Flestir vilja Katrínu sem næsta forsætisráðherra en fæstir Ingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2020 15:00 Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir eru þeir stjórnmálaleiðtogar sem flestir vilja sjá sem forsætisráðherra eftir kosningar á næsta ári. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings til að gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust samkvæmt nýrri könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Þeim sem kváðust styðja Bjarna Benediktsson í embætti forsætisráðherra fór fækkandi eftir að fréttir bárust af veru Bjarna á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Könnunin var gerð dagana 16. til 29. desember en spurt var hvern af leiðtogum stjórnmálaflokka sem nú eiga sæti á Alþingi fólk vildi helst að verði forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust. Svör voru borin saman eftir því hver afstaða þátttakenda var til spurningarinnar sem spurðir voru fyrir og eftir 24. desember. Fyrir aðfangadag kváðust 29,6% vilja sjá Katrínu áfram í embætti forsætisráðherra en 32% eftir 24. desember. Samtals studdu 30,1% þátttakenda Katrínu. Súlurnar sýna hlutfall þeirra sem vilja sjá Katrínu eða Bjarna sem næsta forsætisráðherra, miðað við svör við könnuninni eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Næst flestir kváðust vilja sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem næsta forsætisráðherra. Aftur á móti var nokkur munur á því hversu margir vildu að Bjarni yrði forsætisráðherra eftir því hvort spurt var fyrir eða eftir 24. desember. 17,6% þeirra sem svöruðu fyrir 24. desember kváðust vilja Bjarna sem næsta forsætisráðherra en aðeins 13,3% þeirra sem svöruðu eftir 24. desember. Þess má geta að það var á aðfangadagsmorgun sem þess var getið í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn“ hafi verið meðal gesta í samkomu sem lögregla leysti upp þar sem þar hafi of margir verið saman komnir með tilliti til sóttvarnareglna. Samtals völdu 16,7% Bjarna. Logi Einarsson er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings á eftir Katrínu og Bjarna en alls vildu 11,1% sjá Loga sem næsta forsætisráðherra. Þá kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,1%, svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, með 8%, þá Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður framsóknarflokksins með 6,6% og fast á hæla hans kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 6,5%. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, dregur lestina með 2,9%. Átta prósent þátttakenda segjast vilja sjá einhvern annan en þá leiðtoga sem valið stóð á milli. Fyrri súlan sýnir hlutfall þeirra sem vildu sjá viðkomandi stjórnmálaleiðtoga sem næsta forsætisráðherra miðað við svör fyrir 24. desember. Seinni súlan sýnir stuðning við stjórnmálaleiðtogana eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Athygli vekur að mun fleiri vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra en segjast myndu kjósa Vinstri græna. 12,2% segjast myndu kjósa VG ef kosið yrði til Alþingis í dag á meðan ríflega 30% myndu vilja Katrínu sem forsætisráðherra. Eins eru nokkuð fleiri sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 22,5%, en segjast vilja Bjarna Benediktsson sem næsta forsætisráðherra, eða samtals 16,7%. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Könnunin var gerð dagana 16. til 29. desember en spurt var hvern af leiðtogum stjórnmálaflokka sem nú eiga sæti á Alþingi fólk vildi helst að verði forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust. Svör voru borin saman eftir því hver afstaða þátttakenda var til spurningarinnar sem spurðir voru fyrir og eftir 24. desember. Fyrir aðfangadag kváðust 29,6% vilja sjá Katrínu áfram í embætti forsætisráðherra en 32% eftir 24. desember. Samtals studdu 30,1% þátttakenda Katrínu. Súlurnar sýna hlutfall þeirra sem vilja sjá Katrínu eða Bjarna sem næsta forsætisráðherra, miðað við svör við könnuninni eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Næst flestir kváðust vilja sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem næsta forsætisráðherra. Aftur á móti var nokkur munur á því hversu margir vildu að Bjarni yrði forsætisráðherra eftir því hvort spurt var fyrir eða eftir 24. desember. 17,6% þeirra sem svöruðu fyrir 24. desember kváðust vilja Bjarna sem næsta forsætisráðherra en aðeins 13,3% þeirra sem svöruðu eftir 24. desember. Þess má geta að það var á aðfangadagsmorgun sem þess var getið í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn“ hafi verið meðal gesta í samkomu sem lögregla leysti upp þar sem þar hafi of margir verið saman komnir með tilliti til sóttvarnareglna. Samtals völdu 16,7% Bjarna. Logi Einarsson er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings á eftir Katrínu og Bjarna en alls vildu 11,1% sjá Loga sem næsta forsætisráðherra. Þá kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,1%, svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, með 8%, þá Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður framsóknarflokksins með 6,6% og fast á hæla hans kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 6,5%. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, dregur lestina með 2,9%. Átta prósent þátttakenda segjast vilja sjá einhvern annan en þá leiðtoga sem valið stóð á milli. Fyrri súlan sýnir hlutfall þeirra sem vildu sjá viðkomandi stjórnmálaleiðtoga sem næsta forsætisráðherra miðað við svör fyrir 24. desember. Seinni súlan sýnir stuðning við stjórnmálaleiðtogana eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Athygli vekur að mun fleiri vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra en segjast myndu kjósa Vinstri græna. 12,2% segjast myndu kjósa VG ef kosið yrði til Alþingis í dag á meðan ríflega 30% myndu vilja Katrínu sem forsætisráðherra. Eins eru nokkuð fleiri sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 22,5%, en segjast vilja Bjarna Benediktsson sem næsta forsætisráðherra, eða samtals 16,7%.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent