YouTube-síðan The Richest hefur nú tekið saman hvernig húsakost er hægt að fjárfesta í með einni milljón dollara eða því sem samsvarar 128 milljónum íslenskra króna.
Þar er farið yfir fasteignir sem hægt er að fjárfesta í í Evrópu, Asíu, Ástralíu, Ameríku og víðar. Munurinn er í raun sláandi en sums staðar er aðeins hægt að kaupa litla íbúð fyrir fjárhæðina en á öðrum stöðum risavillur.