Beðið eftir útreikningum á kostnaði við atvinnufrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 12:39 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Vísir/Baldur Velferðarnefnd bíður eftir útreikningum frá stjórnvöldum varðandi frumvarp um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastörf vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Eins og frumvarpið lítur út núna gæti fólk sem verður fyrir lækkun starfshlutfalls vegna minnkandi umsvifa fyrirtækja á næstu þremur mánuðum fengið atvinnuleysisbætur til að vega upp á móti. Frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mælti fyrir því á þriðjudag. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir nefndarfólk hafa byrjað að rýna frumvarpið strax á föstudag. „Og höfum svo verið að taka á móti gestum frá því eldsnemma á mánudagsmorgun.“ Þið funduðuð aðeins í gær og nú er hlé, eftir hverju er beðið núna? „Við erum aðallega að bíða eftir frekari útreikningum frá ráðuneytinu. Mögulegum breytingum eða tillögum að breytingum frá ríkisstjórninni,“ segir formaður velferðarnefndar. Nefndin sjálf hafi hugmyndir að breytingum en vilji bíða eftir breytingartillögum frá stjórnvöldum. Eins og frumvarpið var lagt fram getur fólk sem verður að minnsta kosti fyrir tuttugu prósenta skerðingu launa og fer allt niður í 50 prósenta starfshlutfall fengið það jafnað út upp að 80 prósentum launa sinna í þrjá mánuði, þó aldrei meira en 650 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur á mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að endurskoða öll þessi hlutföll og kostnaðarmeta en kostnaðurinn gæti verið mjög umtalsverður. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morguns til að gefa meiri tíma til útreikninga en Helga Vala vonar að hægt verði að afgreiða frumvarpið úr nefnd á morgun. „Já við vonum það en auðvitað skiptir máli að gera svona hluti vel. Þannig að það þurfi ekki að fara að laga það til strax daginn eftir að það er orðið að lögum. Og ég held að þótt það kosti einhverja klukkutíma sé til mikils að vinna. Að gera þetta almennilega,“ segir Helga Vala. Þá hangi þetta mál eðlilega saman með öðrum aðgerðum upp á tugi milljarða sem stjórnvöld hafi boðað. „Auðvitað, allt fjármagn er að koma úr þessum sama sjóði, úr þessum sama potti. Þess vegna er líka verið að skoða alla útreikninga í ljósi þess,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Atvinna Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01 Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. 19. mars 2020 09:49 Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Velferðarnefnd bíður eftir útreikningum frá stjórnvöldum varðandi frumvarp um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastörf vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Eins og frumvarpið lítur út núna gæti fólk sem verður fyrir lækkun starfshlutfalls vegna minnkandi umsvifa fyrirtækja á næstu þremur mánuðum fengið atvinnuleysisbætur til að vega upp á móti. Frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mælti fyrir því á þriðjudag. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir nefndarfólk hafa byrjað að rýna frumvarpið strax á föstudag. „Og höfum svo verið að taka á móti gestum frá því eldsnemma á mánudagsmorgun.“ Þið funduðuð aðeins í gær og nú er hlé, eftir hverju er beðið núna? „Við erum aðallega að bíða eftir frekari útreikningum frá ráðuneytinu. Mögulegum breytingum eða tillögum að breytingum frá ríkisstjórninni,“ segir formaður velferðarnefndar. Nefndin sjálf hafi hugmyndir að breytingum en vilji bíða eftir breytingartillögum frá stjórnvöldum. Eins og frumvarpið var lagt fram getur fólk sem verður að minnsta kosti fyrir tuttugu prósenta skerðingu launa og fer allt niður í 50 prósenta starfshlutfall fengið það jafnað út upp að 80 prósentum launa sinna í þrjá mánuði, þó aldrei meira en 650 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur á mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að endurskoða öll þessi hlutföll og kostnaðarmeta en kostnaðurinn gæti verið mjög umtalsverður. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morguns til að gefa meiri tíma til útreikninga en Helga Vala vonar að hægt verði að afgreiða frumvarpið úr nefnd á morgun. „Já við vonum það en auðvitað skiptir máli að gera svona hluti vel. Þannig að það þurfi ekki að fara að laga það til strax daginn eftir að það er orðið að lögum. Og ég held að þótt það kosti einhverja klukkutíma sé til mikils að vinna. Að gera þetta almennilega,“ segir Helga Vala. Þá hangi þetta mál eðlilega saman með öðrum aðgerðum upp á tugi milljarða sem stjórnvöld hafi boðað. „Auðvitað, allt fjármagn er að koma úr þessum sama sjóði, úr þessum sama potti. Þess vegna er líka verið að skoða alla útreikninga í ljósi þess,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Atvinna Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01 Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. 19. mars 2020 09:49 Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01
Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. 19. mars 2020 09:49
Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05