Íslendingur í Lúxemborg: „Það er búið að loka öllu nema landamærunum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2020 20:00 Gígja Birgisdóttir sem búsett er í Lúxemborg segir skrítið ástand þar vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir Íslensk kona búsett í Lúxemborg segir allt lokað nema landamærin því meirihluti heilbrigðisstarfsfólks komi frá aðliggjandi löndum og þurfi að komast til vinnu. Í Svíþjóð hafa yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir seinagang. Alls hafa140 manns hafa greinst með sjúkdóminn Covid 19 í Lúxemborg. Margir Íslendingar eru búsettir þar og meðal þeirra er Gígja Birgisdóttir atvinnurekandi. „Það er búið að loka öllu nema landamærunum og skrítið að fara um því alls staðar er tómt. Allir skólar eru lokaðir og fólk heldur sig bara heima,“ segur Gígja. Gígja segir hins vegar afar ólíklegt að landinu verði lokað eins og hefur gerst víða annars staðar. „Þeir geta ekki lokað landamærunum því yfir 70% af heilbrigðisstarfsmönnum búa í Þýskalandi Belgíu eða Frakklandi þannig að það væri allt eins hægt að loka spítulum hér. Gígja segir að aðeins séu tekin sýni hjá þeim veikustu og telur að mun fleiri séu smitaðir í Lúxemborg. Hún segir að stjórnvöld hafi gripið til ýmissa aðgerða í efnahagsmálum. Hér er verið að reyna að aðstoða fyrirtæki og finna lausnir í hagkerfinu,“ segir Gígja. Stjórnvöld í Svíþjóð gagnrýnd fyrir seinagang Hugi Ásgeirsson íbúi í Stokkhólmi segir að yfirvöld í Svíþjóð hafi verið gagnrýnd fyrir seinagang.Vísir Tæplega tólfhundruð manns hafa greinst með Covid 19 í Svíþjóð. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. „Viðbrögðin hafa verið hæg og Lýðheilsustofnun hér fengið á sig gagnrýni fyrir að vera hægari á sér en í öðrum löndum. Hér eru ennþá leyfðar samkomur fyrir 400 og færri þó að almenningi detti ekki í hug að fara á slíkar samkomur. Þá eru grunnskólar ennþá opnir,“ segir Hugi. Þá hafi ekki verið brugðist við á þegar fólk kom heim úr skíðaferðum frá Norður-ítalíu. Fólk sem kom heim frá þessum svæðum var ekki sett í sóttkví þó að vitað væri að veiran væri landlæg þar,“ segir hann. Fólk hafi áhyggjur af heilbrigðiskerfinu. Það er búið að grafa undan heilbrigðiskerfinu í mörg, mörg ár og það er ekki vel í stakk búið að taka á móti svona faraldri að mati margra,“ segir Hugi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Íslensk kona búsett í Lúxemborg segir allt lokað nema landamærin því meirihluti heilbrigðisstarfsfólks komi frá aðliggjandi löndum og þurfi að komast til vinnu. Í Svíþjóð hafa yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir seinagang. Alls hafa140 manns hafa greinst með sjúkdóminn Covid 19 í Lúxemborg. Margir Íslendingar eru búsettir þar og meðal þeirra er Gígja Birgisdóttir atvinnurekandi. „Það er búið að loka öllu nema landamærunum og skrítið að fara um því alls staðar er tómt. Allir skólar eru lokaðir og fólk heldur sig bara heima,“ segur Gígja. Gígja segir hins vegar afar ólíklegt að landinu verði lokað eins og hefur gerst víða annars staðar. „Þeir geta ekki lokað landamærunum því yfir 70% af heilbrigðisstarfsmönnum búa í Þýskalandi Belgíu eða Frakklandi þannig að það væri allt eins hægt að loka spítulum hér. Gígja segir að aðeins séu tekin sýni hjá þeim veikustu og telur að mun fleiri séu smitaðir í Lúxemborg. Hún segir að stjórnvöld hafi gripið til ýmissa aðgerða í efnahagsmálum. Hér er verið að reyna að aðstoða fyrirtæki og finna lausnir í hagkerfinu,“ segir Gígja. Stjórnvöld í Svíþjóð gagnrýnd fyrir seinagang Hugi Ásgeirsson íbúi í Stokkhólmi segir að yfirvöld í Svíþjóð hafi verið gagnrýnd fyrir seinagang.Vísir Tæplega tólfhundruð manns hafa greinst með Covid 19 í Svíþjóð. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. „Viðbrögðin hafa verið hæg og Lýðheilsustofnun hér fengið á sig gagnrýni fyrir að vera hægari á sér en í öðrum löndum. Hér eru ennþá leyfðar samkomur fyrir 400 og færri þó að almenningi detti ekki í hug að fara á slíkar samkomur. Þá eru grunnskólar ennþá opnir,“ segir Hugi. Þá hafi ekki verið brugðist við á þegar fólk kom heim úr skíðaferðum frá Norður-ítalíu. Fólk sem kom heim frá þessum svæðum var ekki sett í sóttkví þó að vitað væri að veiran væri landlæg þar,“ segir hann. Fólk hafi áhyggjur af heilbrigðiskerfinu. Það er búið að grafa undan heilbrigðiskerfinu í mörg, mörg ár og það er ekki vel í stakk búið að taka á móti svona faraldri að mati margra,“ segir Hugi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira