Guðmundur í furðulegri stöðu | Skoða auðvitað tilboð ef það berst Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2020 21:30 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta kveðst opinn fyrir því að halda áfram sem þjálfari Melsungen á næstu leiktíð. Hann gerði stuttan samning við þýska félagið í síðasta mánuði. „Ég er bara með samning fram í byrjun júní og það var ekki komið lengra en það, en þetta er alveg furðuleg staða. Svo verðum við bara að sjá til hvort það verður eitthvað áframhald á því eða ekki. Þetta er í sjálfu sér frábært félag og þetta var búið að fara vel af stað, og við vorum svona að komast í gírinn, en því miður þá var þetta bara svona,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að ofan. Guðmundur kom heim til Íslands í vikunni og þarf því að vera í heimasóttkví í 14 daga, í samræmi við aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Keppni í þýsku 1. deildinni, Evrópukeppnum og bikarkeppnum hefur verið frestað vegna veirunnar og óvíst að Melsungen spili meira áður en núgildandi samningur Guðmundar við félagið rennur út, eins furðulegt og það nú er. En hefur landsliðsþjálfarinn áhuga á að þjálfa áfram í Þýskalandi? „Ég er ekkert búinn að gera það upp við mig. Maður er eiginlega að taka eitt skref í einu. Ég er ekki með neitt á borðinu varðandi framhaldið og það er ekki komið í að ræða það, en ég myndi auðvitað skoða það ef að tilboð myndi berast.“ Næsta verkefni íslenska landsliðsins ætti að vera að leika við Sviss í júní í umspili um sæti á HM. Telur Guðmundur að leikirnir verði spilaðir í júní? „Það er mögulegt en mér finnst það ekki líklegt. Ástæðan er sú að það mun fullt af leikmönnum þurfa að fara í einangrun og einhverjir munu sýkjast. Núna megum við ekki æfa saman og hvað þetta ástand varir lengi er ómögulegt að segja til um. Það gæti verið að menn næðu þessu í júní ef allt gengur upp, en það gæti alveg eins orðið ekki.“ Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta kveðst opinn fyrir því að halda áfram sem þjálfari Melsungen á næstu leiktíð. Hann gerði stuttan samning við þýska félagið í síðasta mánuði. „Ég er bara með samning fram í byrjun júní og það var ekki komið lengra en það, en þetta er alveg furðuleg staða. Svo verðum við bara að sjá til hvort það verður eitthvað áframhald á því eða ekki. Þetta er í sjálfu sér frábært félag og þetta var búið að fara vel af stað, og við vorum svona að komast í gírinn, en því miður þá var þetta bara svona,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að ofan. Guðmundur kom heim til Íslands í vikunni og þarf því að vera í heimasóttkví í 14 daga, í samræmi við aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Keppni í þýsku 1. deildinni, Evrópukeppnum og bikarkeppnum hefur verið frestað vegna veirunnar og óvíst að Melsungen spili meira áður en núgildandi samningur Guðmundar við félagið rennur út, eins furðulegt og það nú er. En hefur landsliðsþjálfarinn áhuga á að þjálfa áfram í Þýskalandi? „Ég er ekkert búinn að gera það upp við mig. Maður er eiginlega að taka eitt skref í einu. Ég er ekki með neitt á borðinu varðandi framhaldið og það er ekki komið í að ræða það, en ég myndi auðvitað skoða það ef að tilboð myndi berast.“ Næsta verkefni íslenska landsliðsins ætti að vera að leika við Sviss í júní í umspili um sæti á HM. Telur Guðmundur að leikirnir verði spilaðir í júní? „Það er mögulegt en mér finnst það ekki líklegt. Ástæðan er sú að það mun fullt af leikmönnum þurfa að fara í einangrun og einhverjir munu sýkjast. Núna megum við ekki æfa saman og hvað þetta ástand varir lengi er ómögulegt að segja til um. Það gæti verið að menn næðu þessu í júní ef allt gengur upp, en það gæti alveg eins orðið ekki.“
Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira