til þýska stórveldisins í janúar og hefur skorað 33 mörk í 32 leikjum.
Chelsea eyddi samtals 123 milljónum punda í Timo Werner og Kai Havertz síðasta sumar en Frank Lampard þykir það ekki nóg og vill nú bæta við Haaland.
Chelsea þarf að etja kappi við Manchester United og Manchester City í baráttunni um unga Norðmanninn. Manchester City leitar nú að arftaka Sergio Aguero sem er líklegur til að yfirgefa liðið næsta sumar og er Haaland vænlegur kostur í það hlutverk.