50-60 milljónir í súginn verði frestað | KSÍ leitað til borgar og ríkis Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2020 23:00 Kjartan Atli Kjartansson, Guðni Bergsson og Henry Birgir Gunnarsson í þættinum í dag. vísir/skjáskot Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Guðni var meðal annars spurður út í kostnaðinn við að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu. Leikurinn er enn settur á 26. mars en allar líkur eru á að honum verði frestað. Guðni mun á morgun sitja fjarfund með öðrum formönnum knattspyrnusambanda í Evrópu þar sem þetta og fleiri mál verða rædd. Guðni segir að á bilinu 50-60 milljónir hafi farið í að gera Laugardalsvöll tilbúinn í þessum mánuði, sem segja má að fari í súginn vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn þótti réttlætanlegur í ljósi þess hve mikið var í húfi fyrir íslenska liðið, enda margfalt hærra verðlaunafé í boði fyrir að komast á EM. Þess vegna var allt lagt í sölurnar: „Völlurinn er í góðu ástandi miðað við að það skuli vera mars. Það er verst ef að öll þessi vinna Kidda vallarstjóra [Kristins V. Jóhannssonar] og okkar starfsmanna hefur þá farið fyrir bí. En við verðum líka að skoða það í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu og tökumst bara á við þetta,“ sagði Guðni. En mun kostnaðurinn einfaldlega falla á KSÍ eða fást bætur frá UEFA vegna fordæmalausra aðstæðna? „Að öllum líkindum fellur þetta bara á sambandið. Við höfum svo sem verið að ræða við UEFA um þessi mál, en ef maður á að vera algjörlega sanngjarn í þessum vangaveltum þá má spyrja; Hvar eru hitalagnir undir grasinu? Og svo framvegis. Það er ekki búið að klára þá umræðu en við höfum vissulega líka rætt við eiganda vallarins, Reykjavíkurborg, varðandi að styrkja okkur varðandi þennan kostnað, og líka ríkisstjórnina. Þennan kostnað sem kemur til út af leiktíma og ástandi Laugardalsvallar. En þetta er eitthvað sem að við verðum að taka, og þó að þessi leikur færi fram í júní eða síðar þá var þessi kostnaður alltaf að fara að falla á okkur. Það er mikilvægt líka á þessari stundu að sjá hlutina í samhengi. Auðvitað er þetta fjárhagslegur skaði og bit og allt þetta. Við þurfum að greiða fyrir þetta jafnvel þó að leikurinn verði ekki á endanum, en við verðum að sjá stóra samhengið sem er auðvitað ástandið, almannaheill og lýðheilsan. Það er það sem við beinum sjónum okkar að núna,“ sagði Guðni. Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem Guðni ræðir meðal annars um áhrif kórónuveirunnar á komandi Íslandsmót. Klippa: Guðni Bergsson sat fyrir svörum KSÍ EM 2020 í fótbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Guðni var meðal annars spurður út í kostnaðinn við að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu. Leikurinn er enn settur á 26. mars en allar líkur eru á að honum verði frestað. Guðni mun á morgun sitja fjarfund með öðrum formönnum knattspyrnusambanda í Evrópu þar sem þetta og fleiri mál verða rædd. Guðni segir að á bilinu 50-60 milljónir hafi farið í að gera Laugardalsvöll tilbúinn í þessum mánuði, sem segja má að fari í súginn vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn þótti réttlætanlegur í ljósi þess hve mikið var í húfi fyrir íslenska liðið, enda margfalt hærra verðlaunafé í boði fyrir að komast á EM. Þess vegna var allt lagt í sölurnar: „Völlurinn er í góðu ástandi miðað við að það skuli vera mars. Það er verst ef að öll þessi vinna Kidda vallarstjóra [Kristins V. Jóhannssonar] og okkar starfsmanna hefur þá farið fyrir bí. En við verðum líka að skoða það í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu og tökumst bara á við þetta,“ sagði Guðni. En mun kostnaðurinn einfaldlega falla á KSÍ eða fást bætur frá UEFA vegna fordæmalausra aðstæðna? „Að öllum líkindum fellur þetta bara á sambandið. Við höfum svo sem verið að ræða við UEFA um þessi mál, en ef maður á að vera algjörlega sanngjarn í þessum vangaveltum þá má spyrja; Hvar eru hitalagnir undir grasinu? Og svo framvegis. Það er ekki búið að klára þá umræðu en við höfum vissulega líka rætt við eiganda vallarins, Reykjavíkurborg, varðandi að styrkja okkur varðandi þennan kostnað, og líka ríkisstjórnina. Þennan kostnað sem kemur til út af leiktíma og ástandi Laugardalsvallar. En þetta er eitthvað sem að við verðum að taka, og þó að þessi leikur færi fram í júní eða síðar þá var þessi kostnaður alltaf að fara að falla á okkur. Það er mikilvægt líka á þessari stundu að sjá hlutina í samhengi. Auðvitað er þetta fjárhagslegur skaði og bit og allt þetta. Við þurfum að greiða fyrir þetta jafnvel þó að leikurinn verði ekki á endanum, en við verðum að sjá stóra samhengið sem er auðvitað ástandið, almannaheill og lýðheilsan. Það er það sem við beinum sjónum okkar að núna,“ sagði Guðni. Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem Guðni ræðir meðal annars um áhrif kórónuveirunnar á komandi Íslandsmót. Klippa: Guðni Bergsson sat fyrir svörum
KSÍ EM 2020 í fótbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10
Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51
Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35
Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56