Lewis Hamilton heiðraður á nýju ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 18:31 Sir Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistar í Formúlu 1. EPA-EFE/Giuseppe Cacace / Pool Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, verður Sir Lewis Hamilton á nýju ári. Hamilton hefur átt ótrúlegt ár í Formúlu 1. Hann jafnaði og tók fram úr Michael Schumacher varðandi sigra í F11. Þá jafnaði hann met Þjóðverjans en þeir hafa nú báðir sjö sinnum orðið heimsmeistarar í íþróttinni. Hinn 35 ára gamli Hamilton var einnig duglegur að nýta rödd sína og láta í sér heyra varðandi málefni litaðra, bæði í Formúlu 1 sem og Bandaríkjunum. Margt íþróttafólk hefur stigið upp á árinu og nýtt stöðu sína til að benda á það óréttlæti sem enn á sér stað árið 2020. Hamilton heldur áfram að bæta í safnið á nýju ári en hann verður heiðraður af breska ríkinu í upphafi árs 2021 og mun hljóta nafnbótina „Sir“ fyrir framan nafn sitt. Verður hann fjórði F1 ökumaðurinn sem hlýtur þann heiður. Congratulations, Sir Lewis!Lewis Hamilton has been awarded a knighthood in the latest UK Honours list https://t.co/D8amm4hOeQ— Formula 1 (@F1) December 30, 2020 Var þetta staðfest í gær, miðvikudaginn 30. desember. Stefano Domenicali, forstjóri F1, óskaði Hamilton til hamingju, sagði hann hafa gífurleg áhrif innan sem utan bíls og að það sem hann hefði áorkað á árinu væri stórfenglegt. Hann bætti við að Hamilton ætti nafnbótina skilið og gæti ekki beðið eftir að sjá meira frá honum á næsta ári. Formúla Bretland Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hamilton hefur átt ótrúlegt ár í Formúlu 1. Hann jafnaði og tók fram úr Michael Schumacher varðandi sigra í F11. Þá jafnaði hann met Þjóðverjans en þeir hafa nú báðir sjö sinnum orðið heimsmeistarar í íþróttinni. Hinn 35 ára gamli Hamilton var einnig duglegur að nýta rödd sína og láta í sér heyra varðandi málefni litaðra, bæði í Formúlu 1 sem og Bandaríkjunum. Margt íþróttafólk hefur stigið upp á árinu og nýtt stöðu sína til að benda á það óréttlæti sem enn á sér stað árið 2020. Hamilton heldur áfram að bæta í safnið á nýju ári en hann verður heiðraður af breska ríkinu í upphafi árs 2021 og mun hljóta nafnbótina „Sir“ fyrir framan nafn sitt. Verður hann fjórði F1 ökumaðurinn sem hlýtur þann heiður. Congratulations, Sir Lewis!Lewis Hamilton has been awarded a knighthood in the latest UK Honours list https://t.co/D8amm4hOeQ— Formula 1 (@F1) December 30, 2020 Var þetta staðfest í gær, miðvikudaginn 30. desember. Stefano Domenicali, forstjóri F1, óskaði Hamilton til hamingju, sagði hann hafa gífurleg áhrif innan sem utan bíls og að það sem hann hefði áorkað á árinu væri stórfenglegt. Hann bætti við að Hamilton ætti nafnbótina skilið og gæti ekki beðið eftir að sjá meira frá honum á næsta ári.
Formúla Bretland Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira