Fólk mun eiga þess kost að fresta sólarlandaferðum sínum Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2020 13:49 Í raun væri verið að flúga með fólk út til að sitja í stofufangelsi á Spáni eins og staðan er í dag. Þeir sem eru að flækjast á götum úti án gildrar ástæðu eru sektaðir um milli 500 til 2000 evra. Ferðaskrifstofan Heimsferðir ætla að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn en fólki þykir óásættanlegt að þurfa að halda áætlun og fljúga til sólarlanda til þess eins að vera lokað inni á herbergi. Vísir ræddi við Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóra Heimsferða en honum þykir þetta ekki alveg sanngjarnt upplegg, að Heimsferðir hafi ákveðið uppá eigin spýtur að vilja fljúga fólki út á svæði sem skilgreint hafa verið sem hááhættusvæði. Ferðaskrifstofurnar funda með ferðamálastofu Stóru ferðaskrifstofurnar þrjár, Heimsferðir, Úrval Útsýn og Vita funduðu í gær með Ferðamálastofu og þar var ákveðið í sameiningu að vert væri að svo stöddu að halda áætlun. En, framhaldsfundur verður haldinn nú strax eftir hádegi. Þetta eru hinir almennu skilmálar sem um var rætt á fundinum að fólk eigi ekki endurgreiðslurétt. „Við sögðum fólki að við værum að bíða eftir niðurstöðum þess fundar og ætluðum þá að skoða þetta betur,“ segir Tómas. Tómas á Heimsferðum segir að niðurstaða þriggja ferðaskrifstofa með ferðamálastofu hafi leitt til þessarar niðurstöðu. Til stendur að bjóða farþegum ferðainneign kjósi þeir að hætta við ferðina. Hann segir sitt fyrirtæki þó ekki bundið af því hvað kemur út úr þeim fundi, þau vilja vera lausnamiðuð og nú liggi fyrir að fólki gefst kostur á að færa til ferðir sínar. Það verður gert með þeim hætti að fólk mun eiga inneign á ferð seinna innan þessa árs. Mörg fyrirtæki standa tæpt Fyrir liggur að ferðaskrifstofur sem og reyndar öll ferðaþjónustan á í stórkostlegum vandræðum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna kórónuveirunnar. „Það eru allir í erfiðleikum,“ segir Tómas en það sé þó ekki á borðinu hjá þeim að gjaldþrot blasi við. „En, þetta er harður bisness. Lítil álagning í þessum geira og þegar svona skellur á verður þetta enn erfiðara. Og það smitar svo út í aðrar greinar,“ segir Tómas. Þó ekki sé verið að horfa til gjaldþrots hjá Heimsferðum segir Tómas að hann viti til þess að mörg fyrirtæki standi tæpt. „Og eftir því sem þetta dregst, þeim mun erfiðara verður þetta.“ Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Ferðaskrifstofan Heimsferðir ætla að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn en fólki þykir óásættanlegt að þurfa að halda áætlun og fljúga til sólarlanda til þess eins að vera lokað inni á herbergi. Vísir ræddi við Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóra Heimsferða en honum þykir þetta ekki alveg sanngjarnt upplegg, að Heimsferðir hafi ákveðið uppá eigin spýtur að vilja fljúga fólki út á svæði sem skilgreint hafa verið sem hááhættusvæði. Ferðaskrifstofurnar funda með ferðamálastofu Stóru ferðaskrifstofurnar þrjár, Heimsferðir, Úrval Útsýn og Vita funduðu í gær með Ferðamálastofu og þar var ákveðið í sameiningu að vert væri að svo stöddu að halda áætlun. En, framhaldsfundur verður haldinn nú strax eftir hádegi. Þetta eru hinir almennu skilmálar sem um var rætt á fundinum að fólk eigi ekki endurgreiðslurétt. „Við sögðum fólki að við værum að bíða eftir niðurstöðum þess fundar og ætluðum þá að skoða þetta betur,“ segir Tómas. Tómas á Heimsferðum segir að niðurstaða þriggja ferðaskrifstofa með ferðamálastofu hafi leitt til þessarar niðurstöðu. Til stendur að bjóða farþegum ferðainneign kjósi þeir að hætta við ferðina. Hann segir sitt fyrirtæki þó ekki bundið af því hvað kemur út úr þeim fundi, þau vilja vera lausnamiðuð og nú liggi fyrir að fólki gefst kostur á að færa til ferðir sínar. Það verður gert með þeim hætti að fólk mun eiga inneign á ferð seinna innan þessa árs. Mörg fyrirtæki standa tæpt Fyrir liggur að ferðaskrifstofur sem og reyndar öll ferðaþjónustan á í stórkostlegum vandræðum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna kórónuveirunnar. „Það eru allir í erfiðleikum,“ segir Tómas en það sé þó ekki á borðinu hjá þeim að gjaldþrot blasi við. „En, þetta er harður bisness. Lítil álagning í þessum geira og þegar svona skellur á verður þetta enn erfiðara. Og það smitar svo út í aðrar greinar,“ segir Tómas. Þó ekki sé verið að horfa til gjaldþrots hjá Heimsferðum segir Tómas að hann viti til þess að mörg fyrirtæki standi tæpt. „Og eftir því sem þetta dregst, þeim mun erfiðara verður þetta.“
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08