Sportpakkinn: Vonandi getum við spilað í júní Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2020 20:30 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. vísir/skjáskot „Það er alla vega búið að fresta þessu um sinn og vonandi getum við spilað þarna í júní,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um EM-umspilið sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur þátt í. Umspilinu var í dag frestað fram í júní en það átti að fara fram 26. og 31. mars. Guðni tók þátt í stórum fjarfundi UEFA í dag þar sem niðurstaðan var sú að fresta EM karla um eitt ár og umspilinu fram í júní. Guðni ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og sagði ljóst að til frekari frestunar umspilsins gæti komið: „Ég held að það sé alveg mögulegt. Við verðum bara að vera raunsæ með það. Framvindan hefur auðvitað verið með ólíkindum undanfarna daga og vikur svo það er erfitt til um að segja en við vonum svo sannarlega að við getum spilað þennan mikilvæga leik í júní og að hlutirnir fari að lagast eitthvað. En það er erfitt að segja til um það,“ sagði Guðni og ekki alveg ljóst nákvæmlega hvenær Rúmenía mætir á Laugardalsvöll. „Vegna samkomubannsins var útséð með að við gætum spilað fyrir framan okkar áhorfendur 26. mars. Úr því sem komið var er svo sem fínt að fresta þessum leik og fá hann þá í sumar, fyrir framan okkar fólk og okkar stuðningsmenn. Það viljum við auðvitað. Við horfum fram til júní og verðum þá vonandi með okkar sterkasta lið og hlutirnir kannski í betra horfi almennt í samfélaginu en í dag,“ sagði Guðni en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Guðni Bergs ræddi um umspilið KSÍ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamrén ánægður með ákvörðun UEFA: „Hlutir sem eru stærri og mikilvægari en fótbolti“ Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir að UEFA hafi tekið rétta ákvörðun með að færa Evrópumótið fram á næsta ár. 17. mars 2020 15:42 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
„Það er alla vega búið að fresta þessu um sinn og vonandi getum við spilað þarna í júní,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um EM-umspilið sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur þátt í. Umspilinu var í dag frestað fram í júní en það átti að fara fram 26. og 31. mars. Guðni tók þátt í stórum fjarfundi UEFA í dag þar sem niðurstaðan var sú að fresta EM karla um eitt ár og umspilinu fram í júní. Guðni ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og sagði ljóst að til frekari frestunar umspilsins gæti komið: „Ég held að það sé alveg mögulegt. Við verðum bara að vera raunsæ með það. Framvindan hefur auðvitað verið með ólíkindum undanfarna daga og vikur svo það er erfitt til um að segja en við vonum svo sannarlega að við getum spilað þennan mikilvæga leik í júní og að hlutirnir fari að lagast eitthvað. En það er erfitt að segja til um það,“ sagði Guðni og ekki alveg ljóst nákvæmlega hvenær Rúmenía mætir á Laugardalsvöll. „Vegna samkomubannsins var útséð með að við gætum spilað fyrir framan okkar áhorfendur 26. mars. Úr því sem komið var er svo sem fínt að fresta þessum leik og fá hann þá í sumar, fyrir framan okkar fólk og okkar stuðningsmenn. Það viljum við auðvitað. Við horfum fram til júní og verðum þá vonandi með okkar sterkasta lið og hlutirnir kannski í betra horfi almennt í samfélaginu en í dag,“ sagði Guðni en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Guðni Bergs ræddi um umspilið
KSÍ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamrén ánægður með ákvörðun UEFA: „Hlutir sem eru stærri og mikilvægari en fótbolti“ Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir að UEFA hafi tekið rétta ákvörðun með að færa Evrópumótið fram á næsta ár. 17. mars 2020 15:42 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Hamrén ánægður með ákvörðun UEFA: „Hlutir sem eru stærri og mikilvægari en fótbolti“ Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir að UEFA hafi tekið rétta ákvörðun með að færa Evrópumótið fram á næsta ár. 17. mars 2020 15:42