„Það er einhver stórkostlegur misskilningur hjá stjórnarandstöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. apríl 2020 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Egill Samgönguráðherra sakar stjórnarandstöðuna um fjarstæðukenndar yfirlýsingar og stórkostlegan misskilning vegna máls sem átti að vera á dagskrá þingfundar í vikunni er varðar samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum. Þótt frumvarpið sé ekki lagt fram sem sérstakt viðbragð við kórónuveirufaraldrinum lítur ráðherra á það sem hluta af viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf. Á dagskrá þingfundar á miðvikudaginn voru sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast beinlínis viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. Stjórnarandstaðan lýsti verulegri óánægju með þetta sem endaði með því að forseti Alþingis tók öll mál af dagskrá, líka óundirbúinn fyrirspurnatíma og umræðu um störf þingsins, og sleit þingfundi. Sjá einnig: „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Eitt þeirra stjórnarmála sem var á dagskrá er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sem varðar samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Með því er gert ráð fyrir að Vegagerðinni verði heimilt að semja við einkaaðila um sex tiltekin verkefni í vegagerð og kveðið er á um heimild til að heimta veggjöld. Það var einkum þetta frumvarp sem stjórnarandstaðan var óhress með að sett væri á dagskrá enda sé málið umdeilt í öllum flokkum. Sigurður Ingi segist hissa á framgöngu stjórnarandstöðunnar. „Það er einhver stórkostlegur misskilningur hjá stjórnarandstöðunni. Þetta mál er framhald af Hvalfjarðagangamódelinu. Margir hafa litið á það, og þar á meðal ríkisstjórnin, að þetta er hluti af viðspyrnunni eftir Covid og þess vegna alveg fjarstæðukenndar yfirlýsingar sem að stjórnarandstaðan var með í kringum þetta mál,“ segir Sigurður Ingi. Þess ber þó að geta að óánægja stjórnarandstöðunnar snýr ekki aðeins að þessu máli sem slíku heldur einnig því hvernig forseti Alþingis hefur haldið á málum við skipulag dagskrár þingfunda. Með því að setja önnur mál á dagskrá en sérstök Covid-19 mál hafi hann svikið samkomulag um að aðeins slík mál ættu að vera í forgangi. Það hafi bætt gráu ofan á svart að eitt þeirra mála hafi verið veggjaldafrumvarp samgönguráðherra. „Ég eiginlega botna ekkert í hugsunarhætti þeirra gagnvart því. Þarna er verið að fara í viðspyrnu til þess að fara í frekari verkefni. Ávinningurinn af því er augljós, ekki sýst fyrir þann sem notar framkvæmdina alveg eins og Hvalfjarðarmódelið var,“ segir Sigurður Ingi. Alþingi Samgöngur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Steingrím vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hann segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ 16. apríl 2020 20:00 „Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. 16. apríl 2020 21:20 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Samgönguráðherra sakar stjórnarandstöðuna um fjarstæðukenndar yfirlýsingar og stórkostlegan misskilning vegna máls sem átti að vera á dagskrá þingfundar í vikunni er varðar samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum. Þótt frumvarpið sé ekki lagt fram sem sérstakt viðbragð við kórónuveirufaraldrinum lítur ráðherra á það sem hluta af viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf. Á dagskrá þingfundar á miðvikudaginn voru sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast beinlínis viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. Stjórnarandstaðan lýsti verulegri óánægju með þetta sem endaði með því að forseti Alþingis tók öll mál af dagskrá, líka óundirbúinn fyrirspurnatíma og umræðu um störf þingsins, og sleit þingfundi. Sjá einnig: „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Eitt þeirra stjórnarmála sem var á dagskrá er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sem varðar samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Með því er gert ráð fyrir að Vegagerðinni verði heimilt að semja við einkaaðila um sex tiltekin verkefni í vegagerð og kveðið er á um heimild til að heimta veggjöld. Það var einkum þetta frumvarp sem stjórnarandstaðan var óhress með að sett væri á dagskrá enda sé málið umdeilt í öllum flokkum. Sigurður Ingi segist hissa á framgöngu stjórnarandstöðunnar. „Það er einhver stórkostlegur misskilningur hjá stjórnarandstöðunni. Þetta mál er framhald af Hvalfjarðagangamódelinu. Margir hafa litið á það, og þar á meðal ríkisstjórnin, að þetta er hluti af viðspyrnunni eftir Covid og þess vegna alveg fjarstæðukenndar yfirlýsingar sem að stjórnarandstaðan var með í kringum þetta mál,“ segir Sigurður Ingi. Þess ber þó að geta að óánægja stjórnarandstöðunnar snýr ekki aðeins að þessu máli sem slíku heldur einnig því hvernig forseti Alþingis hefur haldið á málum við skipulag dagskrár þingfunda. Með því að setja önnur mál á dagskrá en sérstök Covid-19 mál hafi hann svikið samkomulag um að aðeins slík mál ættu að vera í forgangi. Það hafi bætt gráu ofan á svart að eitt þeirra mála hafi verið veggjaldafrumvarp samgönguráðherra. „Ég eiginlega botna ekkert í hugsunarhætti þeirra gagnvart því. Þarna er verið að fara í viðspyrnu til þess að fara í frekari verkefni. Ávinningurinn af því er augljós, ekki sýst fyrir þann sem notar framkvæmdina alveg eins og Hvalfjarðarmódelið var,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingi Samgöngur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Steingrím vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hann segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ 16. apríl 2020 20:00 „Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. 16. apríl 2020 21:20 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Segir Steingrím vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hann segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ 16. apríl 2020 20:00
„Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. 16. apríl 2020 21:20
Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12
Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent