Alræmdi njósnarinn George Blake er látinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 15:49 George Blake er látinn. EPA/SERGEI CHIRIKOV George Blake, fyrrum njósnari bresku leyniþjónustunnar MI6 og einn alræmdasti „tvöfaldi útsendarinn“ á tímum Kalda stríðsins er látinn, 98 ára að aldri. Á yfir níu ára tímabili starfaði Blake sem njósnari fyrir Sovétríkin en hann afhenti upplýsingar sem leiddu til þess að upp komst um að minnsta kosti fjörutíu útsendara MI6 í Austur Evrópu. Blake var fangelsaður í London árið 1960 en hann slapp og flúði til Rússlands árið 1966. Rússneska utanríkisleyniþjónustan segir Blake hafa „elskað landið mjög mikið.“ Blake var fæddur sem George Behar þann 11. nóvember 1922 í hollensku borginni Rotterdam. Faðir hans var spænskur gyðingur sem barðist með breska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni og öðlaðist síðar breskan ríkisborgararétt að því er fram kemur í frétt BBC. Sjálfur starfaði Blake fyrir Hollendinga í seinni heimsstyrjöldinni áður en hann flúði til Gíbraltar sem stjórnað er frá Bretlandi. Í ljósi bakgrunns hans var hann beðinn um að ganga til liðs við leyniþjónustuna. Í viðtali við BBC árið 1990 kvaðst Blake hafa svikið að minnsta kosti fimm hundruð vestræna útsendara en hann neitaði ásökunum um að 42 þeirra hafi týnt lífi sínu sem rekja megi til þess að hann hafi sagt til þeirra. Það var síðan pólski leyniþjónustumaðurinn Michael Goleniewski sem kom upp um Blake sem þá var kallaður til London þar sem hann var handtekinn. Fyrir dómi játaði hann sök fyrir fimm sakarefni fyrir að hafa veitt Sovétmönnum upplýsingar. Tvöföld starfsemi og svik Blake ollu miklum skaða innan bresku leyniþjónustunnar. Bretland Rússland Hernaður Andlát Sovétríkin Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Blake var fangelsaður í London árið 1960 en hann slapp og flúði til Rússlands árið 1966. Rússneska utanríkisleyniþjónustan segir Blake hafa „elskað landið mjög mikið.“ Blake var fæddur sem George Behar þann 11. nóvember 1922 í hollensku borginni Rotterdam. Faðir hans var spænskur gyðingur sem barðist með breska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni og öðlaðist síðar breskan ríkisborgararétt að því er fram kemur í frétt BBC. Sjálfur starfaði Blake fyrir Hollendinga í seinni heimsstyrjöldinni áður en hann flúði til Gíbraltar sem stjórnað er frá Bretlandi. Í ljósi bakgrunns hans var hann beðinn um að ganga til liðs við leyniþjónustuna. Í viðtali við BBC árið 1990 kvaðst Blake hafa svikið að minnsta kosti fimm hundruð vestræna útsendara en hann neitaði ásökunum um að 42 þeirra hafi týnt lífi sínu sem rekja megi til þess að hann hafi sagt til þeirra. Það var síðan pólski leyniþjónustumaðurinn Michael Goleniewski sem kom upp um Blake sem þá var kallaður til London þar sem hann var handtekinn. Fyrir dómi játaði hann sök fyrir fimm sakarefni fyrir að hafa veitt Sovétmönnum upplýsingar. Tvöföld starfsemi og svik Blake ollu miklum skaða innan bresku leyniþjónustunnar.
Bretland Rússland Hernaður Andlát Sovétríkin Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira