Markmiðið að tryggja afkomu fólks á óvissutímum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 19:22 „Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þegar hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Þá tilkynnti Seðlabankinn það fyrr í dag að hann hygðist aðstoða viðskiptabankana og að gjaldeyrisforðinn væri gríðarlega öflugur. Bankarnir stæðu á traustum fótum og að þeir gætu auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef þörf væri á. „Seðlabankinn er að taka niðursveifluaukann svokallaðan auk þess að lækka vexti sem hafa aldrei verið lægri. Hvað þýðir þetta? Jú, þetta þýðir það að bankarnir, fjármálafyrirtækin hafa töluvert aukið svigrúm til að veita fyrirtækjum fyrirgreiðslu, og heimilum. Það hjálpar líka að koma fólki og fyrirtækjum í gegn um skaflinn,“ sagði Katrín. Þá staðfesti hún að verið væri að skoða frumvarpið hjá velferðarnefnd Alþingis og þangað hafi verið fengnir fjöldi gesta til að fara yfir málin. Ríkisstjórnin sjálf hafi þar að auki farið yfir athugasemdir sem hafi borist. „Ég átti sjálf fund með til að mynda fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar í gærdag sem og fulltrúum atvinnurekenda,“ sagði Katrín. „Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að því að leggja til breytingar sem velferðarnefnd mun taka til skoðunar.“ „Stóra markmiðið með þessu máli er að við tryggjum afkomu fólks í gegn um þessar tímabundnu þrengingar og það markmið er auðvitað það sem er okkar leiðarljós í allri þessari vinnu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
„Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þegar hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Þá tilkynnti Seðlabankinn það fyrr í dag að hann hygðist aðstoða viðskiptabankana og að gjaldeyrisforðinn væri gríðarlega öflugur. Bankarnir stæðu á traustum fótum og að þeir gætu auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef þörf væri á. „Seðlabankinn er að taka niðursveifluaukann svokallaðan auk þess að lækka vexti sem hafa aldrei verið lægri. Hvað þýðir þetta? Jú, þetta þýðir það að bankarnir, fjármálafyrirtækin hafa töluvert aukið svigrúm til að veita fyrirtækjum fyrirgreiðslu, og heimilum. Það hjálpar líka að koma fólki og fyrirtækjum í gegn um skaflinn,“ sagði Katrín. Þá staðfesti hún að verið væri að skoða frumvarpið hjá velferðarnefnd Alþingis og þangað hafi verið fengnir fjöldi gesta til að fara yfir málin. Ríkisstjórnin sjálf hafi þar að auki farið yfir athugasemdir sem hafi borist. „Ég átti sjálf fund með til að mynda fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar í gærdag sem og fulltrúum atvinnurekenda,“ sagði Katrín. „Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að því að leggja til breytingar sem velferðarnefnd mun taka til skoðunar.“ „Stóra markmiðið með þessu máli er að við tryggjum afkomu fólks í gegn um þessar tímabundnu þrengingar og það markmið er auðvitað það sem er okkar leiðarljós í allri þessari vinnu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07
Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05