Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2020 14:02 KR verður ekki Íslandsmeistari sjöunda árið í röð. vísir/vilhelm Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að hætta keppni á Íslandsmótinu 2019-20 vegna kórónuveirufaraldursins. Engir Íslandsmeistarar verða því krýndir þetta tímabil. Stjarnan og Valur eru deildarmeistarar í Domino's deildum karla og kvenna. Fjölnir fellur úr Domino's deild karla og Höttur, efsta lið 1. deildar, tekur sæti þeirra. Þór Ak., sem er í ellefta og næstneðsta sæti Domino's deildarinnar, heldur því sér uppi. Grindavík fellur úr Domino's deild kvenna og Fjölnir kemur í þeirra stað. Síðasti leikir körfuboltatímabilsins fóru fram á föstudaginn var. Eftir það var keppni frestað og henni hefur nú verið hætt. Í yfirlýsingu KKÍ segir að ákvörðunin hafi verið erfið og hún muni eflaust hafa mikil áhrif á fjárhag félaganna og sambandsins sem verða af miklum tekjum. Þar kemur einnig fram að óvissa sé hvenær samkomubanninu hér á landi ljúki sem og um stöðu erlendra leikmanna; hvort og þá hvaða leikmenn gætu snúið aftur til Íslands þegar ástandið batnar. Þá sé ekki vitað hversu alvarleg áhrif kórónuveirunnar verði. Yfirlýsingu KKÍ í heild sinni má lesa með því að smella hér. Í niðurlagi hennar segir: Niðurstaða stjórnar KKÍ við það ástand sem við blasir er því að ekki verður keppt frekar á keppnistímabilinu 2019/2020. Einnig samþykkti stjórn KKÍ eftirfarandi á fundi sínu, miðvikudaginn 18. mars 2020: 1. Enginn Íslandsmeistari verður krýndur tímabilið 2019/2020. 2. Sú niðurstaða sem deildarkeppni Domino’s deilda og 1. deilda hefur þegar gefið okkur ræður. - Fjölnir fellur niður í 1. deild karla. - Valur er deildarmeistari Domino’s deildar kvenna og Fjölnir deildarmeistari 1. deildar kvenna. 3. Núverandi stöðutafla er lokastaða Domino’s deilda og 1. deilda tímabilið 2019/2020. Það þýðir að: - Stjarnan er deildarmeistari Domino’s deildar karla. - Höttur er deildarmeistari 1. deildar karla og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild karla. - Grindavík fellur úr Domino’s deild kvenna. Fjölnir er deildarmeistari 1. deildar kvenna og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild kvenna. Vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru og hafa stuðlað að ótímabærum lokum keppnistímabilsins 2019/2020 má ljóst vera að mörg félög muni lenda í fjárhagsvanda vegna talsverðs tekjumissis. Það sama mun gilda um fjárhag KKÍ. Það verður verðugt verkefni allra hlutaðeigandi að takast á við þann vanda. Stjórn og starfsmenn KKÍ vilja að lokum þakka aðildarfélögum sínum innilega fyrir sýnda biðlund og mikinn skilning á við þessar erfiðu aðstæður sem uppi eru. Við óskum ykkur alls hins besta í framhaldinu. Áfram körfubolti. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að hætta keppni á Íslandsmótinu 2019-20 vegna kórónuveirufaraldursins. Engir Íslandsmeistarar verða því krýndir þetta tímabil. Stjarnan og Valur eru deildarmeistarar í Domino's deildum karla og kvenna. Fjölnir fellur úr Domino's deild karla og Höttur, efsta lið 1. deildar, tekur sæti þeirra. Þór Ak., sem er í ellefta og næstneðsta sæti Domino's deildarinnar, heldur því sér uppi. Grindavík fellur úr Domino's deild kvenna og Fjölnir kemur í þeirra stað. Síðasti leikir körfuboltatímabilsins fóru fram á föstudaginn var. Eftir það var keppni frestað og henni hefur nú verið hætt. Í yfirlýsingu KKÍ segir að ákvörðunin hafi verið erfið og hún muni eflaust hafa mikil áhrif á fjárhag félaganna og sambandsins sem verða af miklum tekjum. Þar kemur einnig fram að óvissa sé hvenær samkomubanninu hér á landi ljúki sem og um stöðu erlendra leikmanna; hvort og þá hvaða leikmenn gætu snúið aftur til Íslands þegar ástandið batnar. Þá sé ekki vitað hversu alvarleg áhrif kórónuveirunnar verði. Yfirlýsingu KKÍ í heild sinni má lesa með því að smella hér. Í niðurlagi hennar segir: Niðurstaða stjórnar KKÍ við það ástand sem við blasir er því að ekki verður keppt frekar á keppnistímabilinu 2019/2020. Einnig samþykkti stjórn KKÍ eftirfarandi á fundi sínu, miðvikudaginn 18. mars 2020: 1. Enginn Íslandsmeistari verður krýndur tímabilið 2019/2020. 2. Sú niðurstaða sem deildarkeppni Domino’s deilda og 1. deilda hefur þegar gefið okkur ræður. - Fjölnir fellur niður í 1. deild karla. - Valur er deildarmeistari Domino’s deildar kvenna og Fjölnir deildarmeistari 1. deildar kvenna. 3. Núverandi stöðutafla er lokastaða Domino’s deilda og 1. deilda tímabilið 2019/2020. Það þýðir að: - Stjarnan er deildarmeistari Domino’s deildar karla. - Höttur er deildarmeistari 1. deildar karla og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild karla. - Grindavík fellur úr Domino’s deild kvenna. Fjölnir er deildarmeistari 1. deildar kvenna og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild kvenna. Vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru og hafa stuðlað að ótímabærum lokum keppnistímabilsins 2019/2020 má ljóst vera að mörg félög muni lenda í fjárhagsvanda vegna talsverðs tekjumissis. Það sama mun gilda um fjárhag KKÍ. Það verður verðugt verkefni allra hlutaðeigandi að takast á við þann vanda. Stjórn og starfsmenn KKÍ vilja að lokum þakka aðildarfélögum sínum innilega fyrir sýnda biðlund og mikinn skilning á við þessar erfiðu aðstæður sem uppi eru. Við óskum ykkur alls hins besta í framhaldinu. Áfram körfubolti.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira