Fluttu til Tene, fengu yfir sig sandstorm og kórónaveiru og eru nú á leiðinni heim Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2020 10:31 Árni og fjölskylda hafa unað sér vel úti á Tenerife en hugurinn leitar þó óhjákvæmilega heim. „Þetta er búið að vera mjög ljúft og gott hérna,“ segir Árni Már Valmundarson, fyrrverandi útvarpsmaður á FM957, sem flutti alla fjölskylduna til Los Cristianos á Tenerife um áramót. „Við höfum upplifað ótrúlegustu hluti hér úti. Fyrir það fyrsta ætluðum við bara að koma hingað út, komast í smá hita og njóta lífsins. Við erum með tvö börn með okkur hérna og fengum leyfi frá skólanum til að vera með heimakennslu. Allt gekk vel til að byrja með. Vorum fyrst á hóteli við amerísku ströndina og svo fórum við að skoða í kringum okkur og fundum alveg frábæra íbúð í Los Cristianos sem er svona í göngufæri við amerísku ströndina. Við fundum íbúð á efstu hæð í blokk og erum með stórar svalir, gott útsýni og bara draumurinn. Æðislegir dagar að baki en margt gerst. Við fengum yfir okkur þennan sandstorm,“ segir Árni Már og heldur áfram. „Ég er búinn að heyra í fólki að það hefði frekar viljað vera í miklum snjóstormi á Íslandi frekar en svona sandstormi. Þetta er bara eins og kanill sem fer út um allt. Það þurftu allir að hafa lokaða glugga og lokaðar hurðir og enginn mátti fara út. Það var gefið út í fréttunum að þessi staður var þarna mest mengandi staður á jörðinni, miklu meira en stærstu höfuðborgir sem eru að menga mikið. Þetta var svo hættulegt fyrir lungun. Útsýnið var hundrað metrar, ógeðslega heitt og þetta var algjör viðbjóður. Eftir það birti nú til og sólin kom aftur og allt varð æðislegt.“ Skrýtið að upplifa útgöngubann Hann segir að þau hafi þá haldið áfram með lífið eins og ekkert væri. „Svo kom Covid-19 og við þekkjum öll þá sögu og hér er búið að vera svolítið sérstakt ástanda líka. Þetta byrjaði bara rólega á einu hóteli sem var sett í sóttkví og okkur fannst eins og allir væru að taka í taumana hér. Það var gert hratt og vel en síðan er þetta eðlilega búið að aukast eins og allir áttu von á. Hér er mikill straumur af ferðafólki og þá kom til þetta útgöngubann sem er mjög skrýtið að upplifa. Frá og með á miðnætti á laugardaginn mátti enginn vera úti. Það má fara út í búð að kaupa sér mjólk og brauð. Það má fara út að labba með hundinn og kaupa sér sígarettur og í apótek.“ Hann segir að lögregluyfirvöld séu mjög hörð á því að enginn sé úti og draga lögreglumenn fólk inn ef það brýtur reglur. „Það koma tilkynningar úr lögreglubílum í svona vondu hljóðkerfi og það er bara einhvern veginn óþægilegt að heyra þetta. Þetta er gert í þeim eina tilgangi að ná tökum á þessu og það er það sem allir vilja, eðlilega.“ Árni segir að eftir töluverða umhugsun og ráðleggingar frá borgaraþjónustunni hér á landi hafi fjölskyldan ákveðið að koma sér aftur heim. „Við ætlum að taka á þessu hér heima og sjá síðan til hvað gerist,“ segir Árni Már en hér að neðan má heyra viðtalið sem tekið var í Brennslunni í morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög ljúft og gott hérna,“ segir Árni Már Valmundarson, fyrrverandi útvarpsmaður á FM957, sem flutti alla fjölskylduna til Los Cristianos á Tenerife um áramót. „Við höfum upplifað ótrúlegustu hluti hér úti. Fyrir það fyrsta ætluðum við bara að koma hingað út, komast í smá hita og njóta lífsins. Við erum með tvö börn með okkur hérna og fengum leyfi frá skólanum til að vera með heimakennslu. Allt gekk vel til að byrja með. Vorum fyrst á hóteli við amerísku ströndina og svo fórum við að skoða í kringum okkur og fundum alveg frábæra íbúð í Los Cristianos sem er svona í göngufæri við amerísku ströndina. Við fundum íbúð á efstu hæð í blokk og erum með stórar svalir, gott útsýni og bara draumurinn. Æðislegir dagar að baki en margt gerst. Við fengum yfir okkur þennan sandstorm,“ segir Árni Már og heldur áfram. „Ég er búinn að heyra í fólki að það hefði frekar viljað vera í miklum snjóstormi á Íslandi frekar en svona sandstormi. Þetta er bara eins og kanill sem fer út um allt. Það þurftu allir að hafa lokaða glugga og lokaðar hurðir og enginn mátti fara út. Það var gefið út í fréttunum að þessi staður var þarna mest mengandi staður á jörðinni, miklu meira en stærstu höfuðborgir sem eru að menga mikið. Þetta var svo hættulegt fyrir lungun. Útsýnið var hundrað metrar, ógeðslega heitt og þetta var algjör viðbjóður. Eftir það birti nú til og sólin kom aftur og allt varð æðislegt.“ Skrýtið að upplifa útgöngubann Hann segir að þau hafi þá haldið áfram með lífið eins og ekkert væri. „Svo kom Covid-19 og við þekkjum öll þá sögu og hér er búið að vera svolítið sérstakt ástanda líka. Þetta byrjaði bara rólega á einu hóteli sem var sett í sóttkví og okkur fannst eins og allir væru að taka í taumana hér. Það var gert hratt og vel en síðan er þetta eðlilega búið að aukast eins og allir áttu von á. Hér er mikill straumur af ferðafólki og þá kom til þetta útgöngubann sem er mjög skrýtið að upplifa. Frá og með á miðnætti á laugardaginn mátti enginn vera úti. Það má fara út í búð að kaupa sér mjólk og brauð. Það má fara út að labba með hundinn og kaupa sér sígarettur og í apótek.“ Hann segir að lögregluyfirvöld séu mjög hörð á því að enginn sé úti og draga lögreglumenn fólk inn ef það brýtur reglur. „Það koma tilkynningar úr lögreglubílum í svona vondu hljóðkerfi og það er bara einhvern veginn óþægilegt að heyra þetta. Þetta er gert í þeim eina tilgangi að ná tökum á þessu og það er það sem allir vilja, eðlilega.“ Árni segir að eftir töluverða umhugsun og ráðleggingar frá borgaraþjónustunni hér á landi hafi fjölskyldan ákveðið að koma sér aftur heim. „Við ætlum að taka á þessu hér heima og sjá síðan til hvað gerist,“ segir Árni Már en hér að neðan má heyra viðtalið sem tekið var í Brennslunni í morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira