Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. mars 2020 20:20 Þegar hefur verið samþykkt eitt frumvarp frá Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra sem tengist viðbrögðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Til stendur að afgreiða tvö frumvörp frá Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra í þessari viku. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld stefna að því að kynna frekari aðgerðir á næstu dögum til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum af völdum kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar eru sagðar umfangsmiklar og upp á fleiri milljarða. Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Frumvörp um breytt lyfjalög og frestun gjalddaga þegar samþykkt Frumvarp um breytingar á lyfjalögum, sem veitir Lyfjastofnun tímabundna heimild til að leggja bann við útflutningi á tilteknum lyfjum, var samþykkt með miklum hraði fyrr í þessum mánuði. Í frétt á vef Lyfjastofnunar segir að grannt sé fylgst með framboði lyfja vegna COVID-19 faraldursins. Hingað til hafi ekki borið á lyfjaskorti sem rekja megi til faraldursins en ekki sé hægt að útiloka að svo verði. Sjá einnig: Breyting á lyfjalögum samþykkt með hraði vegna kórónuveirunnar Á föstudaginn var svo samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra sem veitir fyrirtækjum mánaðarfrest til að greiða helming tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga núna í mars. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm Breytingin virkar þannig að í stað þess að greiða alla kröfuna sem var á gjalddaga í dag verður greiðslu skipt í tvennt. Fyrri helmingurinn er þannig á gjalddaga 1. mars og á eindaga í dag en seinni helmingur er með gjalddaga 1. apríl og eindaga 15. apríl. Ráðstöfunin er hugsuð fyrir fyrirtæki sem þurfa á sérstakri fyrirgreiðslu að halda. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag eru fyrirtæki sem ekki eru í þeirri stöðu hvött til að greiða báðar kröfur strax. Atvinnuleysisbætur og laun í sóttkví Í þessari viku stendur til að afgreiða þrjú frumvörp á Alþingi. Eitt á að veita sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við því neyðarástandi sem skapast hefur en það lýtur til dæmis að heimildákvarðanatöku með rýmri reglum um fjarfundi. Tvö eru flutt af félags- og barnamálaráðherra. Annars vegar er það frumvarp um greiðslu launa í sóttkví. Lögin taka til greiðslna til atvinnurekenda sem greitt hafa starfsfólki sínu laun í sóttkví á tímabilinu 1. febrúar til 30. apríl. Lögin ná einnig til launafólks sem sætir sóttkví á sama tímabili, en fá af einhverjum ástæðum ekki greidd laun frá atvinnurekenda, og til sjálfstætt starfandi einstaklinga. Greiðslur eru háðar skilyrðum sem nánar eru útlistaðar í frumvarpinu. Til stendur að afgreiða frumvarp sem varða launagreiðslur í sóttkví á Alþingi í þessari viku.Vísir/Hafsteinn Greiðslur taka mið af heildarlaunum launþega en geta aldrei orðið hærri en 633.000 krónur á mánuði og hámarksgreiðsla fyrir hvern dag 21.100 krónur. Sömu hámarksfjárhæðir eiga við um greiðslur til sjálfstætt starfandi í sóttkví en aftur á móti skal tekið mið af 80% af mánaðarlegum meðaltekjum. Þetta úrræði nær ekki yfir launagreiðslur til foreldra sem missa úr vinnu vegna barna sem skertrar þjónustu í grunn- og leikskólum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur yfir samtal milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins hvað þetta varðar. Ekkert liggur fyrir á þessari stundu í þeim efnum eftir því sem fréttastofa kemst. Lækkað starfshlutfall í stað uppsagna Hins vegar stendur til að afgreiða í vikunni frumvarp um greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Atvinnurekendur sem sjá fram á tímabundinn rekstrarvanda eru hvattir til að nýta þann kost að lækka starfshlutfall starfsfólks í stað þess að grípa til uppsagna. Úrræðið gildir frá 15. mars til 1. júlí samkvæmt frumvarpinu. Hitt frumvarp félags- og barnamálaráðherra sem til stendur að afgreiða í vikunni varðar greiðslur atvinnuleysisbóta á móti skertu starfshlutfalli.Vísir/Hafsteinn Gert er ráð fyrir að starfshlutfall sé lækkað um að minnsta kosti tuttugu prósent en starfsmaður haldi minnst haldist fimmtíu prósent starfshlutfalli svo lögin eigi við. Samanlögð laun frá vinnuveitanda og atvinnuleysisbætur geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur 80% af meðaltali heildarlauna, en þó að hámarki 650.000 krónur á mánuði. Frekari aðgerðir í farvatninu Þá hafa verið boðaðar frekari aðgerðir og er unnið að útfærslu þeirra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur til að kynna umfangsmiklar aðgerðir á næstu dögum sem unnið er að hörðum höndum í fjármálaráðuneytinu. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í sjö liðum í síðustu viku en þá þegar lá fyrir að margar þeirra átti eftir að útfæra nánar. Má þar til dæmis nefna afnám gistináttagjalds, markaðsátak til að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað og ráðstafanir sem geti örvað einkaneyslu og eftirspurn. Þær hugmyndir voru ekki útfærðar nánar í tillögunum sem kynntar voru þá en talað um að þær gætu til dæmis falist í skatta- eða stuðningskerfum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í síðustu viku þar sem fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kynntar.Vísir/Vilhelm Ýmsir sérfræðingar, fulltrúar atvinnulífsins og jafnvel þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa bent á að lækkun eða afnám tryggingagjalds gæti verið jákvætt skref í þágu atvinnulífsins. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort eða þá að hvaða leiti stendur til að gera breytingar á tryggingagjaldi eða öðrum sköttum í þeim aðgerðum sem nú eru í undirbúningi. Þá liggur fyrir að stjórnvöld hyggjast setja aukinn kraft í opinberar framkvæmdir. Afgreiðslu fjármálaáætlunar verður frestað fram í maí og stendur til að ræða fjármálastefnu stjórnvalda samhliða, enda eru forsendur núgildandi ríkisfjármálastefnu brostnar. Bæði Mannlíf og Kjarninn birtu í dag ítarlegar fréttaskýringar um aðgerðir stjórnvalda. Þar er talað um þær aðgerðir sem kynntar verða á næstunni sem „risapakka til að bjarga íslensku atvinnulífi,“ sem snúast um „milljarða og jafnvel tugi milljarða.“ Þessi lýsing fer nokkuð vel saman við þær upplýsingar sem Vísir hefur aflað sér um málið í dag. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Kynna umfangsmiklar aðgerðir á næstu dögum Stjórnvöld hyggjast á allra næstu dögum kynna frekari aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum af völdum kórónuveirufaraldursins. 16. mars 2020 16:27 Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir vegna kórónuveirunnar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boða til fréttamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag kl 11:30. 10. mars 2020 10:25 Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Fjármálaáætlun verður frestað vegna gjörbreyttna efnahagsforsendna og ríkisstjórnin ætlar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við efnahagslegri kólnun vegna kórónuveirunnar. 10. mars 2020 11:53 Seðlabankinn flýtir vaxtaákvörðun sinni Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar á morgun þar sem peningastefnunefnd bankans hyggst kynna vaxtaákvörðun sína. Fundinum var flýtt en fyrirhugað var að Seðlabankinn myndi tilkynna ákvörðun sína í næstu viku. 10. mars 2020 16:24 Segja óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra aðgerðirnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. 11. mars 2020 19:35 „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 10:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Stjórnvöld stefna að því að kynna frekari aðgerðir á næstu dögum til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum af völdum kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar eru sagðar umfangsmiklar og upp á fleiri milljarða. Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Frumvörp um breytt lyfjalög og frestun gjalddaga þegar samþykkt Frumvarp um breytingar á lyfjalögum, sem veitir Lyfjastofnun tímabundna heimild til að leggja bann við útflutningi á tilteknum lyfjum, var samþykkt með miklum hraði fyrr í þessum mánuði. Í frétt á vef Lyfjastofnunar segir að grannt sé fylgst með framboði lyfja vegna COVID-19 faraldursins. Hingað til hafi ekki borið á lyfjaskorti sem rekja megi til faraldursins en ekki sé hægt að útiloka að svo verði. Sjá einnig: Breyting á lyfjalögum samþykkt með hraði vegna kórónuveirunnar Á föstudaginn var svo samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra sem veitir fyrirtækjum mánaðarfrest til að greiða helming tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga núna í mars. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm Breytingin virkar þannig að í stað þess að greiða alla kröfuna sem var á gjalddaga í dag verður greiðslu skipt í tvennt. Fyrri helmingurinn er þannig á gjalddaga 1. mars og á eindaga í dag en seinni helmingur er með gjalddaga 1. apríl og eindaga 15. apríl. Ráðstöfunin er hugsuð fyrir fyrirtæki sem þurfa á sérstakri fyrirgreiðslu að halda. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag eru fyrirtæki sem ekki eru í þeirri stöðu hvött til að greiða báðar kröfur strax. Atvinnuleysisbætur og laun í sóttkví Í þessari viku stendur til að afgreiða þrjú frumvörp á Alþingi. Eitt á að veita sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við því neyðarástandi sem skapast hefur en það lýtur til dæmis að heimildákvarðanatöku með rýmri reglum um fjarfundi. Tvö eru flutt af félags- og barnamálaráðherra. Annars vegar er það frumvarp um greiðslu launa í sóttkví. Lögin taka til greiðslna til atvinnurekenda sem greitt hafa starfsfólki sínu laun í sóttkví á tímabilinu 1. febrúar til 30. apríl. Lögin ná einnig til launafólks sem sætir sóttkví á sama tímabili, en fá af einhverjum ástæðum ekki greidd laun frá atvinnurekenda, og til sjálfstætt starfandi einstaklinga. Greiðslur eru háðar skilyrðum sem nánar eru útlistaðar í frumvarpinu. Til stendur að afgreiða frumvarp sem varða launagreiðslur í sóttkví á Alþingi í þessari viku.Vísir/Hafsteinn Greiðslur taka mið af heildarlaunum launþega en geta aldrei orðið hærri en 633.000 krónur á mánuði og hámarksgreiðsla fyrir hvern dag 21.100 krónur. Sömu hámarksfjárhæðir eiga við um greiðslur til sjálfstætt starfandi í sóttkví en aftur á móti skal tekið mið af 80% af mánaðarlegum meðaltekjum. Þetta úrræði nær ekki yfir launagreiðslur til foreldra sem missa úr vinnu vegna barna sem skertrar þjónustu í grunn- og leikskólum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur yfir samtal milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins hvað þetta varðar. Ekkert liggur fyrir á þessari stundu í þeim efnum eftir því sem fréttastofa kemst. Lækkað starfshlutfall í stað uppsagna Hins vegar stendur til að afgreiða í vikunni frumvarp um greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Atvinnurekendur sem sjá fram á tímabundinn rekstrarvanda eru hvattir til að nýta þann kost að lækka starfshlutfall starfsfólks í stað þess að grípa til uppsagna. Úrræðið gildir frá 15. mars til 1. júlí samkvæmt frumvarpinu. Hitt frumvarp félags- og barnamálaráðherra sem til stendur að afgreiða í vikunni varðar greiðslur atvinnuleysisbóta á móti skertu starfshlutfalli.Vísir/Hafsteinn Gert er ráð fyrir að starfshlutfall sé lækkað um að minnsta kosti tuttugu prósent en starfsmaður haldi minnst haldist fimmtíu prósent starfshlutfalli svo lögin eigi við. Samanlögð laun frá vinnuveitanda og atvinnuleysisbætur geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur 80% af meðaltali heildarlauna, en þó að hámarki 650.000 krónur á mánuði. Frekari aðgerðir í farvatninu Þá hafa verið boðaðar frekari aðgerðir og er unnið að útfærslu þeirra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur til að kynna umfangsmiklar aðgerðir á næstu dögum sem unnið er að hörðum höndum í fjármálaráðuneytinu. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í sjö liðum í síðustu viku en þá þegar lá fyrir að margar þeirra átti eftir að útfæra nánar. Má þar til dæmis nefna afnám gistináttagjalds, markaðsátak til að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað og ráðstafanir sem geti örvað einkaneyslu og eftirspurn. Þær hugmyndir voru ekki útfærðar nánar í tillögunum sem kynntar voru þá en talað um að þær gætu til dæmis falist í skatta- eða stuðningskerfum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í síðustu viku þar sem fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kynntar.Vísir/Vilhelm Ýmsir sérfræðingar, fulltrúar atvinnulífsins og jafnvel þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa bent á að lækkun eða afnám tryggingagjalds gæti verið jákvætt skref í þágu atvinnulífsins. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort eða þá að hvaða leiti stendur til að gera breytingar á tryggingagjaldi eða öðrum sköttum í þeim aðgerðum sem nú eru í undirbúningi. Þá liggur fyrir að stjórnvöld hyggjast setja aukinn kraft í opinberar framkvæmdir. Afgreiðslu fjármálaáætlunar verður frestað fram í maí og stendur til að ræða fjármálastefnu stjórnvalda samhliða, enda eru forsendur núgildandi ríkisfjármálastefnu brostnar. Bæði Mannlíf og Kjarninn birtu í dag ítarlegar fréttaskýringar um aðgerðir stjórnvalda. Þar er talað um þær aðgerðir sem kynntar verða á næstunni sem „risapakka til að bjarga íslensku atvinnulífi,“ sem snúast um „milljarða og jafnvel tugi milljarða.“ Þessi lýsing fer nokkuð vel saman við þær upplýsingar sem Vísir hefur aflað sér um málið í dag.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Kynna umfangsmiklar aðgerðir á næstu dögum Stjórnvöld hyggjast á allra næstu dögum kynna frekari aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum af völdum kórónuveirufaraldursins. 16. mars 2020 16:27 Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir vegna kórónuveirunnar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boða til fréttamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag kl 11:30. 10. mars 2020 10:25 Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Fjármálaáætlun verður frestað vegna gjörbreyttna efnahagsforsendna og ríkisstjórnin ætlar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við efnahagslegri kólnun vegna kórónuveirunnar. 10. mars 2020 11:53 Seðlabankinn flýtir vaxtaákvörðun sinni Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar á morgun þar sem peningastefnunefnd bankans hyggst kynna vaxtaákvörðun sína. Fundinum var flýtt en fyrirhugað var að Seðlabankinn myndi tilkynna ákvörðun sína í næstu viku. 10. mars 2020 16:24 Segja óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra aðgerðirnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. 11. mars 2020 19:35 „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 10:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kynna umfangsmiklar aðgerðir á næstu dögum Stjórnvöld hyggjast á allra næstu dögum kynna frekari aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum af völdum kórónuveirufaraldursins. 16. mars 2020 16:27
Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir vegna kórónuveirunnar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boða til fréttamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag kl 11:30. 10. mars 2020 10:25
Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Fjármálaáætlun verður frestað vegna gjörbreyttna efnahagsforsendna og ríkisstjórnin ætlar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við efnahagslegri kólnun vegna kórónuveirunnar. 10. mars 2020 11:53
Seðlabankinn flýtir vaxtaákvörðun sinni Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar á morgun þar sem peningastefnunefnd bankans hyggst kynna vaxtaákvörðun sína. Fundinum var flýtt en fyrirhugað var að Seðlabankinn myndi tilkynna ákvörðun sína í næstu viku. 10. mars 2020 16:24
Segja óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra aðgerðirnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. 11. mars 2020 19:35
„Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 10:01