Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 14:44 Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins. AP/Sebastian Scheiner Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. Hann fékk stjórnarmyndunarumboð frá Reuven Rivlin, forseta, í gær en þeir tveir, auk Netanyahu, funduðu um þann möguleika á að mynda þjóðstjórn. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Hugmyndin um þjóðstjórn virðist ekki hafa skilað árangri en Avigdor Liberman, leiðtogi Yisrael Beiteinu, lýsti í gærkvöldi yfir stuðningi við Gantz. Samkvæmt Times of Israel þykir það að mörgu leyti undarlegt þar sem Liberman hefur talað um arabíska þingmenn sem hryðjuverkamenn og Gantz ætlar sér að mynda ríkisstjórn með Arabalistanum. Gantz, sem leiðir Bláhvíta bandalagið, hét því að starfa í þágu allra Ísraela og skaut hann einnig á Netyanyahu og sagði að fylking hans myndi ekki koma niður á lýðræðislegum gildum, eins og hann hefur sakað Netanyahu um að gera. Hann sagðist ætla að reyna að mynda þessa ríkisstjórn innan nokkurra daga. „Ríkisstjórn sem ég leið mun hjálpa samfélagi Ísrael að jafna sig á kórónuveirunni og sömuleiðis á veiru deilna og haturs,“ sagði Gantz, samkvæmt frétt Times of Israel. Gantz biðlaði þó til Netanyahu og annarra stjórnmálamanna um að draga úr árásum á aðra og ganga til liðs við sig. Ísrael Tengdar fréttir Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Netanyahu lýsir yfir sigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur lýst yfir sigri í kosningunum sem haldnar voru í gær. 3. mars 2020 07:24 Kjósa í þriðja sinn á einu ári Síðustu tvær kosningar í Ísrael hafa ekki skilað afgerandi meirihluta og ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. 2. mars 2020 08:22 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. Hann fékk stjórnarmyndunarumboð frá Reuven Rivlin, forseta, í gær en þeir tveir, auk Netanyahu, funduðu um þann möguleika á að mynda þjóðstjórn. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Hugmyndin um þjóðstjórn virðist ekki hafa skilað árangri en Avigdor Liberman, leiðtogi Yisrael Beiteinu, lýsti í gærkvöldi yfir stuðningi við Gantz. Samkvæmt Times of Israel þykir það að mörgu leyti undarlegt þar sem Liberman hefur talað um arabíska þingmenn sem hryðjuverkamenn og Gantz ætlar sér að mynda ríkisstjórn með Arabalistanum. Gantz, sem leiðir Bláhvíta bandalagið, hét því að starfa í þágu allra Ísraela og skaut hann einnig á Netyanyahu og sagði að fylking hans myndi ekki koma niður á lýðræðislegum gildum, eins og hann hefur sakað Netanyahu um að gera. Hann sagðist ætla að reyna að mynda þessa ríkisstjórn innan nokkurra daga. „Ríkisstjórn sem ég leið mun hjálpa samfélagi Ísrael að jafna sig á kórónuveirunni og sömuleiðis á veiru deilna og haturs,“ sagði Gantz, samkvæmt frétt Times of Israel. Gantz biðlaði þó til Netanyahu og annarra stjórnmálamanna um að draga úr árásum á aðra og ganga til liðs við sig.
Ísrael Tengdar fréttir Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Netanyahu lýsir yfir sigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur lýst yfir sigri í kosningunum sem haldnar voru í gær. 3. mars 2020 07:24 Kjósa í þriðja sinn á einu ári Síðustu tvær kosningar í Ísrael hafa ekki skilað afgerandi meirihluta og ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. 2. mars 2020 08:22 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29
Netanyahu lýsir yfir sigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur lýst yfir sigri í kosningunum sem haldnar voru í gær. 3. mars 2020 07:24
Kjósa í þriðja sinn á einu ári Síðustu tvær kosningar í Ísrael hafa ekki skilað afgerandi meirihluta og ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. 2. mars 2020 08:22