Heimsmeistarinn Hamilton í sjálfskipaðri sóttkví Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 13:00 Lewis Hamilton hefur haldið sig frá fólki undanfarna daga. Dan Istitene/Getty Images Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, er í sjálfskipaðri sóttkví eftir að hafa umgengist fólk sem greinst hefur með COVID-19. Hamilton er einkennalaus en tekur enga áhættu. Hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Áður en Hamilton, sem er sexfaldur heimsmeistari, hélt til Ástralíu þar sem fyrsta keppni ársins í Formúlu 1 átti að fara fram þá var hann á góðgerðarsamkomu í London. Þar var hann ásamt leikaranum Idris Elba sem og Sophie Trudeau [eiginkonu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada] en þau hafa bæði greinst með kórónuveiruna. Hamilton vill ekki taka neina óþarfa áhættu og hefur því verið í sjálfskipaðri sóttkví þó svo hann finni ekki fyrir neinum einkennum. Sky Sports greindi frá þessu fyrr í dag. Hamilton fór í skimun fyrir veirunni þann 4. mars en hefur ekki farið síðan „þar sem aðrir þurfa frekar á því að halda.“ Í færslunni sem Hamilton birti á Twitter tekur hann fram að hann sé hraustur, æfi tvisvar á dag og hafi talað við lækni. Þá segir hann að það sé það takmarkaður fjöldi af prófum í boði fyrir þá sem gætu verið með veiruna og því vilji hann ekki láta prófa sig af óþörfu. Að lokum þakkar hann fyrir öll skilaboðin og minnir fólk á að þvo sér reglulega með vatni og sápu í allavega 20 sekúndur. Skilaboðin má lesa hér að neðan. pic.twitter.com/0EoEae3JjU— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) March 21, 2020 Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsmeistarinn hneykslaður yfir því að ástralski kappaksturinn fari fram Starfsmenn liða í formúlu eitt gætu verið komnir með kórónuveiruna en formúla eitt ætlar ekki að fresta ástralska kappakstrinum um helgina. 12. mars 2020 08:30 Mónakókappakstrinum aflýst og tveimur keppnum frestað Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum. 19. mars 2020 22:15 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, er í sjálfskipaðri sóttkví eftir að hafa umgengist fólk sem greinst hefur með COVID-19. Hamilton er einkennalaus en tekur enga áhættu. Hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Áður en Hamilton, sem er sexfaldur heimsmeistari, hélt til Ástralíu þar sem fyrsta keppni ársins í Formúlu 1 átti að fara fram þá var hann á góðgerðarsamkomu í London. Þar var hann ásamt leikaranum Idris Elba sem og Sophie Trudeau [eiginkonu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada] en þau hafa bæði greinst með kórónuveiruna. Hamilton vill ekki taka neina óþarfa áhættu og hefur því verið í sjálfskipaðri sóttkví þó svo hann finni ekki fyrir neinum einkennum. Sky Sports greindi frá þessu fyrr í dag. Hamilton fór í skimun fyrir veirunni þann 4. mars en hefur ekki farið síðan „þar sem aðrir þurfa frekar á því að halda.“ Í færslunni sem Hamilton birti á Twitter tekur hann fram að hann sé hraustur, æfi tvisvar á dag og hafi talað við lækni. Þá segir hann að það sé það takmarkaður fjöldi af prófum í boði fyrir þá sem gætu verið með veiruna og því vilji hann ekki láta prófa sig af óþörfu. Að lokum þakkar hann fyrir öll skilaboðin og minnir fólk á að þvo sér reglulega með vatni og sápu í allavega 20 sekúndur. Skilaboðin má lesa hér að neðan. pic.twitter.com/0EoEae3JjU— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) March 21, 2020
Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsmeistarinn hneykslaður yfir því að ástralski kappaksturinn fari fram Starfsmenn liða í formúlu eitt gætu verið komnir með kórónuveiruna en formúla eitt ætlar ekki að fresta ástralska kappakstrinum um helgina. 12. mars 2020 08:30 Mónakókappakstrinum aflýst og tveimur keppnum frestað Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum. 19. mars 2020 22:15 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Heimsmeistarinn hneykslaður yfir því að ástralski kappaksturinn fari fram Starfsmenn liða í formúlu eitt gætu verið komnir með kórónuveiruna en formúla eitt ætlar ekki að fresta ástralska kappakstrinum um helgina. 12. mars 2020 08:30
Mónakókappakstrinum aflýst og tveimur keppnum frestað Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum. 19. mars 2020 22:15