Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 23:45 Ágústa Eva Erlendsdóttir sér ekki vandamálið við að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi verið grímulaus í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Vísir Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. „Sífellt kemur smáborgarinn Íslenski sparkandi á óvart. Kvartandi undan hári í súpu og vill leggja allt niður og loka, á samfélgsmiðlahrífufundi. Einn byrjar að sparka og svo koma þeir allir sparkandi, hver öðrum reiðari, yfir helvítis hárinu sem HEFÐI getað kyrkt einhvern,“ skrifar Ágústa Eva í fræslu á Facebook í gær. Henni þyki undarlegt, af öllu því sem á hafi gengið á þessu ári, að málið í Ásmundarsal virðist vera „það mál sem er hvað alvarlegast af öllu.“ „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna í þessum gáfumannasamfélagssaumaklúbbi. Framtiðin er björt SUF og þið hin, þið vitið hver þið eruð,“ skrifar Ágústa, sem líkur færslu sinni með því að segja „Áfram Ísland. #bjarniben“. Fjöldi manns hefur lagt orð í belg við færslu Ágústu Evu. Þeirra á meðal ein kona sem segist sár yfir hegðun ráðherra því á sama tíma og hann mæti í gleðskap á við þennan geti hún ekki hitt 99 ára afa sinn sem liggi fyrir dauðanum. „Búhú. Það eru fleiri tragediur, alvarlegri og sorglegri en sandkornin undir húsinu þinu en að fá ekki að knúsa afa sinn. Sorry en ég hef enga samúð með þessu dæmi þó mér þyki vænt um þig,“ segir Ágústa Eva. „Lífið er talsvert ljótara og mistökin mun alvarlegri en þessi meintu mistök Bjarna að vera of lengi á sölusýningu. Get a grip people. Ef þu vilt kenna einhverjum um að geta ekki hitt afa þinn þá eru þeir fjölmargir, og íslenskir og frægir i þokkabót en Bjarni er ekki einn af þeim.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Sífellt kemur smáborgarinn Íslenski sparkandi á óvart. Kvartandi undan hári í súpu og vill leggja allt niður og loka, á samfélgsmiðlahrífufundi. Einn byrjar að sparka og svo koma þeir allir sparkandi, hver öðrum reiðari, yfir helvítis hárinu sem HEFÐI getað kyrkt einhvern,“ skrifar Ágústa Eva í fræslu á Facebook í gær. Henni þyki undarlegt, af öllu því sem á hafi gengið á þessu ári, að málið í Ásmundarsal virðist vera „það mál sem er hvað alvarlegast af öllu.“ „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna í þessum gáfumannasamfélagssaumaklúbbi. Framtiðin er björt SUF og þið hin, þið vitið hver þið eruð,“ skrifar Ágústa, sem líkur færslu sinni með því að segja „Áfram Ísland. #bjarniben“. Fjöldi manns hefur lagt orð í belg við færslu Ágústu Evu. Þeirra á meðal ein kona sem segist sár yfir hegðun ráðherra því á sama tíma og hann mæti í gleðskap á við þennan geti hún ekki hitt 99 ára afa sinn sem liggi fyrir dauðanum. „Búhú. Það eru fleiri tragediur, alvarlegri og sorglegri en sandkornin undir húsinu þinu en að fá ekki að knúsa afa sinn. Sorry en ég hef enga samúð með þessu dæmi þó mér þyki vænt um þig,“ segir Ágústa Eva. „Lífið er talsvert ljótara og mistökin mun alvarlegri en þessi meintu mistök Bjarna að vera of lengi á sölusýningu. Get a grip people. Ef þu vilt kenna einhverjum um að geta ekki hitt afa þinn þá eru þeir fjölmargir, og íslenskir og frægir i þokkabót en Bjarni er ekki einn af þeim.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56
Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43