Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 18:03 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir alla þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillögu sína um að þing komi saman á þriðjudaginn. Vísir/Vilhelm Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. Í tilkynningu frá Samfylkingunni fyrr í dag kom fram að flokkurinn hafi óskað eftir því að þing komi saman á þriðjudaginn til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Oddný segir að Miðflokkurinn hafi tekið undir hugmyndina um að þing kæmi saman en flokkurinn vísi jafnframt í fyrri beiðni sína um að kalla þing saman til að ræða „misvísandi skilaboð um bóluefni.“ „Ég á ekki von á að fá staðfestingu frá stjórnarliðum í dag um stuðning eða ekki um að þing komi saman. En geri mér enn vonir um það,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagðist í samtali við Vísi fyrr í dageiga eftir að skoða erindi Samfylkingarinnar en að því erindi yrði svarað. Hann benti á að búið sé að fresta þingfundum til næsta árs með þyngsályktun. Þegar þingfundum hefur verið frestað með þessum hætti þarf annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman, eða þá að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa bæði lýst vonbrigðum yfir því að Bjarni Benediktsson hafi verið viðstaddur samkomu á Þorláksmessu sem var fjölmennari en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir. Hvorugt þeirra hefur þó talið tilefni til að kalla eftir afsögn hans. Fleiri þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna hafa lýst vonbrigðum sínum vegna málsins, til að mynda Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, sem í samtali við mbl.is í dag segir málið alvarlegt. Píratar hafa sagst tilbúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, gegn því að gengið yrði til kosninga í vor. Þeir vilji með þessum hætti rétta fram sáttarhönd í kjölfar meintra brota fjármálaráðherra á sóttvarnareglum. Alþingi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Í tilkynningu frá Samfylkingunni fyrr í dag kom fram að flokkurinn hafi óskað eftir því að þing komi saman á þriðjudaginn til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Oddný segir að Miðflokkurinn hafi tekið undir hugmyndina um að þing kæmi saman en flokkurinn vísi jafnframt í fyrri beiðni sína um að kalla þing saman til að ræða „misvísandi skilaboð um bóluefni.“ „Ég á ekki von á að fá staðfestingu frá stjórnarliðum í dag um stuðning eða ekki um að þing komi saman. En geri mér enn vonir um það,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagðist í samtali við Vísi fyrr í dageiga eftir að skoða erindi Samfylkingarinnar en að því erindi yrði svarað. Hann benti á að búið sé að fresta þingfundum til næsta árs með þyngsályktun. Þegar þingfundum hefur verið frestað með þessum hætti þarf annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman, eða þá að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa bæði lýst vonbrigðum yfir því að Bjarni Benediktsson hafi verið viðstaddur samkomu á Þorláksmessu sem var fjölmennari en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir. Hvorugt þeirra hefur þó talið tilefni til að kalla eftir afsögn hans. Fleiri þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna hafa lýst vonbrigðum sínum vegna málsins, til að mynda Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, sem í samtali við mbl.is í dag segir málið alvarlegt. Píratar hafa sagst tilbúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, gegn því að gengið yrði til kosninga í vor. Þeir vilji með þessum hætti rétta fram sáttarhönd í kjölfar meintra brota fjármálaráðherra á sóttvarnareglum.
Alþingi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira