Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2020 10:20 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. Þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum kom í ljós að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Vísir greindi frá því í gær að útlit væri fyrir að hægt yrði að ná sex skömmtum af bóluefni úr hverju glasi sem barst til landsins í gær. Skammtarnir hefðu þannig talið tólf þúsund en ekki tíu þúsund. Þurftu að hætta við stóra planið Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því í morgun að skammtar í hverju glasi hefðu þó, þegar uppi var staðið, aðeins reynst fimm. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höguðborgarsvæðisins staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við vorum búin að fá fréttir fyrir fram að hugsanlega væri hægt að fá sjötta skammtinum úr hverju glasi en það náðist ekki. Maður þarf að ná heilum sjötta skammtinum úr hverju glasi til að mega nota það. Það er örlítill afgangur í hverju glasi en það næst ekki heill skammtur til viðbótar,“ segir Ragnheiður. „Við vorum samt með stórt plan ef við hefðum náð sjötta skammtinum. Við vorum búin að undirbúa að geta farið á fleiri dagdvalir fyrir aldraða en þurftum að hætta við það, því miður. Það hefði verið frábært.“ Gengið ótrúlega vel Um 1.500 manns voru bólusettir í gær og ráðgert er að alls verði bólusettir um 2.220 með þessum fyrstu skömmtum. Þau sem eftir eru verða bólusett í dag en lagt er upp með að klára hjúkrunarheimilin. „Svo erum við að taka mjög mikið af sambýlum sem eru metin eins og hjúkrunarheimili, þar sem eru skjólstæðingar sem þurfa mikla þjónustu. Við lentum í miklum vandræðum með mörg þessara sambýla þegar komu upp sýkingar eða grunur um sýkingar,“ segir Ragnheiður. Íbúar á þeim sambýlum sem metin eru ígildi hjúkrunarheimila, þ.e. í forgangshópi þrjú samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fá því bólusetningu með þessari fyrstu sendingu. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel í heildina og ekkert komið upp á. Löggan hjálpar okkur líka rosalega vel, keyrir út bóluefnið, þannig að þetta gengur rosalega vel.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum kom í ljós að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Vísir greindi frá því í gær að útlit væri fyrir að hægt yrði að ná sex skömmtum af bóluefni úr hverju glasi sem barst til landsins í gær. Skammtarnir hefðu þannig talið tólf þúsund en ekki tíu þúsund. Þurftu að hætta við stóra planið Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því í morgun að skammtar í hverju glasi hefðu þó, þegar uppi var staðið, aðeins reynst fimm. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höguðborgarsvæðisins staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við vorum búin að fá fréttir fyrir fram að hugsanlega væri hægt að fá sjötta skammtinum úr hverju glasi en það náðist ekki. Maður þarf að ná heilum sjötta skammtinum úr hverju glasi til að mega nota það. Það er örlítill afgangur í hverju glasi en það næst ekki heill skammtur til viðbótar,“ segir Ragnheiður. „Við vorum samt með stórt plan ef við hefðum náð sjötta skammtinum. Við vorum búin að undirbúa að geta farið á fleiri dagdvalir fyrir aldraða en þurftum að hætta við það, því miður. Það hefði verið frábært.“ Gengið ótrúlega vel Um 1.500 manns voru bólusettir í gær og ráðgert er að alls verði bólusettir um 2.220 með þessum fyrstu skömmtum. Þau sem eftir eru verða bólusett í dag en lagt er upp með að klára hjúkrunarheimilin. „Svo erum við að taka mjög mikið af sambýlum sem eru metin eins og hjúkrunarheimili, þar sem eru skjólstæðingar sem þurfa mikla þjónustu. Við lentum í miklum vandræðum með mörg þessara sambýla þegar komu upp sýkingar eða grunur um sýkingar,“ segir Ragnheiður. Íbúar á þeim sambýlum sem metin eru ígildi hjúkrunarheimila, þ.e. í forgangshópi þrjú samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fá því bólusetningu með þessari fyrstu sendingu. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel í heildina og ekkert komið upp á. Löggan hjálpar okkur líka rosalega vel, keyrir út bóluefnið, þannig að þetta gengur rosalega vel.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18
Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06
Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36