50-60 milljónir í súginn verði frestað | KSÍ leitað til borgar og ríkis Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2020 23:00 Kjartan Atli Kjartansson, Guðni Bergsson og Henry Birgir Gunnarsson í þættinum í dag. vísir/skjáskot Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Guðni var meðal annars spurður út í kostnaðinn við að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu. Leikurinn er enn settur á 26. mars en allar líkur eru á að honum verði frestað. Guðni mun á morgun sitja fjarfund með öðrum formönnum knattspyrnusambanda í Evrópu þar sem þetta og fleiri mál verða rædd. Guðni segir að á bilinu 50-60 milljónir hafi farið í að gera Laugardalsvöll tilbúinn í þessum mánuði, sem segja má að fari í súginn vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn þótti réttlætanlegur í ljósi þess hve mikið var í húfi fyrir íslenska liðið, enda margfalt hærra verðlaunafé í boði fyrir að komast á EM. Þess vegna var allt lagt í sölurnar: „Völlurinn er í góðu ástandi miðað við að það skuli vera mars. Það er verst ef að öll þessi vinna Kidda vallarstjóra [Kristins V. Jóhannssonar] og okkar starfsmanna hefur þá farið fyrir bí. En við verðum líka að skoða það í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu og tökumst bara á við þetta,“ sagði Guðni. En mun kostnaðurinn einfaldlega falla á KSÍ eða fást bætur frá UEFA vegna fordæmalausra aðstæðna? „Að öllum líkindum fellur þetta bara á sambandið. Við höfum svo sem verið að ræða við UEFA um þessi mál, en ef maður á að vera algjörlega sanngjarn í þessum vangaveltum þá má spyrja; Hvar eru hitalagnir undir grasinu? Og svo framvegis. Það er ekki búið að klára þá umræðu en við höfum vissulega líka rætt við eiganda vallarins, Reykjavíkurborg, varðandi að styrkja okkur varðandi þennan kostnað, og líka ríkisstjórnina. Þennan kostnað sem kemur til út af leiktíma og ástandi Laugardalsvallar. En þetta er eitthvað sem að við verðum að taka, og þó að þessi leikur færi fram í júní eða síðar þá var þessi kostnaður alltaf að fara að falla á okkur. Það er mikilvægt líka á þessari stundu að sjá hlutina í samhengi. Auðvitað er þetta fjárhagslegur skaði og bit og allt þetta. Við þurfum að greiða fyrir þetta jafnvel þó að leikurinn verði ekki á endanum, en við verðum að sjá stóra samhengið sem er auðvitað ástandið, almannaheill og lýðheilsan. Það er það sem við beinum sjónum okkar að núna,“ sagði Guðni. Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem Guðni ræðir meðal annars um áhrif kórónuveirunnar á komandi Íslandsmót. Klippa: Guðni Bergsson sat fyrir svörum KSÍ EM 2020 í fótbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Guðni var meðal annars spurður út í kostnaðinn við að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu. Leikurinn er enn settur á 26. mars en allar líkur eru á að honum verði frestað. Guðni mun á morgun sitja fjarfund með öðrum formönnum knattspyrnusambanda í Evrópu þar sem þetta og fleiri mál verða rædd. Guðni segir að á bilinu 50-60 milljónir hafi farið í að gera Laugardalsvöll tilbúinn í þessum mánuði, sem segja má að fari í súginn vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn þótti réttlætanlegur í ljósi þess hve mikið var í húfi fyrir íslenska liðið, enda margfalt hærra verðlaunafé í boði fyrir að komast á EM. Þess vegna var allt lagt í sölurnar: „Völlurinn er í góðu ástandi miðað við að það skuli vera mars. Það er verst ef að öll þessi vinna Kidda vallarstjóra [Kristins V. Jóhannssonar] og okkar starfsmanna hefur þá farið fyrir bí. En við verðum líka að skoða það í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu og tökumst bara á við þetta,“ sagði Guðni. En mun kostnaðurinn einfaldlega falla á KSÍ eða fást bætur frá UEFA vegna fordæmalausra aðstæðna? „Að öllum líkindum fellur þetta bara á sambandið. Við höfum svo sem verið að ræða við UEFA um þessi mál, en ef maður á að vera algjörlega sanngjarn í þessum vangaveltum þá má spyrja; Hvar eru hitalagnir undir grasinu? Og svo framvegis. Það er ekki búið að klára þá umræðu en við höfum vissulega líka rætt við eiganda vallarins, Reykjavíkurborg, varðandi að styrkja okkur varðandi þennan kostnað, og líka ríkisstjórnina. Þennan kostnað sem kemur til út af leiktíma og ástandi Laugardalsvallar. En þetta er eitthvað sem að við verðum að taka, og þó að þessi leikur færi fram í júní eða síðar þá var þessi kostnaður alltaf að fara að falla á okkur. Það er mikilvægt líka á þessari stundu að sjá hlutina í samhengi. Auðvitað er þetta fjárhagslegur skaði og bit og allt þetta. Við þurfum að greiða fyrir þetta jafnvel þó að leikurinn verði ekki á endanum, en við verðum að sjá stóra samhengið sem er auðvitað ástandið, almannaheill og lýðheilsan. Það er það sem við beinum sjónum okkar að núna,“ sagði Guðni. Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem Guðni ræðir meðal annars um áhrif kórónuveirunnar á komandi Íslandsmót. Klippa: Guðni Bergsson sat fyrir svörum
KSÍ EM 2020 í fótbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10
Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51
Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35
Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56